Njóttu Safa og Þeytinga

Skærbleikur þeytingur

14. mars, 2017

Þessi gullfallegi þeytingur er ekki bara með útlitið sér í hag heldur er hann mjög bragðgóður líka. Ég elska að drekka þeytinga sem eru fallegir á litinn og er rauðrófa upplögð til þess að gefa fallegan bleikan lit. En rauðrófa er einmitt súperholl fyrir okkur en ég fer nánar út í það hér.

Skærbleikur þeytingur                                                                    Uppskrift fyrir 1

  • 30g bökuð rauðrófa
  • 1/2 pera
  • 5 myntulauf
  • 50 g avocado
  • 150 ml möndlumjólk
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1/2 tsk rifin lífr. sítrónubörkur
  • smá bútur af engifer
  • nokkrir klakar
  1. Allt í blandarann þangað til að þetta er orðið silkimjúkt og fallegt.

Skál!

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér