Flokkur

Njóttu

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis

Unaðslegir karamellubitar

Ég ELSKA að eiga eitthvað næringarríkt gotterí í frystinum til að gæða mér á með heitum drykk á köldum dögum. Þannig stundir næra sálina mína svo mikið og það er svo dásamlegt að virkilega njóta góðgætis sem maður bjó til sjálfur. Ennþá betra er að deila góðgætinu með þeim sem þú elskar! En allt svona góðgæti útbý ég sjálf því ég vil að það sé laust við unna sætu og sé laust við bæði glúten & mjólkurvörur. Einnig er það…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Brauðið sem bætir allt og kætir

Er eitthvað betra en heitt nýbakað brauð sem vermir manni alveg inn að hjartarótum? Sjálf var ég veik heima um daginn og leiddist óbærilega mikið. Ég kíkti hvað ég átti til í skápunum og fór að hugsa hvað ég gæti gert sniðugt. Þá fæddist þessi uppskrift og það besta var, að hún heppnaðist í fyrstu tilraun! Sem er smá svona eins og að vinna í lottóinu hjá uppskriftarskapara. Allar uppskriftir koma svona til mín, sem hugmynd sem ég bara VERÐ…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Heimagerð vegan páskaegg með “mjólkur“súkkulaði

Nú þegar styttist í páskahátíðina fannst mér tilvalið að deila með ykkur uppskrift að heimagerðum páskaeggjum sem eru bæði laus við unna sætu og mjólkurvörur. Ég ákvað að fara að tilraunast í eldhúsinu og útbúa mitt eigið páskaegg. Þetta súkkulaði er með þeim betri sem ég hef gert og mun það eflaust verða til í frystinum reglulega hjá mér hér eftir. Það minnir bara heilmikið á þetta hefðbundna páskaeggjamjólkursúkkulaði og er það besta sem ég hef smakkað! Ástæðan fyrir því…

Lesa meira

Njóttu

9 skotheldar & einfaldar sumaruppskriftir

Þegar heitara er í veðri og algengt er að maður sé meira úti að upplifa, eiga nærandi hittinga með fólkinu sínu og ferðast um landið – vill oft gleymast að næra sig almennilega. Það eru ekki svo mörg ár síðan að yfir sumartímann fór mataræðið mitt alltaf í algjört bull. Ég gleymdi að huga að því að næra mig vel, greip meira í skyndiorku og var þ.a.l. orkulaus og þreytt. Sem varð að vítahring sem erfitt var að komast upp…

Lesa meira

Featured Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Frískandi sumarsalat

Salöt geta vel verið girnileg, djúsí og bragðgóð. OG! Það er vel hægt að verða saddur/södd af salati. Það eina sem þú þarft að hafa í huga er að gera salatið spennandi fyrir bragðlaukana þína og augun þín. Mér finnst mikilvægt að salatið mitt sé litríkt og ég fái vatn í munninn við að horfa á það. Það besta er svo að það er leikur einn að gera þetta á þann hátt sem nærir líkama og sál. Það er mjög…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Melónuíspinnar

Það að gera holla íspinna er svo ótrúlega einfalt, fljótlegt og þægilegt. Ég mæli svo mikið með að eiga til heilnæma íspinna í frystinum allan ársins hring, það kemur sér allavega alltaf vel fyrir bæði mig og son minn. Við fáum okkur oft íspinna eftir skóla hjá honum og svo finnst okkur mjög skemmtilegt að fá okkur þá í forrétt í morgunmat um helgar. Einnig smellpassa þeir auðvitað í afmæli, veislur eða í kósýkvöldið. Það er mjög einfalt að útbúa…

Lesa meira

Njóttu

Mínar uppáhalds páskauppskriftir

Nú þegar að páskahátíðin fer að renna í hlað þá langar mig svo mikið að deila með þér mínum uppáhalds páskauppskriftum til þess að gera hátíðina ennþá bragðbetri, næringarríkari og gleðilegri. Það hefur reynst mér mjög kærkomið að hafa fyrir því að gera t.d. mínar eigin kökur, mat og nammi yfir páskahátíðina til þess að halda áfram góðu jafnvægi og vellíðan. En það hefur alls ekki alltaf verið þannig og hef ég lært með reynslunni að þetta er lykilatriði fyrir…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Næring í skál, fyrir líkama & sál

Líf mitt varð svo miklu einfaldara þegar ég hætti að spyrja sjálfa mig að því hvað ég ætti að hafa í matinn. Þetta var spurning sem ég spurði sjálf móður mína mjög snemma dags mögulega alla daga í æsku því ég var alltaf svo spennt hvað yrði fyrir valinu, enda elskaði ég (og geri enn) að borða góðan mat. Núna þegar ég er sjálf með heimili að þá áttaði ég mig á því með tímanum að það sem að er…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Grænn & frískandi

Það er mikilvægt að huga vel að því að fá nóg af grænni næringu allt árið um kring. Á kaldari mánuðunum hér heima þá minnkar löngunin gjarnan í fersk salöt og þá er bráðsnjallt að setja salatið sitt í frískandi drykki og fá það inn í kerfið sitt þannig. Regluleg neysla á grænum káltegundum er talið hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og minnka eða koma í veg fyrir bólgur í líkamanum. Mér persónulega finnst mjög gott að gera mér græna…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Unaðslegt kínóasalat

Hvað er betra en salat sem er djúsí, bragðgott og færir manni þægilega seddutilfinningu? Það er allavega fátt betra að mínu mati. Það skiptir svo miklu máli fyrir almennt heilbrigði og vellíðan að hlúa vel að því að borða holla og næringarríka fæðu. Lykilatriði til þess að það verði að auðveldri rútínu og lífsstíl er að hafa mataræðið fjölbreytt, girnilegt og mjög mjög mjööög bragðgott! Að vera opin/n fyrir því að prufa nýjar uppskriftir, festast ekki í því sama og…

Lesa meira