Flokkur

Lærðu

Lærðu

Ofurfæðurnar frá Your Super

Netverslunin tropic.is er alveg til fyrirmyndar er varðar gæði, umhverfisvernd og hreinleika. Ég mæli heilshugar með þessari netverslun og langar mig því að skrifa nokkrar línur um eitt af fallegu vörumerkjunum sem þau flytja hingað inn til landsins; ofurfæðuvörurnar frá Your Super. Ég fékk nokkrar vörur að gjöf án þess að skuldbinda mig um að fjalla neitt sérstaklega um þær, en mér líkar svo vel við þær að mig langar svo innilega að fræða ykkur um þær og ofurfæður almennt.…

Lesa meira

Lærðu

Hvað veist þú um eldislax?

Ég horfði á heimildarmynd fyrir svolitlu síðan sem að fjallar m.a. um laxafiskeldi í Noregi og hversu eitraður eldislax getur verið okkur. Ég verð að viðurkenna það að áður en ég horfði á þessa mynd þá hélt ég að laxinn sem við kaupum út í búð væri alltaf villtur – veiddur upp úr ám landsins. Ég veit ekki í hvaða draumaheimi ég var föst í en þar sem að það er aðeins hægt að veiða lax á Íslandi á sumrin þá…

Lesa meira

Elskaðu Lærðu Umhverfið

Heimildarmyndin Before the Flood

Heimildarmyndin ,,Before the Flood” er á allra vörum um þessar mundir enda ekki að ástæðulausu. Í heimildarmyndinni fær maður að fylgja Leonardo DiCaprio á ferð sinni um heiminn þar sem hann kynnir sér loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jörðina okkar. En Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, tilnefndi Leonardo DiCaprio sendiboða friðar fyrir Sameinuðu þjóðirnar með sérstakri áhersu á loftslagsbreytingar árið 2014. Í heimildarmyndinni er ekki einungis einblínt á þennan stóra vanda sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga heldur er…

Lesa meira

Lærðu

Constant Craving

Áttu erfitt með að ráða við matarlanganir þínar og færð óstjórnlega löngun í ákveðnar matvörur? Ástæðan gæti verið að eitthvað sé að angra þig andlega án þess að þú gerir þér kannski grein fyrir því. Það þarf ekki einu sinni að vera að löngunin sé í sælgæti, gæti þess vegna verið t.d. í hnetur eða mjólkurvörur. Oft liggur eitthvað að baki þegar maður hefur óstjórnlega löngun í ákveðnar matvörur. Miklar líkur eru á að maður sé að reyna að hylma yfir andlega…

Lesa meira

Elskaðu Lærðu Umhverfið

Cowspiracy

Ástæðan fyrir því að mér finnst gaman að horfa á heimildarmyndir er að þar koma oft fram upplýsingar og fróðleikur sem er í sumum tilfellum viljandi haldið leyndum fyrir okkur. Af hverju ætti samt eitthverju að vera haldið leyndu fyrir okkur? Það er oft gert í gróðraskyni því að ef við vissum sannleikann myndum við hegða okkur öðruvísi. Við myndum sennilega hætta að versla ákveðnar vörur sem myndi þ.a.l. minnka hagnað iðnaðarins. Peningar ráða miklu í heiminum í dag og eru…

Lesa meira

Lærðu

Simply Raw

Þessa stórkostlegu heimildarmynd horfði ég á nú á dögunum. Það heldur mér rosalega mikið við efnið að horfa reglulega á heimildarmyndir sem sýna mátt hreins mataræðis á svörtu og hvítu. Manni langar allavega ekki neitt í ruslfæði eftir að hafa horft á heimildarmyndina sem ég ætla að segja þér frá núna. Í heimildarmyndinni Simply Raw, eru 6 Bandaríkjamenn valdir af handahófi og öll eiga þau það sameiginlegt að vera með ólæknandi sykursýki, fjórir voru með sykursýki 2 og tveir voru…

Lesa meira

Elskaðu Lærðu Húðina

Skin Cleanse; bók sem þú verður að lesa!

Adina Grigore er stofnandi og höfundur lífrænu snyrtivörulínunnar SW basics sem eru seldar um allan heim og hafa fengið umfjöllun í tímaritum á borð við Vogue, O Magazine, W Magazine, New York Times, InStyle og Real Simple. Adina átti sjálf við húðvandamál að stríða á sínum tíma og sá magnaðar framfarir með því að hætta að nota allar snyrtivörur. Smátt og smátt fór hún síðan að prufa sig áfram og bar m.a. á sig ólífuolíu úr eldhúsinu og sá stórkostlegar breytingar. Hún…

Lesa meira

Lærðu

That Sugar Film

Á leið minni í háaloftunum frá Nýja Sjálandi til Cook Islands horfði ég á magnaða mynd. Hún heitir That Sugar Film og hef ég ekki verið jafn vakandi yfir mynd í flugvél áður. Hún fjallar um Ástralskan leikara, Damon Gameau, sem að lifði heldur óheilbrigðum lífsstíl áður en hann kynntist kærustu sinni. Hann breytti alveg um lífsstíl eftir að hann kynntist henni og hætti að borða unninn sykur. Þegar þau áttu von á barni langaði honum að vita hvað hann…

Lesa meira