Það gerast magnaðir hlutir þegar að þú gefur sjálfri þér leyfi til að komast aðeins burt frá þínu daglega umhverfi og verkefnum til þess að virkilega hlaða batteríin þín. Að gefa þér þrjá heila daga þar sem þú leggur allt til hliðar og ert einungis að hlúa að þér getur endurstillt taugakerfið þitt, hreinsað & kyrrað hugann þinn og það besta af öllu; gefið þér innsýn, hvatningu og tól til þess að halda áfram að hlúa að þér á einfaldan…
Það getur verið svolítið snúið að ferðast um heiminn með fæðuóþol en allt er hægt ef viljin er fyrir hendi. Ef þú ákveður að hlutirnir séu ekkert mál verða þeir ekkert mál. Ég er með óþol fyrir t.d. glúteni, mjólkurafurðum og unnum sykri. Ég ferðaðist í fjóra mánuði um heiminn ásamt kærasta mínum og fórum við víða. Ég var komin með ákveðna rútínu og taktík hvernig ég tæklaði fæðuóþolið mitt í ferðinni sem ég ætla að deila með þér og…
Það er upplagt að ferðast um landið okkar yfir sumartímann þegar heitt er í veðri og vegir auðir um allt land. Landið okkar bíður upp á einstaka fegurð og er ekkert skrýtið að hingað streymi fjöldi ferðamanna árlega. Fallegi mosinn, fossarnir, fjörurnar, fjalladýrðin, sveitirnar, náttúrulaugarnar og ég gæti lengið talið upp áfram. Ég elska þetta allt saman. Eftir að ég byrjaði að borða hollan og hreinan mat hef ég tekið nokkrar útilegur þar sem ég hef þurft að grípa til minna…
Cook Island er lítil, falleg eyja. Strandlengjan er rosalega flott og sjórinn alveg skærblár, það er fjall í miðju eyjarinnar og flottur gróður í kringum það. Þetta er algjör náttúruperla. Bananatré og kókospálmatré eru mjög víða enda upplagt að rækta grænmeti og ávexti þarna. Það var lítið um internet þarna og var mjög huggulegt að vera bara í algjöru fríi frá því. Við nýttum tímann í að lesa bækur, hreyfa okkur og elda hollan mat. Það sem stakk mig svolítið í…
Við ferðuðumst um Nýja Sjáland á 12 dögum með vini okkar sem hafði dvalið þar í nokkra mánuði. Við ferðuðumst um norður eyjuna og komumst ekki einu sinni yfir hana alla. Það var alveg að koma vetur þarna og var orðið vel kalt yfir daginn. Maður var vel dúðaður upp og var föðurlandið minn besti vinur. Nýja Sjáland er ekki svo ósvipað Íslandi hvað landslagið varðar. Það eru rosalega flottar strendur þarna, flottir skógar og gullfallegt fjallendi. Heimamenn tóku vel á móti manni hvert sem maður…
Ástralía er ótrúlega fallegt land og var alls ekki erfitt að ferðast þarna um. Við ókum um á húsbíl þar sem við elduðum allt að þrisvar á dag og höfðum virkilega gaman af. Við fikruðum okkur frá Brisbane niður til Sydney á tíu dögum. Á leiðinni var gaman að skoða fallegar strendur og bæi. Það var líka æði að keyra inn í landið og sjá gullfallega landslagið og sveitamenninguna. Við enduðum dvöl okkar í Sydney hjá frænda mínum og kærustu…
Þrátt fyrir að hafa verið á Bali í þrjár vikur, ferðuðumst ég og kærastinn minn voðalega lítið um eyjuna sjálfa. Við vorum í bæ sem heitir Ubud og leið okkur svo vel þar að við enduðum á að vera þar allan tímann. Ég elska hvað við erum með lítið planað á þessu ferðalagi okkar um heiminn. Við tökum ákvarðanir hverju sinni eftir því hvernig okkur líður á hverjum stað fyrir sig. Ubud er mikill heilsubær sem mér líkaði mjög vel…
Víetnam kom virkilega á óvart. Það var ekkert smá fallegt þarna og hefði ég viljað vera miklu lengur. Ég er harðákveðin að fara þarna aftur einn daginn. Við vorum hálf ringluð þegar við komum til Víetnam og sáum enga tuk-tuka. Við þurftum að fara að taka leigubíla og komust þeir samt varla áfram í stórborg eins og Ho Chi minh city því það var allt morandi í vespum. Allt önnur umferð en maður er vanur og byði ég ekki í…
Við eyddum einungis fimm dögum í Cambodiu á leið okkar frá Thailandi til Víetnam. Cambodia er mjög fallegt land og hefðum við alveg getað hugsað okkur að vera lengur. Fólkið þarna er voðalega almennilegt og brosir sínu breiðasta. Það er mikil fátækt í landinu og sá maður það best á grindhoruðum kúnnum sem voru að japla á þurru grasi. Það er svo gaman að sitja í rútu, með ipodin í eyrunum og fylgjast með mannlífinu út um gluggan. Það voru…
Thailand var fjórða landið í fjögurra mánaða heimsreisu okkar. Við lentum í Phuket og fikruðum okkur þaðan á eyjurnar og síðan upp eftir landinu. Þetta var virkilega notalegt land og auðvelt að ferðast á milli staða. Heimamenn eru með ferðaskrifstofur á hverju horni svo það var mjög auðvelt að rölta á milli og finna besta verðið. Við ferðuðumst mikið með minivan sem er ekki sérlega skemmtilegur ferðamáti en maður lætur sig hafa það því hann er svo ódýr. Thailenski maturinn…