Hugsaðu

Láttu ekki blekkja þig

6. október, 2015

Segjum sem svo að þú sért að versla í matinn og þú standir í morgunkornadeildinni þar sem úrvalið er gríðarlegt. Þú vilt ekki kaupa sykrað morgunkorn eins og t.d. Lucky Charms eða Cocoa Puffs, heldur eitthvað hollt og gott fyrir barnið þitt. Þú rekur augun í morgunkornspakka þar sem stendur ,,100% Natural’’ ásamt því að það er mynd af sveitabæ á pakkanum. Kaupir þú þetta morgunkorn?

Hvað þýðir að varan sé ,,náttúruleg”?

Flestir myndu kaupa þetta morgunkorn í þessum aðstæðum enda stendur að varan sé 100% náttúruleg sem lætur mann að sjálfsögðu halda að hún sé hollur valkostur. Þó að matvara sé merkt sem 100% Natural, Natural, All natural ingredients o.s.frv. þýðir það ekki endilega að varan sé holl og góð fyrir mann. Sannleikurinn er oft sá að matvörur sem eru merktar með slíkum staðhæfingum hafa oft eitthvað að fela. Þær geta t.d. innihaldið vaxtarhormón, sýklalyf, varnarefni, verið erfðabreyttar og mikið unnar. Með því að merkja vöruna sem náttúrulega eykst salan á henni með því að ljúga að neytendanum.

Er þetta leyfilegt?

Á heimsíðu FDA (Food and Drug Administration) kemur fram; ,, Frá matvælafræðilegu sjónarhorni er erfitt að skilgreina matvöru sem ,,náttúrulega’’ vegna þess að maturinn hefur sennilega verið unninn og er ekki lengur afurð jarðarinnar. Að því sögðu, hefur FDA ekki útbúið skilgreiningu fyrir hugtakið náttúrulegt eða afleiður þess. Samt sem áður, hefur umboðið ekki bannað notkun á hugtakinu ef maturinn inniheldur ekki viðbættan lit, gervibragðefni, eða tilbúin efni.’’ Heimild

Hver er munurin á staðhæfingunum, ,,náttúrulegt” og ,,lífrænt”?

Það er mikilvægt að átta sig á muninum á þessum tveimur staðhæfingum. Matvælaframleiðendur eru viljandi að láta þig halda að náttúrlegt og lífrænt þýði það sama. Þegar að vara er merkt sem ,,Natural” er hún mjög líklega ekki hollur valkostur eins og ég hef komið að hér að ofan. En þegar að vara er merkt sem ,,Organic” (lífræn) fylgja því strangari reglur og er kostnaðarsamt að fá slíka vottun. Þegar vara er merkt sem lífræn er hún laus við; óerfðabreyttar lífverur, eitruð varnarefni, sýklalyf og vaxtarhormón. Ef þig langar að fræðast meira um mikilvægi þess að velja lífrænt þá getur þú kíkt hér.

Lestu ávallt á innihaldslýsingar

Ég trúi á það góða í fólki og verð alltaf jafn hissa hvað það er mikið sem er falið fyrir neytendanum, peningar ráða svo sannarlega miklu. Ég hef lært það með tímanum að lesa ávallt á innihaldslýsingar á matvörum og treysti ég engum nema sjálfri mér í þeim efnum. Þegar maður les á innihaldslýsingar á matvörum í dag eru hellingur af innihaldsefnum sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru og eru mörg hver búin til á tilraunastofum. ,,Maturinn” í búðahillum er stundum svo langt frá því að vera matur og er uppfullur af tilbúnum efnum. Þar sem að lífsstílstengdir sjúkdómar eru sífellt að aukast er mjög mikilvægt að við séum vör um hvað við erum að setja í líkama okkar. Mín skoðun er sú að það sé klárlega tenging á milli þess mikla framboðs á unnum matvörum og aukinnar sjúkdómstíðni.

Heilsa mín veltur á mér sjálfri og öllum þeim ákvörðunum sem ég tek fyrir heilsu mína, ábyrgðin er hjá mér. 

Hér mjög gott myndband sem sýnir á skemmtilegan og fyndinn hátt hvernig falski auglýsingabransinn virkar.

Í þessari færslu tók ég bara fyrir hugtakið Natural sem dæmi til að sýna þér hversu mikið er leyfilegt í matvælaiðnaðinum. Það eru til helling af fleiri hugtökum(t.d. gluten free, no added sugar, low-fat, lactose-free) sem er skellt á matvörur til að blekkja neytendur og auka söluna sem ég mun fara yfir í öðrum færslum.

-Anna Guðný

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply