Flokkur

Njóttu Góðgætis

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis

Brauðið sem bætir allt og kætir

Er eitthvað betra en heitt nýbakað brauð sem vermir manni alveg inn að hjartarótum? Sjálf var ég veik heima um daginn og leiddist óbærilega mikið. Ég kíkti hvað ég átti til í skápunum og fór að hugsa hvað ég gæti gert sniðugt. Þá fæddist þessi uppskrift og það besta var, að hún heppnaðist í fyrstu tilraun! Sem er smá svona eins og að vinna í lottóinu hjá uppskriftarskapara. Allar uppskriftir koma svona til mín, sem hugmynd sem ég bara VERÐ…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Heimagerð vegan páskaegg með ”mjólkur”súkkulaði

Nú þegar styttist í páskahátíðina fannst mér tilvalið að deila með ykkur uppskrift að heimagerðum páskaeggjum sem eru bæði laus við unna sætu og mjólkurvörur. Ég ákvað að fara að tilraunast í eldhúsinu og útbúa mitt eigið páskaegg. Þetta súkkulaði er með þeim betri sem ég hef gert og mun það eflaust verða til í frystinum reglulega hjá mér hér eftir. Það minnir bara heilmikið á þetta hefðbundna páskaeggjamjólkursúkkulaði og er það besta sem ég hef smakkað! Ástæðan fyrir því…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Melónuíspinnar

Það að gera holla íspinna er svo ótrúlega einfalt, fljótlegt og þægilegt. Ég mæli svo mikið með að eiga til heilnæma íspinna í frystinum allan ársins hring, það kemur sér allavega alltaf vel fyrir bæði mig og son minn. Við fáum okkur oft íspinna eftir skóla hjá honum og svo finnst okkur mjög skemmtilegt að fá okkur þá í forrétt í morgunmat um helgar. Einnig smellpassa þeir auðvitað í afmæli, veislur eða í kósýkvöldið. Það er mjög einfalt að útbúa…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Heimagerðir íspinnar

Heima í flensuveikindum janúarmánaðar uppgötvuðum við mægðingin eðal íspinna sem slógu svo mikið í gegn að ég smellti myndum af þeim til að deila með ykkur hér. En það er einmitt oftast þegar að við erum mikið heima að ég fæ hugmyndir að nýjum uppskriftum sem ég verð að prufa og oftar en ekki eru þær algjör snilld! Þetta er ein af þeim og ég hvet þig til að prufa að útbúa þessa íspinna ekki seinna en strax 😉 Uppskrift:…

Lesa meira

Featured Njóttu Góðgætis Jólanna

Bláberja & vanillu hrákaka

Árlega í sumarlok fer ég og týni eins mikið af bláberjum og ég get. En það er svo nærandi fyrir bæði líkama og sál að vera úti marga klukkutíma í senn að týna ber úti í fallegri náttúru. Maður er einhvernveginn að kveðja sumarið í berjamó og velta fyrir sér hvað maður vill einblína á í næsta kafla/árstíð. Þetta hefur orðið að skemmtilegri hefð hjá mér og 6 ára syni mínum og er afrakstur týnslunnar alltaf þyngd sinnar virði í…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Morgunsins

Glútenlausar bananapönnukökur

Það er fátt jafn heimilislegt en að baka pönnukökur á náttsloppnum árla morguns með upplífgandi tónlist í bakgrunninum. Taka nokkur dansspor, leyfa syninum að hjálpa mér að snúa pönnukökunum og spennan magnast með hverjum snúningnum. Pönnukökubakstur er alltaf mikið gleðiefni á okkar bæ. Þessar pönnukökur eru eitthvað sem við gerum mjög oft bæði til að njóta hér heima en líka til að taka með í nesti ef við erum að fara í eitthvað ævintýri úti í náttúrunni yfir daginn. Þær…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Karamellufyllt páskaegg

Það er enginn vandi að útbúa sitt eigið páskaegg og í rauninni er það virkilega skemmtilegt. Maður getur leikið sér endalaust í páskeggjagerð og leyft sköpunarkraftinum að njóta sín í botn. Hvernig bragð vill maður hafa af súkkulaðinu? Hvað vill maður hafa inni í páskaegginu? Vill maður heilt egg? Gera fyllingu inn í það? Setja málshátt innan í? Möguleikarnir eru allskonar og er lítið mál að gera allskonar útgáfur sem að allir á heimilinu eru sáttir með. Aðalástæðan fyrir því…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Mjólkurlausir íspinnar

Sama hvort það sé sumar & sól eða kalt í veðri; þá er alltaf gott að eiga íspinna í frystinum. Það er líka mjög sniðugt að eiga íspinna í frystinum hjá ömmum & öfum fyrir krakkana ef maður vill ekki að þau séu að fá unninn sykur. Íspinnarnir sem að ég gerði núna eru súkkulaðiíspinnar með hindberjum og súkkulaði utan um. Þessir íspinnar eru mjög einfaldir í framkvæmd. Eina sem þarf eru örfá hráefni, góður blandari og íspinnaform. Íspinnaformin sem…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Súkkulaðihúðaðar unaðskúlur

Það er snilld að eiga næringarríkar og gómsætar kúlur í ísskápnum til þess að grípa með í bíltúrinn, á leikvöllinn eða í lautarferðina. Það er mjög einfalt að útbúa svona kúlur og aðalinnihaldið sem þarf er ÁST. Það er nefnilega svo mikil ást í því að útbúa næringarríka fæðu frá grunni og er þetta klárlega mín uppáhaldshugleiðsla; að vera í rólegheitunum í eldhúsinu að nostra við skemmtileg hráefni svo úr verði töfrandi góðgæti. Í samstarfi við veganbúðina ætla ég að…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Páskakakan í ár

Ég elska að leika mér að útbúa hrákökur í eldhúsinu og fá útrás fyrir sköpunarkraftinum í leiðinni. Það er hægt að leika sér endalaust með hrákökur og láta allskonar skemmtilegar bragðtegundir koma saman. Eins er mjög skemmtilegt að leika sér að skreyta þær og skemmtilegast af öllu er að deila sköpun sinni með öðrum. Því ætla ég að deila með þér uppskrift af hráköku sem á eftir að slá í gegn um páskana. En byrjum á byrjuninni. Hvað er hrákaka?…

Lesa meira