All Posts By

heilsaogvellidan

Netnámskeiðið Gleym þér ei – 6 vikna námskeið frá 4. sept – 15. okt

Elsku hjartans gull af manneskju, Mig langar svo ofboðslega að grípa þig núna og aðstoða þig við að setja þig og þína heilsu meira í forgang. Það er svo ofboðslega algengt að eftir sumarfríið að við ætlum okkur um of og tökum 30 skref áfram í lífsstílsbreytingum í einu skrefi sem endar svo á því að við tökum 50 skref til baka og gefumst upp. Einnig eigum við það til að drekkja okkur í verkefnum, hittingum, skyldum, markmiðum og vinnu…

Lesa meira

Netnámskeiðið Endurnærðu þig

6 mánaða netnámskeið þar sem þú munt fá öll þau tól sem að þú þarft til að endurnæra huga, líkama og sál með heilnæmari fæðu, sjálfsrækt og hreyfingu. Fyrirkomulag netnámskeiðsins Höfundur námskeiðsins:  Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi Ég var aðeins 17 ára gömul þegar ég þurfti að taka stóra u-beygju í mataræðinu og hreinsa til.  Í framhaldinu sá ég einnig hversu stórt hlutverk andlegi þátturinn spilaði á mína líðan og vann ég mikið í sjálfri mér. Þetta tvennt hefur orðið að…

Lesa meira

Næringarríkt mataruppeldi

Sjálf á ég yndislegan strák sem að er 6 ára þegar að ég skrifa þessa grein. Frá fæðingu hefur það verið mér hjartans mál að gefa honum holla fæðu á sem girnilegastan máta og mögulegt er. Auðvitað hefur það gífurleg áhrif að þegar að hann kom í heiminn var ég sjálf búin að gera miklar betrumbætingar á eigin mataræði. En mataræði mitt hefur samt breyst heilmikið síðan þá með hlustun á eigin líkama og að vera stöðugt að fræða mig…

Lesa meira

Njóttu

9 skotheldar & einfaldar sumaruppskriftir

Þegar heitara er í veðri og algengt er að maður sé meira úti að upplifa, eiga nærandi hittinga með fólkinu sínu og ferðast um landið – vill oft gleymast að næra sig almennilega. Það eru ekki svo mörg ár síðan að yfir sumartímann fór mataræðið mitt alltaf í algjört bull. Ég gleymdi að huga að því að næra mig vel, greip meira í skyndiorku og var þ.a.l. orkulaus og þreytt. Sem varð að vítahring sem erfitt var að komast upp…

Lesa meira

Andaðu Blómstraðu

Nærandi vellíðunarhelgi á Borgarfirði Eystra 29. september – 2. október

Ég er svo spennt að deila því með þér að helgina 29. september – 2. október býð ég upp á nærandi vellíðunarhelgi á Borgarfirði Eystra. Þessi helgi er sérstaklega hugsuð til þess að hjálpa konum að næra bæði líkama og sál burt frá daglegu amstri. Að virkilega fylla á orkutankinn sinn og það á mínum uppáhaldsstað þar sem náttúran skartar sínu fegursta. En sjálf fer ég reglulega á Borgarfjörð Eystra til að hlaða mig upp af þeirri mögnuðu orku sem…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Frískandi sumarsalat

Salöt geta vel verið girnileg, djúsí og bragðgóð. OG! Það er vel hægt að verða saddur/södd af salati. Það eina sem þú þarft að hafa í huga er að gera salatið spennandi fyrir bragðlaukana þína og augun þín. Mér finnst mikilvægt að salatið mitt sé litríkt og ég fái vatn í munninn við að horfa á það. Það besta er svo að það er leikur einn að gera þetta á þann hátt sem nærir líkama og sál. Það er mjög…

Lesa meira

Andaðu

Alltaf í tengingu en samt svo ótengd

Í hraða nútímasamfélags, þar sem að auðvelt er að gleyma sér í hamsturshjóli lífsins og hoppa stöðugt frá einu atriði í annað, hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hægja á og skoða hvað er það sem skiptir virkilega máli. Margir eru að glíma við einkenni kulnunar, kvíða, streitu og svefnleysis sem má að einhverju leyti, ef ekki öllu, rekja til þess að flestir eru með of marga bolta á lofti í einu og hversu ótengd við erum sjálfum okkur og…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Melónuíspinnar

Það að gera holla íspinna er svo ótrúlega einfalt, fljótlegt og þægilegt. Ég mæli svo mikið með að eiga til heilnæma íspinna í frystinum allan ársins hring, það kemur sér allavega alltaf vel fyrir bæði mig og son minn. Við fáum okkur oft íspinna eftir skóla hjá honum og svo finnst okkur mjög skemmtilegt að fá okkur þá í forrétt í morgunmat um helgar. Einnig smellpassa þeir auðvitað í afmæli, veislur eða í kósýkvöldið. Það er mjög einfalt að útbúa…

Lesa meira

Njóttu

Mínar uppáhalds páskauppskriftir

Nú þegar að páskahátíðin fer að renna í hlað þá langar mig svo mikið að deila með þér mínum uppáhalds páskauppskriftum til þess að gera hátíðina ennþá bragðbetri, næringarríkari og gleðilegri. Það hefur reynst mér mjög kærkomið að hafa fyrir því að gera t.d. mínar eigin kökur, mat og nammi yfir páskahátíðina til þess að halda áfram góðu jafnvægi og vellíðan. En það hefur alls ekki alltaf verið þannig og hef ég lært með reynslunni að þetta er lykilatriði fyrir…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Næring í skál, fyrir líkama & sál

Líf mitt varð svo miklu einfaldara þegar ég hætti að spyrja sjálfa mig að því hvað ég ætti að hafa í matinn. Þetta var spurning sem ég spurði sjálf móður mína mjög snemma dags mögulega alla daga í æsku því ég var alltaf svo spennt hvað yrði fyrir valinu, enda elskaði ég (og geri enn) að borða góðan mat. Núna þegar ég er sjálf með heimili að þá áttaði ég mig á því með tímanum að það sem að er…

Lesa meira