6 mánaða netnámskeið þar sem þú munt fá öll þau tól sem að þú þarft til að endurnæra huga, líkama og sál með heilnæmari fæðu, sjálfsrækt og hreyfingu.
Fyrirkomulag netnámskeiðsins
Í tölvunni hjá þér Ertu með þétta dagskrá og áttu erfitt með að mæta á námskeið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma? Á þessu námskeiði þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því þar sem það fer fram í tölvunni þinni. Þú getur setið námskeiðið hvar sem er í heiminum á þeim tíma sem hentar þér.
Myndbandsefni Námskeiðsefnið fer aðallega fram á myndbandaformi. Bæði munt þú fá fræðslu er varðar andlega og líkamlega heilsu ásamt því að læra hvernig þú getur útbúið nærandi mat heima í eldhúsinu hjá þér.
Verkefni Í hverjum mánuði færð þú verkefni sem snúa að líkamlegri og andlegri heilsu þinni. Markmiðið er að þú takir lítil, geranleg skref sem verða auðveldlega varanlegur partur af lífsstíl þínum.
6 mánuðir Námskeiðið er engin skyndilausn né megrunarkúr heldur einmitt hannað til þess að hollt mataræði og sjálfsumhyggja verði auðveldlega partur af þínum lífsstíl. Mikil áhersla er lögð á að taka lítil og geranleg skref í einu.
Sjálfsmildi Á námskeiðinu fer ég inn á mikilvægi þess að þú hugsir fallega um þig og ræktir samband þitt við þig. Mikil áhersla er lögð á að hlúa vel að andlegu heilsunni, hafa hugann rétt stilltan og að hafa þolinmæði í eigin garð. Einnig er sérhönnuð hugleiðsla í hverjum mánuði sem að er á myndbandaformi.
Hreint mataræði Ég mun aðstoða þig við að taka lítil geranleg skref er varða mataræðið. Þú færð öll tól til þess að hreinsa mataræðið af glúteni, mjólkurvörum og unnum sykri á sem þægilegastan hátt. En þessar fæðutegundir eru þekktir óþolsvaldar og getur verið magnað að sjá áhrifin sem fylgja því að taka þessar fæðutegundir út.
Allar uppskriftir námskeiðsins eru plöntumiðaðar en það er þó engin skylda að taka út allar dýraafurðir; getur alltaf bætt þeim við uppskriftirnar ef líkaminn þinn kallar á það.
Höfundur námskeiðsins:
Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi
Ég var aðeins 17 ára gömul þegar ég þurfti að taka stóra u-beygju í mataræðinu og hreinsa til. Í framhaldinu sá ég einnig hversu stórt hlutverk andlegi þátturinn spilaði á mína líðan og vann ég mikið í sjálfri mér. Þetta tvennt hefur orðið að mikilli ástríðu hjá mér og hef ég lokið námi í heilsumarkþjálfun ásamt því að kenna þerapíuna; Lærðu að elska þig.
Í dag vil ég ekkert heitar en að hjálpa fólki að líða vel bæði á líkama og sál. Mig langar að sýna þér að það er hægt að líða stórkostlega með því að hlúa að þér með hollri fæðu og andlegri næringu. Það þarf alls ekki að vera flókið né erfitt. Aðalatriðið er að gera það í litlum og geranlegum skrefum. Þetta netnámskeið er því útpælt til þess að hálpa sem flestum að endurnæra sig; andlega og líkamlega.
Umsagnir frá þáttakendum Netnámskeiðsins:
Hvað er innifalið?
Fróðleikur frá mér á myndbandaformi í hverjum mánuði.
Mánaðarleg verkefni sem snú m.a. að hreyfingu, mataræði, hugarfari og sjálfsrækt.
Uppskriftarmyndbönd þar sem ég kenni þér að útbúa holla og girnilega fæðu á auðveldan máta. Einnig fylgir rafræna uppskriftarbókin mín; Njóttu með.
Mánaðarlega hugleiðslu á myndbandaformi sem er sérhönnuð til þess að hausinn sé rétt stilltur í verkefni mánaðarins.
Reglulega hvatningu og fróðleik frá mér í gegnum tölvupóst.
Mikinn stuðning, hvatningu og persónulega ráðgjöf frá mér í gegnum vikulega spurningalista.
Þú færð aðgang að námskeiðinu innan 24 klst. frá því að greiðsla hefur borist.
Greiðslufyrirkomulag
-88.888 kr. staðgreitt
Einnig býð ég upp á greiðsludreifingu á kreditkort hjá kortafyrirtækinu KORTA sem hljómar svona: – 17.000 kr. á mánuði í 6 mánuði – 32.000 kr. á mánuði í 3 mánuði Það er ódýrast að staðgreiða námskeiðið. Endilega hafðu samband við mig á anna@heilsaogvellidan.com til þess að greiðsludreifa.
Ertu nú þegar á námskeiðinu? Hér skráir þú þig inn.