Hugsaðu

Frábærir eiginleikar rauðrófna fyrir heilsuna!

16. nóvember, 2015

Þrátt fyrir að rauðrófur innihaldi hátt hlutfall af kolvetnum og mesta sykurinnihaldið af öllu grænmeti geta flestir notið þeirra stökum sinnum og hlotið gagn af. Mér finnst alltaf ótrúlega gaman að lesa mér til um hvaða jákvæðu eiginleikar búa í grænmetinu okkar og er þetta eitthvað sem að allir ættu að kynna sér. Hér fer ég yfir nokkra jákvæðu eignleika sem að rauðrófur búa yfir, þær geta gert magnaða hluti fyrir heilsu okkar. Rauðrófur geta meðal annars:

Lækkað blóðþrýstinginn

Með því að drekka rauðrófusafa getur það hjálpað til við að lækka blóðþrýstinginn. Ein rannsókn komst að því að með því að drekka eitt glas af rauðrófusafa lækkaði slagþrýstingurinn að meðaltali um 4-5 stig. Þessi ávinningur er sennilega vegna nítratsins sem finnst í rauðrófum og breytist síðan í köfnunarefnisoxíð í líkamanum. Köfnunarefnisoxíð, aftur á móti, hjálpar til við að bæði slaka og víkka æðar, bæta blóðflæði og lækka blóðþrýsting.

Aukið þol

Ef þú þarft á aukinni orku að halda til að þrauka út næstu æfingu, gæti verið tilvalið að skella í sig rauðrófusafa. Í einni rannsókn kom fram að þeir sem drukku rauðrófusafa fyrir æfingu gátu æft allt að 16% lengur en þeir sem gerðu það ekki. Þetta er einnig talið tengjast því þegar að nítrat breytist í köfnunaroxíð í líkamanum, sem getur dregið úr súrefniskostnaði lágmarks-styrkleika æfingu og aukið úthaldið fyrir há-styrkleika æfingu.

Barist gegn bólgum í líkamanum

Rauðrófur eru einstök upppretta betaíns, næringarefnis sem hjálpar til við að vernda frumur, prótín og ensím frá álagi í umhverfinu. Það er einnig þekkt fyrir að hjálpa til við að berjast gegn bólgum, vernda innri líffæri, bæta hjarta- og æða starfsemi, auka afköst og er líklegt til að hjálpa við að fyrirbyggja fjölda langvinna sjúkdóma (heimild).

Unnið gegn krabbameini

Öflugu jurtaefnin sem gefa rauðrófum fagurrauða lit sinn geta hjálpað við að bægja frá krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að rauðrófuþykkni minnki æxlismyndun í margvíslegum dýralíkönum þegar það hefur verið gefið í drykkjarvatni. Einnig hefur rauðrófuþykkni verið rannsakað til að meðhöndla bris-, brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbameins í mönnum.

Ríkar af dýrmætum næringarefnum og trefjum

Rauðrófur innihalda hátt hlutfall af C-vítamíni (sem er ónæmis-örvandi), trefjum, og mikilvægum steinefnum eins og kalíum (lífsnauðsynlegt fyrir heilbrigða tauga- og vöðvavirkni) og mangan (sem er gott fyrir beinin, lifur, nýru og bris). Rauðrófur innihalda einnig B vítamín fólat, sem hjálpar við að minnka hættuna á fæðingargöllum.

Stuðlað að afeitrun

Betalín litarefnið í rauðrófum styður við 2. hluta afeitrunarferlis líkamans, sem er þegar að niðurbrotin eiturefni eru bundin við aðrar sameindir svo að þau geta verið skilin út úr líkamanum þínum. Alla tíð hafa rauðrófur verið metnar fyrir afeitrunareiginleika þeirra ásamt því að hjálpa til við að hreinsa blóðið og lifrina.

beetroot-463946_1920

Ekki láta græna hluta rauðrófanna fara framhjá þér

Ekki henda græna hluta rauðrófanna, þetta er á meðal þeirra hollustu hluta plöntunar. Fyrir utan að hann innihaldi mikilvæg næringarefni eins og prótein, fosfór, sink, trefja, B6 vítamín, magnesíum, kalíum, kopar og mangan. Útvegar hann okkur einnig mikilvægt magn af kalki, járni, A- og C vítamíni.

Græni hluti rauðrófunnar hefur meira að segja meira járn en spínat og hærra næringarinnihald en öll rauðrófan. Rannsóknir sýna að græni hluti rauðrófunnar geti m.a. haft mögnuð áhrif á beinþynningu, Alzheimer og ónæmiskerfið. Ef þú kemst í græna hluta rauðrófunnar þá er tilvalið að þrífa hann vel og skella honum í safavélina.

Hvernig er best að nýta sér rauðrófur í mataræðinu?

Mér finnst langbest að skella rauðrófunum í safavélina, þannig fær maður vítamínin úr þeim beint í æð. Eins er líka mjög gott að baka þær með öðru rótargrænmeti og skemmtilegum kryddum. Maður fær ekki alveg jafn mikla næringu og vítamín frá þeim þar eins og í safa, en voða góðar bakaðar engu að síður.

Heimild

http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2014/01/25/beets-health-benefits.aspx

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply