Netnámskeiðið; Endurnærðu þig

6 mánaða netnámskeið þar sem þú munt fá öll þau tól sem að þú þarft til að endurnæra huga, líkama og sál með heilnæmari fæðu, sjálfsrækt og hreyfingu.

Fyrirkomulag netnámskeiðsins

  • Í tölvunni hjá þér
    Ertu með þétta dagskrá og áttu erfitt með að mæta á námskeið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma? Á þessu námskeiði þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því þar sem það fer fram í tölvunni þinni. Þú getur setið námskeiðið hvar sem er í heiminum á þeim tíma sem hentar þér.
  • Myndbandsefni
    Námskeiðsefnið fer aðallega fram á myndbandaformi. Bæði munt þú fá fræðslu er varðar andlega og líkamlega heilsu ásamt því að læra hvernig þú getur útbúið nærandi mat heima í eldhúsinu hjá þér.
  • Verkefni
    Í hverjum mánuði færð þú verkefni sem snúa að líkamlegri og andlegri heilsu þinni. Markmiðið er að þú takir lítil, geranleg skref sem verða auðveldlega varanlegur partur af lífsstíl þínum.
  • 6 mánuðir
    Námskeiðið er engin skyndilausn né megrunarkúr heldur einmitt hannað til þess að hollt mataræði og sjálfsumhyggja verði auðveldlega partur af þínum lífsstíl. Mikil áhersla er lögð á að taka lítil og geranleg skref í einu.
  • Sjálfsmildi
    Á námskeiðinu fer ég inn á mikilvægi þess að þú hugsir fallega um þig og ræktir samband þitt við þig. Mikil áhersla er lögð á að hlúa vel að andlegu heilsunni, hafa hugann rétt stilltan og að hafa þolinmæði í eigin garð. Einnig er sérhönnuð hugleiðsla í hverjum mánuði sem að er á myndbandaformi.
  • Hreint mataræði
    Ég mun aðstoða þig við að taka lítil geranleg skref er varða mataræðið. Þú færð öll tól til þess að hreinsa mataræðið af glúteni, mjólkurvörum og unnum sykri á sem þægilegastan hátt. En þessar fæðutegundir eru þekktir óþolsvaldar og getur verið magnað að sjá áhrifin sem fylgja því að taka þessar fæðutegundir út.

    Allar uppskriftir námskeiðsins eru plöntumiðaðar en það er þó engin skylda að taka út allar dýraafurðir; getur alltaf bætt þeim við uppskriftirnar ef líkaminn þinn kallar á það.
     

Höfundur námskeiðsins: 

Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi

Ég var aðeins 17 ára gömul þegar ég þurfti að taka stóra u-beygju í mataræðinu og hreinsa til.  Í framhaldinu sá ég einnig hversu stórt hlutverk andlegi þátturinn spilaði á mína líðan og vann ég mikið í sjálfri mér. Þetta tvennt hefur orðið að mikilli ástríðu hjá mér og hef ég lokið námi í heilsumarkþjálfun ásamt því að kenna þerapíuna; Lærðu að elska þig.

Í dag vil ég ekkert heitar en að hjálpa fólki að líða vel bæði á líkama og sál. Mig langar að sýna þér að það er hægt að líða stórkostlega með því að hlúa að þér með hollri fæðu og andlegri næringu. Það þarf alls ekki að vera flókið né erfitt. Aðalatriðið er að gera það í litlum og geranlegum skrefum. Þetta netnámskeið er því útpælt til þess að hálpa sem flestum að endurnæra sig; andlega og líkamlega.

Umsagnir frá þáttakendum Netnámskeiðsins:

,,Anna er svo mikil gjöf og þetta námskeið er fullt af verkfærum sem ég mun nýta það sem eftir er. Að fá tölvupósta svona reglulega, verkefni í hverri viku og aðgengi að myndböndunum hvenær sem er er ekkert smá gott plús uppskriftabók! Svo er þetta líka allt svo vel unnið og greinilega mikil vinna að baki. Svo skaðar ekki hversu einlæg Anna er bæði í myndböndunum og í skrifum. Takk takk takk!“

-Sólveig Kristín Björgólfsdóttir

,,Námskeiðið er frábært í alla staði og hefur veitt mér mikinn innblástur til að hlúa betur að sjálfri mér. Fróðleikur, uppskriftir og persónulegur stuðningur frá Önnu Guðnýju gerir námskeiðið eitt það allra besta sem ég hef prófað! Mér líður betur andlega en einnig líkamlega. Ég hef tekið til í mataræðinu mínu, ég sef betur, finn meiri frið & ró innra með mér og líður betur í bakinu. Einnig er ég mun meðvitaðari um hvaða fæða veitir mér vellíðan og hvað það er sem gefur mér lífsfyllingu. Anna Guðný og hennar einstaka umhyggja, natni og skilningur er ákaflega hvetjandi og skín í gegn hve mikið hún brennur fyrir viðfangsefninu. Ég mæli heilshugar með námskeiðinu fyrir þá sem hafa hug á því að vinna með sjálfa sig í víðu samhengi. Takk innilega fyrir frábært námskeið elsku Anna Guðný”

-Nanna

“Áður en ég kynntist Önnu Guðnýju og námskeiðinu hennar, var ég ekki meira en skugginn af sjálfri mér. Óvirkur þátttakandi í eigin lífi og þjökuð af stoð- og vöðvaverkjum, svefn- og lystarleysi sem og andlegri vanlíðan og fullkomnu orkuleysi. Ég var komin á þann stað að ég sætta mig við að líkamleg og andleg heilsa mín myndi ekki skána!
Aldrei hefði mig grunað framfarirnar sem hafa átt sér stað eftir að Anna Guðný veitti mér aðgang að verkfærakistu sinni að heilnæmara lífi! Almenn heilsa mín hefur aldrei tekið jafn örum breytingum. Þetta snýst ekki um boð og bönn né dúndra í einhvern formfastan öfgakenndan lífstíl. Tilgangurinn er koma til meðvitundar um hvað hentar líkama og sál hvers og eins sem best. Hvað ÞÚ getur gert til að minnka t.d. bakverkinn, bæta meltinguna, orkuna, hafa betri tök á kvíðanum, húðinni og svo ótal, ótal fleiru!“

-Þáttakandi á netnámskeiðinu

,,Netnámskeiðið hjá Önnu Guðnýju, Endurnærðu þig, er unnið að mikilli ástríðu og vandvirkni hennar. Anna Guðný er gyðja uppfull af fróðleik um andlega og líkamlega heilsu. Námskeiðið er því fullt af fróðleik og verkfærum sem hjálpa mér til að verða betri ég, læra að hugsa betur um mig og hlúa að mér. Efnið er vel sett fram í skrefum og ákveðin markmið í hverjum mánuði. Því er fylgt eftir með reglulegum póstum, skrifum og verkefnum frá Önnu sem eru mjög hvetjandi og nærandi fyrir sál og líkama. Persónulegur stuðningur í gegnum vikulega spurningalista er mjög nærandi og mér líður alltaf miklu miklu betur þegar ég hef heyrt frá henni í gegnum þá. Hlýja, kærleikur, ástríða, vinnusemi og vandvirkni er 100% til staðar og ég mun alla tíð búa að fróðleik hennar þeim fræjum sem hún sáir stanslaust. Takk fyrir mig elsku Anna Guðný þú ert gull“ 

-Anna Kristín Gunnarsdóttir

,,Ég skráði mig á netnámskeiðið Endurnærðu þig því mig langaði að borða hollari mat. Það eru svo misvísandi upplýsingar um hollan lífstíl og ég vissi ekki hvort ég ætti að stíga til hægri eða vinstri. Ég vissi að þetta væru lítil skref enda 6 mánaða námskeið. Þau skref sem ég er búin að taka hafa verið auðveld og þægileg. Það sem kom mér mest á óvart var utanumhaldið. Ég fæ spurningalista vikulega þar sem ég svara hvernig gengur og get spurt um allt milli himins og jarðar. Annað sem kom mér á óvart var lestrarlistinn. Það er mælt með bókum og bíómyndum sem eru æðislegar og allir ættu að lesa og horfa á. Mikil áhersla lögð á andlega vellíðan og jákvæðni. Takk fyrir mig“

-Þáttakandi á námskeiðinu

,,Námskeiðið Endurnærðu þig hefur gert mjög mikið fyrir mig og hjálpað mér í þeirri vegferð sem sjálfsvinnan er. Þetta snýst ekki einungis um mataræði heldur er þetta töluverð sjálfsvinna, eða getur verið það ef þú vilt. Það sem ég tek helst út úr þessu námskeiði varðandi mataræðið er það að vera meðvituð um hvernig matur lætur mér líða. Ef mér líður illa eftir einhvern mat að þá einblíni ég á þá tilfinningu og þá langar mig sjaldnast í þann mat aftur. Ef mér líður hins vegar vel að þá tek ég vel eftir þeirri tilfinningu og langar frekar í þann mat aftur. Einnig fær maður fullt af góðum uppskriftum, og alls konar verkfæri sem hjálpa manni í þessu ferli og ég veit að ég mun leita í þau aftur og aftur. Í hverri viku fær maður spurningalista sem er fylltur út og sendur til baka. Anna Guðný er náttúrulega bara yndisleg og að fá svörin frá henni við spurningalistanum gerðu ótrúlega mikið fyrir mig því oft fannst mér ég ekki vera að “standa mig” eða gera nógu vel en alltaf kom hún með falleg orð og styrkingu til baka. Ég er virkilega þakklát fyrir það sem ég lærði og sé sko ekki eftir að hafa skráð mig.“

-Lilja Sigurðardóttir

,,Námskeiðið Endurnærðu þig hjá Önnu Guðnýju er frábært námskeið á allan hátt. Allt svo vel upp sett og greinilega mikill metnaður sem hún hefur lagt í það. Þetta er búið að gera svo mikið fyrir mig bæði líkamlega og andlega. Það er svo frábært hvað hún hvetur mann á svo jákvæðan og uppbyggilegan hátt sem verður til þess að þó maður fari útaf sporinu þá er svo auðvelt að komast aftur inná sporið. Andlega líðanin mín er orðin svo miklu betri hjá mér, ég er loksins farin að elska sjálfa mig, setja mig í 1.sæti og hlúa að sjálfri mér með hreyfingu, mataræði og hugleiðslu.
Anna Guðný er svo mikill gullmoli og ég mæli 100% með þessu námskeiði hjá henni hvort sem þú þarft að bæta andlega eða líkamlega líðan þína eða bara að elska sjálfa/n þig.“

Þáttakandi á námskeiðinu

,,Nú er ég búin að vera á námskeiðinu Endurnærðu þig í sex mánuði. Það er smá söknuður að þetta sé búið. Fá ekki svör og pepp frá þér í hverri viku þegar ég er búin að svara spurningalista um hvernig gengur hjá mér. En eftir þetta námskeið er ég miklu meðvitaðari um mataræðið. Og man að ég er að reyna forðast glúten, mjólkur vörur og sykur. Tekst ekki alltaf, en er mjög meðvituð. Borða miklu meira af ávöxtum, grænmeti og ferskum söfnum sem ég bý til. Er líka búin að læra fullt af nýjum góðum uppskriftum. Mikil áherslu hefur verið lögð á andlega líðan og hreyfingu. Búin að lesa góðar bækur sem mælt hefur verið með og kvikmyndir líka sem gera öllum gott. Þakklætisdagbók og hugleiðsla eru nú orðin partur af mínum degi. Ég veit hvað ég þarf að gera fyrir andlegu hliðina svo mér líður vel. Ég þarf að taka tíma fyrir mig og annað getur beðið. Ekki eins stressuð, kvíðin og pirruð.
Allt er viðráðanlegra þegar maður tekur sér tíma og hugsar um sjálfan sig.“

Þáttakandi á námskeiðinu

,,Það kemur mér virkilega á óvart hvað netnámskeiðið er áhrifamikið, langt umfram það sem ég átti von á. Mataræðis- breytingarnar hafa haft veruleg áhrif á mig og eru komnar til að vera. Mér líður vel með það sem ég borða og besta er að ég er ekkert að hugsa of mikið um það heldur er það svo áreynslulaust. Það finnst mér vera það allra besta. Ég er orkumeiri, á einhvern hátt léttari og allt er auðveldara ásamt því að ég hef meiri styrk, úthald og þol. Það er sérstakt að upplifa & finna hvað samspil næringar, hreyfingar, sjálfsræktar og lítilla raunhæfra skrefa getur breytt miklu. Ég er svo ánægð að hafa kynnst þér og því sem þú hefur fram að færa Anna Guðný. Svo takk þú dásamlega manneskja. Þú ert 100% fagmanneskja og 100% manneskja.

,,Ég hef haft það fyrir reglu að sækja námskeið af þessum toga með reglulegu millibili til að festa í sessi lifnaðarhætti sem ég veit að gera mér gott, en hef engu að síður átt erfitt með að tileinka mér. Ég hef svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum með vinnuframlag Önnu Guðnýjar. Ég tel mig vera vel meðvitaða um virði mitt sem manneskju en engu að síður þá hefur þetta námskeið opnað nýja dyr og bætt einhverju góðu við líf mitt.  Ég hef lengi haft matarást á Önnu Guðnýju og elska uppskriftirnar hennar. Ég mæli heilshugar með þessu námskeiði.“

-Rós Björgvins

,,Þetta námskeið stóðst allar mínar væntingar og meira en það. Það er þægilega uppsett, verkefnin fjölbreytt og spennandi og rafræna uppskriftarbókin stútfull af spennandi og skemmtilegum hugmyndum til að hressa upp á matargerðina.
Anna Guðný hefur einstaklega hlýja nærveru sem auðvelt er að skynja í gegnum persónuleg skrif hennar í vikulegum pepp-póstum sem ég á eftir að sakna. Það að hafa vakandi meðvitund á markmiðum mínum undir handleiðslu hennar hafði lúmskt djúpstæð áhrif á mig og það er skrítin tilhugsun að námskeiðinu sé lokið, en ég finn að ég er vel undirbúin í næstu skref með sjálfri mér eftir að hafa tileinkað mér efni námskeiðisins.
Ég mæli hiklaust með!“ 

-Sigrún Birna

,,Er svo ánægð með þetta námskeið sem ég skráði mig á hjá Önnu Guðnýju, hún hefur yndislega nærveru og svo auðvelt að leita til hennar. Það sem mér finnst um þetta námskeið er hversu eðlilega er farið í hlutina, engir öfgar, þú ert aldrei svangur, sykurþörfin minnkar og ef hún kemur þá ert þú með hollari valkosti sem hægt er að næla sér í. Uppskriftirnar eru þægilegar og allar mjög góðar. Fyrirlestrarnir eru frábærir, svo mikið pepp í þeim að þér finnst að þú getir allt. Hugleiðslurnar eru einnig mjög góðar.
Anna Guðný heldur vel utan um þig og reglulegu póstarnir frá henni eru yndislegir, hlakka alltaf til að lesa þá. Mæli hiklaust með þessu námskeiði“

Sigrún Magnúsdóttir

,,Eitt það besta sem ég hef gert fyrir mig. Námskeiðið tekur á svo mörgum mikilvægum þáttum til að skoða og gera breytingar fyrir heilsu og vellíðan. Þetta samspil af upplýsingum og jákvæðri hvatningu í gegnum allt námskeiðið, framsetningin, góð ráð uppskriftir og innkaupalistar hugleiðslur og svo vikulega utanumhaldið hjálpaði svo mikið til við að finna út hvað ég þurfti að gera og hvað leið ég gæti farið. Það allra besta er að upplifa breytinguna hjá sér finna fyrir meiri orku, meiri ánægju, miklu meiri vellíðan og allt með góðum og jákvæðum stuðningi.
Mér finnst þetta námskeið fyrir alla sem vilja skoða hvernig þeim getur liðið betur og hvernig þeir geta farið að því. Þetta er námskeið sem ég held áfram að byggja ofan á og nota áfram fyrir mig – ég allavega fann mína leið að vellíðan á þessu námskeiði
Enn og aftur takk fyrir mig elsku elsku Anna Guðný, ég á þér margt að þakka og fyrst og fremst fyrir það hvað þú ert góð manneskja og gefur mikið af þér. Þú veist svo margt um það sem að þú ert að segja og hefur sett þessar upplýsingar svo vel fram fyrir aðra til að nota fyrir sig. Það er ómetanlegt að fá að upplifa svona góða hvatningu og stuðning og allt í svo miklu mildi og vináttu, ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað mér finnst þú frábær.“

Lilja Hallbjörnsdóttir

„Netnámskeiðið Endurnærðu þig hefur reynst mér alveg ótrúlega vel á allan hátt. Anna Guðný gefur af sér einstaka hlýju og hefur verið minn allra mesti og besti stuðningsmaður á námskeiðinu. Nákvæmlega það sem ég þurfti og meira til. Fróðleikurinn er settur upp á svo skýran hátt og uppskriftirnar eru dásamlegar! Ef þig langar til að líta betur inn á við, kynnast því og læra hvað það er sem nærir þig á allan heimsins hátt þá gæti ég ekki mælt meira með námskeiðinu Endurnærðu þig. Anna Guðný er ekkert nema dásemd.“

Helga Lára Grétarsdóttir
Hvað er innifalið?
  • Fróðleikur frá mér á myndbandaformi í hverjum mánuði.
  • Mánaðarleg verkefni sem snú m.a. að hreyfingu, mataræði, hugarfari og sjálfsrækt.
  • Uppskriftarmyndbönd þar sem ég kenni þér að útbúa holla og girnilega fæðu á auðveldan máta. Einnig fylgir rafræna uppskriftarbókin mín; Njóttu með.
  • Mánaðarlega hugleiðslu á myndbandaformi sem er sérhönnuð til þess að hausinn sé rétt stilltur í verkefni mánaðarins. 
  • Reglulega hvatningu og fróðleik frá mér í gegnum tölvupóst.
  • Mikinn stuðning, hvatningu og persónulega ráðgjöf frá mér í gegnum vikulega spurningalista.
  • Þú færð aðgang að námskeiðinu innan 24 klst. frá því að greiðsla hefur borist.

Greiðslufyrirkomulag

-88.888 kr. staðgreitt

Einnig býð ég upp á greiðsludreifingu á kreditkort hjá kortafyrirtækinu KORTA sem hljómar svona:
– 17.000 kr. á mánuði í 6 mánuði
 – 32.000 kr. á mánuði í 3 mánuði
Það er ódýrast að staðgreiða námskeiðið.
Endilega hafðu samband við mig á anna@heilsaogvellidan.com til þess að greiðsludreifa.

Ertu nú þegar á námskeiðinu? 
Hér skráir þú þig inn.