Njóttu Góðgætis

Mjólkurlausir íspinnar

Sama hvort það sé sumar & sól eða kalt í veðri; þá er alltaf gott að eiga íspinna í frystinum. Það er líka mjög sniðugt að eiga íspinna í frystinum hjá ömmum & öfum fyrir krakkana ef maður vill ekki að þau séu að fá unninn sykur. Íspinnarnir sem að ég gerði núna eru súkkulaðiíspinnar með hindberjum og súkkulaði utan um. Þessir íspinnar eru mjög einfaldir í framkvæmd. Eina sem þarf eru örfá hráefni, góður blandari og íspinnaform. Íspinnaformin sem að ég nota fást hjá mistur.is en auðvitað er hægt að nota hvaða íspinnaform sem er.

Súkkulaðiíspinnar

 • 100g kasjúhnetur, lagðar í bleyti
 • 200g kókosmjólk (þykki partur og vökvi, jafn mikið af báðu)
 • 3 msk kókossíróp
 • 1 tsk vanilluduft
 • 2/3 dl hrákakó
 • 1/3 dl kókosolía
 • 1/2 tsk gróft salt

Frosin hindber, lífræn

 1. Settu öll innihaldsefnin saman í blandara og láttu blönduna blandast vel saman þar til að hún er silkimjúk.
 2. Helltu blöndunni í ísform, ég notaði þessi ísform hér.

Súkkulaðihjúpur

 • 4 msk kókosolía, látin bráðna með því að setja krukkuna undir heitt vatn
 • 4 msk hrákakó
 • 1,5 msk kókossíróp

Þessi færsla er gerð í samstarfi við veganbúðina en ég mæli með þeirri dásamlegu verslun af öllu mínu hjarta. Öll hráefnin sem ég notaði í færsluna eru þaðan.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply