Flokkur

Elskaðu

Elskaðu Húðina

Umhverfisvænu bambusplástrarnir frá PATCH

Þegar að ég varð móðir þá varð ég strax mjög meðvituð um að allt sem færi á húð barnsins míns yrði að vera sem náttúrulegast og án allra eiturefna. Ég notaði t.d. taubleyjur, heimagerða blautklúta og lífræna kókosolíu í stað hefðbundna krema. Þetta skipti mig þá, og enn þann dag í dag, hjartans máli enda er húðin okkar stærsta líffæri og allt sem við setjum á hana fer beint út í blóðrásina okkar og hefur áhrif á líkamsstarfsemina. Maður vill…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Nærandi húðvörur frá Angan

Það skiptir mig mjög miklu máli að nota aðeins hágæða vörur á húðina en húðin er stærsta líffærið okkar og allt sem við berum á hana á mjög greiðan aðgang inn í líkama okkar. Ég var því mjög spennt að fá það dýrmæta tækifæri að prufa hreinu húðvörurnar frá Angan og er ég mjög spennt að deila hér reynslu minni með ykkur. Þetta eru mjög gæðamiklar vörur og hef ég farið með þær eins og algjört gull eftir að ég…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Hreinu snyrtivörurnar frá RMS Beauty

Fyrir nokkrum árum fór ég að finna fyrir einkennum af snyrtivörum. Ég varð þurr, rauð, verkjuð og glansandi í augunum. Þetta leiddi til þess að ég fór að skoða mikilvægi þess að velja hreinar og gæðamiklar snyrtivörur. Á síðustu árum hef ég prufað mörg eiturefnaminni snyrtivörumerki og alltaf stendur vörumerkið; RMS Beauty upp úr. En ég hef notað það í u.þ.b. 5 ár núna. Ég hef bloggað um þær áður en það var orðið löngu tímabært að gera nýja &…

Lesa meira

Elskaðu Umhverfið

Er líða fer að jólum

Nú þegar að styttist óðum í jólin langar mig að biðja þig um að staldra aðeins við og endurskoða tilgang jólanna og neysluna sem fylgir þeim.   Flest okkar tengja jólahátíðina við það að gefa og fá pakka. Í barnæsku mat maður það jafnvel sem svo að þeir sem gáfu manni dýrustu gjafirnar hlytu að elska mann mest. Sem að bæði ég og þú vitum að er langt frá sannleikanum. En samt hef ég undanfarin ár alltaf verið að rembast…

Lesa meira

Elskaðu Umhverfið

Umhverfisvænu gæðaleikföngin frá Plan toys

Þegar að ég eignaðist yndislega strákinn minn, hann Hinrik Berg, fór ég mikið að hugsa út í barnaleikföng og efnivið þeirra. Þegar að börn eru sem minnst þá enda leikföngin oftar en ekki í munninum á þeim og ég vildi alls ekki að hann væri að naga eitthvað plastdrasl sem innihéldi einhver óæskileg efni. En það er nógu erfitt að sporna við plasti í daglegu lífi og því algjör óþarfi að fylla barnaherbergið af því líka. Þessi sérviska mín á…

Lesa meira

Elskaðu Húðina Umhverfið

Umhverfisvænni&eiturefnalaus hárþvottur

Ég hef ekki alltaf verið meðvituð um hvaða snyrtivörur ég nota. Hér áður fyrr keypti ég bara eitthvað sjampó út í búð, skellti því í hausinn á mér annan hvern dag án þess að pæla neitt frekar í því. En vissir þú að í sjampói sem og öðrum snyrtivörum leynast ýmis eiturefni sem að hafa skaðleg áhrif á líkamsstarfsemina okkar? Ekki nóg með það heldur fer sjampóið beina leið út í sjó eftir að hafa komið við í hárinu okkar…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Íslenska snyrtivörumerkið rå oils

Ég er mjög kröfuhörð á snyrtivörur og ber ekkert á mig nema mjög hreinar & gæðamiklar snyrtivörur. Líkt og á matvörum les ég á innihaldslýsinguna á snyrtivörum og vil ég sjá þar fá innihaldsefni sem að ég þekki. En allt sem að við látum á húðina, okkar stærsta líffæri, fer beint inn í blóðrásina sem að hefur að sjálfsögðu áhrif á líkamsstarfsemina okkar. Þegar að ég frétti af íslenska snyrtivörumerkinu rå oils varð ég því eðlilega mjög spennt og er ég…

Lesa meira

Elskaðu Húðina Umhverfið

Er lífrænn klæðnaður málið fyrir börnin?

Eins og það er mér mikilvægt að kaupa inn lífrænt í matinn þá hafði ekki hvarflað að mér að það væri eitthvað sem ég þyrfti að huga að í fatainnkaupum. Þegar ég var ólétt af Hinriki Berg rakst ég oft á lífræn barnaföt sem fékk mig til að leiða hugann að því hvað væri það besta fyrir litla kroppa. Eftir að hafa lesið mér síðan til um hvað það þýði að versla lífræn föt, og hvort það sé sölubrella eða ekki,…

Lesa meira

Elskaðu Húðina Umhverfið

Búðu til þínar eigin blautþurrkur

Þegar að maður undirbýr komu fyrsta barnsins síns vill maður gera allt 100% rétt og er mikið sem maður les sér til um. Eitt af því sem ég ákvað á meðgöngunni var að ég syldi hafa barnið mitt á taubleyjum og að ég myndi gera heimatilbúnar blautþurrkur. Af hverju? Ég hef orðið fyrir mikilli vakningu sjálf hvað varðar snyrtivörur og læt því ekki neitt á mig nema að ég sé örugg um að varan innihaldi engin skaðleg efni. Húðin er…

Lesa meira

Elskaðu Umhverfið

Af hverju taubleyjur?

Ef einhver hefði nefnt taubleyjur við mig fyrir nokkrum árum hefði ég grett mig og sagt ,,ojj, en ógeðslegt”. Ég var með þá ranghugmynd í hausnum að foreldrar sem notuðu taubleyjur á börnin sín væru með hendurnar í kúk allan daginn. Ég veit ekki af hverju, en þegar ég var ólétt af Hinriki Berg var ég alveg harðákveðin í að nota taubleyjur. Ég þekkti engan sem hafði notað þær og var þetta því algjörlega nýtt fyrir mér. En þrátt fyrir það…

Lesa meira