Það er enginn vandi að útbúa sitt eigið páskaegg og í rauninni er það virkilega skemmtilegt. Maður getur leikið sér endalaust í páskeggjagerð og leyft sköpunarkraftinum að njóta sín í botn. Hvernig bragð vill maður hafa af súkkulaðinu? Hvað vill maður hafa inni í páskaegginu? Vill maður heilt egg? Gera fyllingu inn í það? Setja málshátt innan í? Möguleikarnir eru allskonar og er lítið mál að gera allskonar útgáfur sem að allir á heimilinu eru sáttir með. Aðalástæðan fyrir því…
Yfir vetrartímann leita ég mikið í heita pottrétti & súpur sem að ylja bæði líkama og sál. Það er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér með næringarríkum mat á þessum dimma árstíma sem fer nú sem betur fer alltaf að verða bjartari og bjartari. En það að setja það í forgang að hlúa að sér með hollri fæðu er eitt það mikilvægasta sem þú getur gert fyrir þig og þína heilsu. Að virkilega taka ábyrgð á því sem að…
Eitt af því sem mig langar að vera duglegri við á þessu ári er að vera duglegri að elda fyrir mig eina þegar að sonur minn er hjá pabba sínum. Það er nefnilega svo mikil sjálfsást sem felst í því að gefa sér tíma og orku í að elda handa sjálfum sér ljúffenga máltíð. Þannig varð þetta pasta einmitt til, á einum af fyrstu dögum ársins þar sem ég hafði nægan tíma til þess að gera eitthvað mega gott og…
Þegar að það er orðið bókstaflega ískalt í veðri og maður leitar meira í heitan mat, þá er þessi súpa hér skotheld. Það er einfalt að útbúa hana , hún er stútfull af heilnæmri næringu og er auk þess virkilega góð. Það er eitthvað við það að skella sér í hlýja sokka, fá sér heita súpu með góðra vina hópi og hlusta á kósý tónlist í leiðinni. Mjög mikið ,,hygge” eins og daninn segir. Uppskriftin er alls ekki heilög og…
Það er ótrúlega magnað að upplifa það hversu hratt matarlanganir manns breytast eftir árstíðum. En haustið fyrir mér snýst alltaf rosalega mikið um að jarðtengja mig, slaka á og njóta kyrrðarinnar eftir ævintýri sumarsins. Þetta er tíminn sem maður fer í gegnum fataskápinn, les góðar bækur, tekur hæga göngutúra, gerir yoga, fer í gegnum myndirnar sínar, leyfir sér að njóta í sundi og kemur rútínunni aftur í þægilegt flæði. Sjálf ELSKA ég að leika mér í eldhúsinu á haustin og…
Sama hvort það sé sumar & sól eða kalt í veðri; þá er alltaf gott að eiga íspinna í frystinum. Það er líka mjög sniðugt að eiga íspinna í frystinum hjá ömmum & öfum fyrir krakkana ef maður vill ekki að þau séu að fá unninn sykur. Íspinnarnir sem að ég gerði núna eru súkkulaðiíspinnar með hindberjum og súkkulaði utan um. Þessir íspinnar eru mjög einfaldir í framkvæmd. Eina sem þarf eru örfá hráefni, góður blandari og íspinnaform. Íspinnaformin sem…
Nú þegar að hlýrra er í veðri og flestir eru meira utandyra langar mig að deila með ykkur gómsætri máltíð sem að tilvalið er að grípa með sér á vit ævintýranna. Í samstarfi við veganbúðina ætla ég því að deila með þér uppskrift að pasta sem að er mjög fljótlegt að útbúa og tilvalið að taka með sér á flakk um landið okkar fagra. Pastað er mjög gott kalt og því má græja það alveg heima áður en maður leggur…
Það er sama hvort maður er á flakki um landið eða að útbúa girnilega máltíð í eldhúsinu heima; að þá slá vefjur alltaf í gegn. En því miður þá eru langflestar vefjur frekar tilbúin vara sem að innihalda aukaefni, unna kornvöru (sem inniheldur gjarnan glúten) og fl. sem að er kannski ekki það besta fyrir líkamann. Sjálf reyni ég að forðast glúten að mestu í mínu mataræði og finn ég mikinn mun á mér þegar að ég geri það. En…
Það er snilld að eiga næringarríkar og gómsætar kúlur í ísskápnum til þess að grípa með í bíltúrinn, á leikvöllinn eða í lautarferðina. Það er mjög einfalt að útbúa svona kúlur og aðalinnihaldið sem þarf er ÁST. Það er nefnilega svo mikil ást í því að útbúa næringarríka fæðu frá grunni og er þetta klárlega mín uppáhaldshugleiðsla; að vera í rólegheitunum í eldhúsinu að nostra við skemmtileg hráefni svo úr verði töfrandi góðgæti. Í samstarfi við veganbúðina ætla ég að…
Með auknum hita og meiri sól þá verð ég að deila með ykkur uppskrift af sumarlegum sólarþeytingi sem að ég er farin að gera reglulega oft heima. Bæði á gráum dögum sem og sólardögum; þá færir þessi sumarlegi þeytingur mér aukna sól í hjarta. Það er svo nærandi fyrir bæði líkama og sál að útbúa sér næringarríka og fallega fæðu sem að lætur mann bókstaflega dansa um af gleði. Heilnæm fæða hefur nefnilega þann töfrandi mátt að láta okkur líða…