Þerapían Lærðu að elska þig

Þerapían Lærðu að elska þig er samin af þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og hefur hjálpað fjölda fólks að gjörbreyta lífi sínu. Ég er ein af þeim sem hef farið í gegnum þerapíuna og hafði hún svo mikil áhrif á líf mitt að í dag hef ég lokið leiðbeinandanámi og er farin að kenna hana. En þerapían er einstaklingsmiðuð og persónuleg ráðgjöf sem að hefur það að leiðarljósi að hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Hvað er að elska sig?

Við eigum að elska okkur algjörlega skilyrðislaust, líkt og við myndum elska lítið barn. Við myndum ekki tala niður til 4 ára barns og segja því að það ætti að vera meira svona og minna hinsegin. Við myndum heldur ekki segja því að við munum elska það þegar að það er búið að gera eitthvað ákveðið og ná ákveðnum áfanga í lífinu. En við hikum ekki við að tala þannig við okkur sjálf sem hefur neikvæð áhrif á lífið okkar. Við eigum að tala og hugsa um okkur á kærleiksríkan, jákvæðan, uppbyggjandi og hvetjandi hátt. Að elska þig algjörlega skilyrðislaust núna eins og þú ert í dag, ekki þegar að þú ert búinn að ná ákveðnum markmiðum sem snúa að lífsstíl eða hlutum. Þegar að þú elskar þig er sjálfstraustið í lagi sem hefur stórkostleg áhrif á allt í lífinu. Þú ferð að sjá hversu magnaður einstaklingur þú ert og átta þig á þeim mögnuðu hæfileikum, eiginleikum, getu og visku sem þú býrð yfir.

Að elska þig snýst um að standa með sjálfum þér á öllum sviðum lífsins, að setja þig í fyrsta sætið og taka ákvarðanir út frá sjálfum þér en ekki út frá öðrum. Skoðanir annarra skipta þig ekki máli, aðalatriðið er að þú hlustar á innsæið þitt og ferð síðan eftir því. Þegar að þú lærir að elska þig ferð þú að skilja betur hver þú ert og hvað mótaði þig að þeim einstakling sem þú ert í dag. Þú skilur að allt er eins og það á að vera og lærir að vera þakklát/ur fyrir þína vegferð. Á sama tíma áttar þú þig á því að þú átt allt það magnaða skilið sem lífið hefur upp á að bjóða og færð kjark og þor til að láta draumana þína rætast.

Hvernig fer þetta fram?

Þerapían er frábærlega uppsett og samanstendur af 12 tímum sem fara fram á skype eða í persónu og er hver tími 90 mínútur. Þú færð verkefni í lok hvers tíma til að gera næstu þrjár vikurnar en tímarnir eru á ca. 3 vikna fresti. Einnig færð þú hugmyndir að bókum, myndböndum og bíómyndum í hverjum tíma.

Fróðleikurinn og verkefnin í tímunum hjálpar þér m.a. að auka sjálfstraustið, breyta hugarfarinu, verða jákvæðari, fylgja hjartanu, þekkja sjálfan þig, skilja fólkið í kringum þig, æfa þakklæti, standa með sjálfum þér og hækka orkuna þína. Verkefnin eru frábær tól til að breyta neikvæðum mynstrum, hugsunum og hegðun. Það eru þau sem að gera mest fyrir þig, því meiri metnað sem þú leggur í þau – því meira færð þú út úr þerapíunni. Það er svo skemmtilegt þegar að þú ert búinn að fera í gegnum þerapíuna að vita að þú gerðir þetta allt sjálf/ur, að þú berð sjálf/ur ábyrgð á breytingunni og ert þú þá tilbúin/n að takast á við allt sjálfur sem framundan er í lífinu.

Við munum leitast við að byggja þig upp meira en að velta okkur uppúr vandamálunum og áður en þú veist af finnst þér þú geta allt. Þér finnst þú  hafa meiri orku til að láta draumana þína rætast, standa með þér og vera hamingjusamari. Eftir hvern tíma munt þú upplifa þig öflugri, öruggari, sáttari og hafa skýrari sýn á hver þú ert. Einnig munt þú uppgötva hvað þú vilt gera við líf þitt og frelsa þig frá neikvæðni og óþægindum. Það færist yfir þig eins konar friður og ró því lífið verður allt svo miklu ánægjulegra og auðveldara.

Hvað breytist?

Þegar að fólk fer í gegnum þessa þerapíu breytist margt í lífinu hjá þeim. Þú verður meðvitaðari um hvað hugsanir eru að malla í hausnum á þér og í hvaða orku þú dvelur yfir daginn. Þú munt því setja fókusinn á að vera með jákvætt hugarfar og að vera í hárri orku. Samskipti við annað fólk breytist þegar að þú færð meira sjálfstraust og lærir að skilja fólkið í kringum þig. Þú hættir að vera reið/ur og bit/ur út í ákveðna liðna atburði eða einstaklinga og færð aðra sýn á hlutina. Margir þora loksins að biðja um launahækkunina eða stöðuna sem að þeir hafa lengi langað að biðja um því að sjálfstraustið hefur aukist og getan til að standa með sjálfum sér er orðin meiri. Þú kynnist sjálfum þér upp á nýtt og uppgötvar hverju þú hefur ástríðu fyrir. Þú ferð að heyra meira í innsæinu þínu og munt framkvæma út frá því, en innsæið er alltaf að leiðbeina okkur í rétta átt og færa okkur nær tilganginum okkar. Þú færð kjark til að vera þú sjálfur og ferð að gera það sem þú vilt en ekki það sem samfélagið segir að þú eigir að gera. Fólk þorir loksins að láta draumana rætast og setur áherslu á að fá sem mest og best út úr lífinu. Þú lærir að elska sig skilyrðislaust og uppgötvar hversu magnaður einstaklingur þú ert.

Fyrir hvern er þerapían?

Ert þú að glíma við kvíða eða þunglyndi? Ertu týnd/ur í lífinu og veist ekki hvert þú stefnir eða hvað þú vilt? Finnst þér vanta eitthvað í líf þitt? Ferð þú í gegnum daginn með því að líða allt í lagi og jafnvel stundum mjög illa – og finnst það eðlilegt? En sannleikurinn er sá að þér er í alvörunni ætlað að blómstra í lífinu og upplifa allt það magnaða sem það hefur upp á að bjóða. Þú átt skilið að líða sem best alla daga.

Það þarf alls ekki að vera eitthvað ákveðið að angra mann til þess að maður ákveði að vinna í sjálfum sér. Þú getur einfaldlega bara verið á höttunum eftir meiri hamingju til að geta fengið sem mest út úr lífinu og blómstrað á hverjum degi. Í þerapíunni fær maður tæki og tól til að tækla lífið sem að maður mun búa að alla ævi.

Umsagnir

,,Þerapían hefur reynst mér mjög vel. Ég hef lært að hugsa öðruvísi um hlutina og sjá þá í öðru ljósi. Efni þerapíunnar er manni að mörgu leyti ókunnugt í upphafi og kennir manni að hugsa hlutina með öðrum áherslum. Að líta á björtu hliðarnar, sjá hlutina í jákvæðara ljósi og sjá hvaða eiginleikum maður er gæddur er rauður þráður í gegnum þerapíuna. Anna Guðný er glaðleg, hlý, notaleg og auðvelt að tala við hana og segja henni frá því sem manni liggur á hjarta. Hún er skilningsrík, hvetjandi og dæmir ekki. Hún getur alltaf hughreyst mann og varpað bjartsýni og rökrænni hugsun á það sem um ræðir. Hún spyr áhugaverðra spurninga sem fá mann til að hugsa og velta hlutunum vel fyrir sér. Hún lætur manni líða eins og maður skipti máli og er alltaf tilbúin til að svara fyrirspurnum eða aðstoða með verkefnin á milli tíma. Anna Guðný er fyrirmyndar þerapisti sem gefur mikið af sér til þeirra sem til hennar leita.”

-Hjördís
,,Þerapían hjá Önnu Guðnýju er smá eins og kraftaverk. Þessir tímar gerðu mjög mikið fyrir mig, mér leið svo vel eftir hvern einasta tíma. Þerapían gaf mér þau verkfæri sem ég þurfti á að halda til að verða betri útgáfa af sjálfri mér og með því að mæta reglulega í tíma hafði ég hvatningu til að standa við að gera þessi verkefni. Ef þú vilt vinna í átt að betri líðan, bæta samskipti við aðra, auka sjálfstraust, sjálfsást og læra skilja sjálfan þig betur þá mæli ég hiklaust með þessum tímum. Svo er hún Anna Guðný með svo góða nærveru og tímarnir hjá henni eru líka svo skemmtilegir. Að fjárfesta í sjálfum sér borgar sig margfalt.“

-Nafnlaust
,,Þerapían Lærðu að elska þig setur mann sjálfan í fókus. Fær mann til að læra að meta hve sérstakur maður er og langa til að vera áhrifavaldur í eigin lífi. Þetta er gott skref í áttina til að finna sinn tilgang og njóta hæfileika sinna. Ég er velviljaðari og hjartahlýrri gagnvart sjálfri mér. Einnig er ég minna meðvirk en áður, á auðveldara með að tjá mig og að setja mörk á áreynsulausan & kærleiksríkan hátt. Ég er þakklátari fyrir hver ég er og lífsskoðanir mínar.Leiðsögn Önnu Guðnýjar er full af hlýju, skilningi og hvatningu. Ég hlakkaði alltaf til að takast á við næstu verkefni og áskorun.”

– Guðrún Ólafsdóttir hjá 
Heilsuhjálpin
,,Í þerapíunni Lærðu að elska þig hef ég uppgötvað sjálfa mig upp á nýtt. Ég hef lært að elska mig án skilyrða og fengið allan þann stuðning til þess hjá Önnu Guðnýju. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að fá að vinna með tilfinningar sínar með manneskju eins og Anna Guðný er. Hún er einstaklega hlý og kærleiksrík, sýnir endalausan stuðning, dæmir ekki og fylgir því eftir sem hún vinnur með í tímunum. Áður en ég hóf þerapíuna var ég búin að vera í ákveðinni sjálfsskoðun og að læra að vinna með hluti úr fortíðinni, en eftir að ég byrjaði hjá Önnu Guðnýju skildi ég allt miklu betur. Ég skil sjálfa mig betur og einnig hvað fortíðin, æskan og áföll eru stór hluti af vegferð minni. En einnig hvað ég get gert til að láta mér líða vel og vera ánægð með allt mitt líf. Ég skil núna að ég er sú sem ég er í dag vegna allrar minnar reynslu. Í dag upplifi ég mig hamingjusama manneskju sem stend með mér í öllum aðstæðum og að allir dagar eru nýtt upphaf með nýjum tækifærum. Að læra að elska mig og skilja að fullu hvað það þýðir er eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í lífinu. Ég vil þakka Önnu Guðnýju fyrir samfylgdina síðasta árið og það sem ég mun sakna þess að koma til hennar einu sinni í mánuði. Ég hlakkaði alltaf til hvers tíma og fór út með bros á vör og vellíðan í hjartanu. Ég vona að sem flestir gefi sér þá gjöf að fara í þerapíuna því það gefur svo sannarlega nýja vídd í lífið að elska sig svo ótakmarkað og skilyrðislaust.
XXX,
Nanna“
,,,Ég hefði aldrei getað trúað því hversu mikið myndi breytast. Ég er svo þakklát að hafa fundið þerapíuna á þeim tíma sem ég fann hana. Ég kom alltaf úr tímum uppfyllt af innblástri og tilbúin í næsta verkefni. Ég held að ég hefði ekki getað lent á betri þerapista sem ég náði að tengja svona vel við. Anna Guðný hefur einstaklega góða nærveru og er skemmtilegt að tala við hana. Hún benti mér á margt sem ég sá ekki og var með margar ábendingar sem hafa gjörbreytt samskiptum mínum við aðra og sjálfa mig. Þegar ég kom inn í þerapíuna, vissi ég að mér leið illa en ég vissi ekki af hverju. Eftir verkefnin og þerapíuna komst ég smátt og smátt að því af hverju mér leið svona illa, og þá byrjaði svo margt að breytast. Í þerapíunni var líka farið í gegnum æskuna og brá mér við hversu margir hlutar æskunnar voru mér enn svo sárir. Einnig komst ég að svo miklu um sjálfa mig og í raun kynntist ég sjálfri mér upp á nýtt. Þerapían hefur kennt mér að sjá lífið í öðru ljósi, á jákvæðari hátt. Í dag sýni ég sjálfri mér skilning, ég er jákvæðari og er betri í samskiptum við annað fólk, sérstaklega þeim sem eru mér nánastir. Einnig hefur hugsjón mín til framtíðarinnar breyst, ég er spennt fyrir framtíðinni.
Ég mæli svo mikið með þerapíunni hjá Önnu Guðnýju fyrir alla, allt í þerapíunni sem ég lærði mun nýtast mér alla ævi . Ég upplifi nú að ég hef fullkomna stjórn á mínu eigin lífi og veit að það er allt undir mér komið. Ég er svo þakklát að hafa fundið Önnu Guðnýju því að það er svo mikið sem hefur breyst.’’

-Nafnlaust
,,Nú þegar að þerapíunni Lærðu að elska þig er að ljúka hugsa ég til baka og hugsa hvað ég hef lært um sjálfa mig á þessum tíma.
Þerapían lærðu að elska þig er í mínum huga frábær leið til að vinna í sjálfum sér og kynnast sjálfum sér á nýjan hátt. Í henni fær maður verkfærin upp í hendurnar, þ.e.a.s. verkefni og stuðning til að hefja sjálfsvinnu. Þó er algjörlega undir manni sjálfum komið hvernig maður vill vinna verkefnin, þau eru jú fyrir mann sjálfan.
Sjálf hef ég kynnst sjálfri mér á nýjan hátt og finn ég mikinn mun á mér. Ég er miklu meira meðvituð um hvað ég vil og stend alltaf með sjálfri mér. Mér þykir miklu vænna um sjálfa mig og er ekki dómhörð. Ég er umbyrðalyndari og leyfi mér að njóta þess að vera ég. Anna Guðný er stórkostleg ung kona og tímarnir hafa allir gefið mér jafnmikið. Hún er alltaf til staðar ef maður þarf að leita ráða og það gefur manni svo mikla öryggistilfinningu og styður mann í gegnum þerapíunna. Eftir þetta ár í þerapíunni get ég sagt að ég hef aldrei elskað mig, borið meiri virðingu fyrir sjálfri mér, verið þakklátari fyrir sjálfa mig og líf mitt enn akkurat núna. Ég hlusta á innsæið sem aldrei fyrr og hef meira að segja heyrt það öskra! Þetta ár í þerapíunni hefur styrkt mig til að halda ótrauð áfram og velja bara það besta fyrir mig.
Ég elska mig skilyrðislaust!“

– Lára

,,Ég öðlaðist nýja sýn á lífið eftir þerapíuna og ég get varla lýst því hversu gott er að lifa lífinu í sátt við sjálfan sig og með jákvæðnina að vopni alla daga. Í dag, tæpu ári eftir að ég fór í fyrsta tímann minn, get ég horft til baka og séð hversu mikið frelsi ég hef öðlast frá neikvæðum hugsunum og tilfinningum og því mæli ég hiklaust með þerapíunni. Þetta var skemmtilegt ferðalag en það var stundum erfitt að horfast í augu við veikleikana. En Anna er svo frábær að hún gerði þetta ferli allt svo auðvelt og skemmtilegt að leysa. Hún hefur einstakan hæfileika að hlusta á mann og einstaklega góða nærveru.“

-Þórunn
,,Þerapían lærðu að elska sjálfa þig hefur gert mikið fyrir mig. Þerapían hefur haft jákvæð áhrif bæði á andlegu og líkamlegu heilsuna mína. Ég hef lært að vera jákvæð og tækla ýmsar aðstæður og samskipti á jákvæðan hátt. Ég hef lært mikið á sjálfa mig og mínar tilfinningar, ég lærði að treysta á sjálfa mig og mínar tilfinningar og ég á mun auðveldara með að breyta neikvæðum hugsunum eða tilfinningum yfir í jákvæðar. Ég hef mun meiri orku í dagleg verkefni og það hjálpar mér í að rækta sjálfa mig andlega og líkamlega. Eftir þerapíuna lærðu að elska þig er ég mun jákvæðari, kærleiksríkari, ég virði sjálfan mig nákvæmlega eins og ég er, ég tekst á við öll verkefni á jákvæðan hátt, ég trúi á sjálfa mig, ég elska mig skilyrðislaust, ég er þakklát fyrir mig og allt í mínu lífi og síðast en ekki síst þá hefur þerapían hjálpað mér í að verða besta útgáfan af sjálfri mér”.
-Sædís María
,,Ástæða þess að ég fór í þerapíuna var fyrst og fremst til að læra að meta og elska sjálfa mig nákvæmlega eins og ég er, og líka til að vinna á kvíðanum sem var búin að hrjá mig í gegnum unglingsárin. Þerapían er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið og þá aðeins 18 ára þegar ég byrjaði, sem mér finnst alveg magnað! 
Þetta er nefnilega svo rosalega dýrmætur aldur til þess að byrja að pæla í svona hlutum, og þá mæli ég alveg sérstaklega með þessu fyrir fólk á mínum aldri, sem er að ganga í gegnum alls konar hugsanir og að byrja að læra á lífið. (Þó svo að aldur skiptir ekki máli í þerapíunni). 
Það sem ég hef lært og þær stóru breytingarnar í sjálfri mér sem ég tek eftir eru þessar:
•Ég á auðvelt með að hrósa sjálfri mér.
•Ég á auðvelt með að hrósa öðrum.
•Ég met það sem ég hef í kringum mig.
•Ég er stolt af mér og öllum þeim ákvörðunum sem ég tek.
•Ég á auðveldara með samskipti. 
•Ég á auðveldara með skilning á hlutum.
•Ég þori að segja mínar skoðanir.
•Ég er hamingjusamari.
•Hugarfarið mitt gjörbreyttist.
•Ég gef sjálfri mér þá ást sem ég á skilið.
•Síðast en ekki síst, þá ELSKA ég mig nákvæmlega eins og ég er.
Það sem var svo skemmtilegt við þetta allt saman voru verkefnin sem maður fékk að vinna í og tækla heima hjá sér. Anna Guðný er ekkert smá klár, dugleg og æðisleg í því sem hún gerir. Það er gott að umgangast hana og tala við hana um nánast allt, því ég veit að hún er traust og heiðarleg manneskja. Ég hef henni margt að þakka og er ég henni ævinlega þakklát fyrir allt saman.“
Nína Rún
,,Þerapían hefur hjálpað mér gríðarlega að sjá mig í öðru ljósi. Ég sé jákvæða, fallega og góða hluti í mér sem ég sá ekki áður. Ég skil tilveruna mun betur, ég er opnari, óhræddari, öruggari og þakklátari fyrir gjöf lífsins. Anna Guðný er yndisleg, með góða og nærandi nærveru. Bros hennar og útgeislun gefur mér orku í hvert sinn sem ég hitti hana. Einnig er ég glaðari, orkumeiri og ákveðnari eftir tímana hjá henni.
Ég lærði að elska mig og vera þakklátari fyrir það magnaða líf sem ég á. Anna kenndi mér að hafa trú á mér og að ég & mínar skoðanir skipta máli. Hún hjálpaði mér að sjá að ég þarf ekki að passa í box annarra, bara mitt eigið og mér líður dásamlega. Það á ég henni að þakka. Takk gull ❤️”“
-Anna Kristín
,,Þerapían Lærðu að elska þig hefur reynst mér mjög vel og ég mæli með henni fyrir sem flesta ef ekki alla. Þegar ég byrjaði var ég á mjög viðkvæmum stað en í dag er ég öruggari með sjálfa mig og búin að taka mörg skref í lífinu sem hafa verið mér og mínum til góðs. Ef ég gæti galdrað þá myndi ég vilja hafa farið í þessa þerapíu tvítugt en ekki þrítugt. Það að staldra við og líta inná við og taka mig úr stressuðu umhverfi er bara það besta sem ég hef gert sl. mánuði í þerapíunni. Að finna fyrir ró í hugsunum og líðan er eitthvað sem ég held ég hafi týnt eftir að ég varð móðir.
Verkefnin sem maður vinnur á milli tíma heldur manni alveg á tánum í að gera sitt besta í hvert sinn. Svo er auðvitað geggjað að geta flett upp á verkefnunum og lesið þau fram og aftur til að minna sig á hvaða árangri maður hefur náð. Anna er líka stór fyrirmynd í sjálfsrækt og það er svo gott og hvetjandi að geta fylgst með henni á samfélagsmiðlum, hún minnir mann að hlúa að sjálfum sér. Það að geta verið í sambandi við hana á milli tíma fannst mér alveg til fyrirmyndar. Það gaf mér mikið að geta pústað út við hlutlausan aðila á þeim tímapunkti sem það hentaði mér, ég þurfti ekki að bíða eftir næsta tíma til þess.’’
– Laufey Frímannsdóttir
,,Ég er svo þakklát að vera í Þerapíunni hjá Önnu. Ég er alltaf spennt að koma í tíma til hennar og verkefnin sem hún setur fyrir eru mjög góð og hafa þau hjálpað mér mikið til að læra meira inn á sjálfa mig, skilja mig betur og elska mig eins og ég er. Það er mjög gott að tala við Önnu. Hún tekur manni eins og maður er. Hún er góð, ljúf og svo skemmtileg. Ég mæli með þerapíunni fyrir alla. Þetta er magnað ferli sem maður fer í gegnum ❤”
-Dagný
,,Þerapían hefur hjálpað mér endalaust mikið. Hún hefur hjálpað mér að vera þakklát fyrir það sem ég hef og setja þakklæti í daglega rútínu. Sjá að allt hefur sinn tilgang og að hlutirnir gerast þegar að þeir eiga að gerast. Hjálpað mér að hafa jákvæða sýn á “vandamálum” og því sem kemur til mín. 
Mér líður mikið betur. Ég er í mun betra andlegu jafnvægi en áður, er mikið jákvæðari og hef lært að að standa betur með sjálfri mér. Í dag elska ég sjálfa mig og er sátt við sjálfa mig eins og ég er. 
Anna Guðný er einlæg og yndisleg og gefur mikið af sér. Hún hefur góða nærveru og svo gott & endurnærandi að koma til hennar”
– Guðrún Bjarnadóttir
,,Þerapían Lærðu að elska þig hefur styrkt mig andlega svo um munar. ÉG fór örlítið skeptísk inn í verkefnið, var ekki alveg sannfærð um að svona námskeið næði fram því sjálfsöryggi sem ég þurfti á að halda. Ég var því svolítið til baka með þetta fyrstu vikurnar, sá enga breytingu strax og sá því alls ekki að þetta myni breyta neinu fryrir mig. Ég var þó búin að ákveða að ég ætlaði að sökkva mér að fullu í þetta fyrst ég var komin í það, svo ég tók flugið “100% all in“ og eftir nokkur verkefni var ég farin að átta mig á að breytingarnar voru hægt og rólega að síga inn. Í dag er ég sjálfsörugg manneskja sem stend með sjálfri mér og læt ekki utanaðkomandi hluti né aðila hafa áhrif á mig og mína hamingju sem ég hef sjálf skapað mér. Þerapína er frábær og Anna Guðný er frábær í sínu fagi.“
-Vilborg Smáradóttir
,,Þerapían hefur hjálpað mikið. Sem karlmaður hefur svona “dót“ aldrei verið inni í myndinni. Alltaf bara harka af og halda áfram. Það er að breytast og ég held að þerapían hafi verið frábær fyrstu skref fyrir mig. Þú sem þerapisti ert róleg, yfirveguð, og skilningsrík. Þú heldur tímanum við efnið og tengir daglegt tal við relevant hluti, sem mér hefur fundist geggjað.“ 
-Nafnlaust 
,,Þegar ég byrjaði í þerapíunni hjá Önnu Guðnýju var ég mjög óörugg, uppfull af skömm og sektarkennd, dauðhrædd við að vera ég sjálf. Ef mér hefði verið sagt hversu mikil breyting yrði á mér í ferlinu hefði ég aldrei trúað því.  Anna Guðný er að mínu mati engill í mannsmynd, hún lét mér strax líða eins og ég skipti hana máli og hafði trú á mér þegar ég átti erfitt með það.  Hún gaf mér rými og verkefni til þess að vinna úr uppsöfnuðum hnútum sem höfðu haldið aftur af mér í langan tíma.
Í dag hef ég trú á sjálfri mér og er að láta draumana mína rætast.  Ég er í mikið betri tengslum við sjálfa mig og þar af leiðandi miklu betra foreldri, sem ég elska.  Ég er þakklát fyrir að vera til og upplifi mig sem skapara í eigin lífi. 
Þerapían og Anna Guðný eiga stóran þátt í þessum breytingum, en í tímunum kvaddi ég gömlu útgáfuna af sjálfri mér og fékk tækifæri til að taka fyrstu skrefin sem manneskjan sem ég er í dag.
Við erum okkar mikilvægasta fjárfesting og því gæti ég ekki mælt meira með því að stíga skrefið og fara í þetta ferðalag, sem þerapían er, með Önnu Guðnýju þér við hlið.“
-Sólveig Kristín Björgólfsdóttir
,,Ég get sagt það frá dýpstu hjartarrótum að þerapían hjá Önnu Guðnýju er svo góð fyrir sálina. Anna Guðný er alveg hreint mögnuð í þerapíunni og henni tekst svo sannarlega að búa til slakandi og gott andrúmsloft fyrir sína skjólstæðinga. Fyrir mig að mæta í Þerapíu til Önnu er eins og að hlaða rafhlöðurnar, ég kem endurnærður frá henni. Ég finn fyrir gífurlegu þakklæti að hafa skráð mig í þerapíuna hennar og mælu hiklaust með því fyrir alla sem vilja kynnast sjálfri/sjálfum sér betur. “
-Nökkvi Fjalar Orrason
,,Þerapían Lærðu að Elska Sjálfa þig er frábær leið til að vera til staðar fyrir sjálfan sig og skuldbinda sig í að hlúa að sér. Við eigum það mörg til að gleyma sjálfum okkur í amstri dagsins en hér eru réttu hlutirnir settir í forgang. Ég lærði margt um sjálfa mig og fékk frábær tól til að taka með mér áfram inn í lífið. Anna Guðný er sannkallaður gullmoli og frábær þerapisti í alla staði. Ég fann fyrir miklu trausti til hennar, skilningi og kærleika en á sama tíma var hún ekki hrædd við að segja erfiða hluti við mig sem ég þurfti að heyra. Hún elskar það sem hún er að gera og einlægni hennar og vilji í að styðja við mig gerði kraftaverk fyrir mig. Betri þerapista gæti ég ekki fundið þó víða væri leitað.“
-Nafnlaust 
,,Þessi þerapía hefur klárlega breytt lífi mínu þar sem að ég var virkilega þunglynd og var í dimmum hugsunum á tímabili sem ég hafði aldrei talað um eða viðurkennt fyrir öðrum. Ég hef prófað allskonar sálfræðinga og prófað EMDR meðferð, sem mér fannst ekkert gagn í og fannst mér allir þessir sálfræðingar fara svolítið eftir “formúlunni” og fannst mér engin meining í því sem þau voru að segja, og leið mér oft ekki vel þegar ég fór í þessa tíma. Ég var að deila mjög persónulegum hlut sem ég á mjög erfitt með að tala um og er eiginlega það sem braut mig. Mér hefur aldrei liðið vel með að tala um þennan hlut við neinn því hef aldrei fundist ég kunna að segja frá honum almennilega. En ég ákvað að kýla á þessa þerapíu en ég var ekki mjög bjartsýn á þerapíuna en eftir að ég fór í fyrsta tímann fann ég hvað þú varst innileg og góðhjörtuð og vildir virkilega hjálpa mér og var ég alltaf spennt í að koma í tíma til þín aftur.
Mér finnst ég geta treyst þér og mér fannst mjög auðvelt að tala við þig um mig og mitt persónulega líf, og hef ég ekki fundið fyrir svoleiðis trausti við aðra sálfræðinga eða nánast ekki neinn. Mér hefur aldrei liðið eins vel að tala við manneskju eins og við þig, og þykir mér mjög vænt um að sjá hvað þú vilt virkilega hjálpa mér og hvað þú ert bara virkilega góð manneskja. Því síðan mér byrjaði að líða svona ömurlega hef ég ekki fengið mikinn stuðning bæði hérna heima eða annarstaðar, og eftir að ég fór í fyrsta tímann hjá þér fann ég strax að þetta er eitthvað sem ég vill halda áfram í. Þú hefur þennan hæfileika að ná til fólks og ná tengingu við það og gæti ég ekki þakkað þér nóg fyrir það sem þú hefur kennt mér og gefið mér algjörlega aðra sýn á lífið.
Þessi þerapía hefur haft mikil áhrif á mig og finn ég gríðarlegan mun á mér og hefur fólk verið að minnast á það við mig hvað ég er orðin miklu bjartari enn ég var. Þetta er klárlega eitthvað sem ég mun nýta mér til æviloka og er þetta besta gjöf sem ég hef fengið í mínu lífi“
-Nafnlaust 
,,Þerapían hjá Önnu Guðnýju er 100% þess virði. Það eina sem ég sé eftir er að hafa verið svona lengi að íhuga þetta. Hefði átt að vera löngu búin að slá til því lífið mitt hefur tekið svo miklum jákvæðum breytingum. Ég hef tekið 360° beygju í svo mörgu. Hef tekið eftir því að hvaða leiti ég var að halda aftur af mér í að líða betur án þess að ég vissi það. Ég hef náð að spotta gamlar venjur í samskiptum við sjálfa mig sem hafa haldið aftur af mér og ég hef fundið leiðir til að lyfta mér á hærra plan. Ég get ekki sagt að ég sé orðin “læknuð” af sjálfsniðurbroti og erfiðu sambandi við sjálfa mig en vá hvað ég skil það vel núna hvernig það er að halda aftur af mér. Ég er komin með ný verkfæri í verkfærakistuna sem ég finn hvað það gerir mér gott að nota og ég er 100% tilbúin að sinna þessu betur. Þetta er að mínu mati eilífðar vinna. En leiðsögnin sem ég hef fengið frá Önnu Guðnýju er ómetanleg og hefur gert mér kleyft að komast svo mikklu lengra heldur en mér óraði fyrir. Óháð þessu prógrammi sem hún er með er Anna Guðný líka bara svo yndisleg og falleg sál. Hún hefur svo góða nærveru og umhverfið sem hún býður manni í er þess megnugt að maður er tilbúin að treysta henni svo vel. Hún sýnir 100% metnað í því sem hún er að gera og gerir það svo ótrúlega vel. Talandi um manneskju sem er á réttri hillu í lífinu… vá! Hún er alveg nákvæmlega þar sem hún á að vera og að hafa kynnst henni hefur haft dásamleg ahrif á líf mitt. Takk fyrir mig elsku Anna Guðný <3“
-Sandra Sif Stefánsdóttir
Hafðu samband

Ekki hika við að senda mér línu á anna@heilsaogvellidan.com ef að þú vilt taka fyrsta skrefið í átt að læra að elska þig með því að skrá þig í þessa mögnuðu þerapíu. Eins er þér meira en velkomið að senda á mig spurningar ef þú hefur einhverjar.