Þessi gullfallegi þeytingur er ekki bara með útlitið sér í hag heldur er hann mjög bragðgóður líka. Ég elska að drekka þeytinga sem eru fallegir á litinn og er rauðrófa upplögð til þess að gefa fallegan bleikan lit. En rauðrófa er einmitt súperholl fyrir okkur en ég fer nánar út í það hér.
Skærbleikur þeytingur Uppskrift fyrir 1
- 30g bökuð rauðrófa
- 1/2 pera
- 5 myntulauf
- 50 g avocado
- 150 ml möndlumjólk
- 1 msk sítrónusafi
- 1/2 tsk rifin lífr. sítrónubörkur
- smá bútur af engifer
- nokkrir klakar
- Allt í blandarann þangað til að þetta er orðið silkimjúkt og fallegt.
No Comments