Flokkur

Njóttu Morgunsins

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis Morgunsins

Glútenlausar bananapönnukökur

Það er fátt jafn heimilislegt en að baka pönnukökur á náttsloppnum árla morguns með upplífgandi tónlist í bakgrunninum. Taka nokkur dansspor, leyfa syninum að hjálpa mér að snúa pönnukökunum og spennan magnast með hverjum snúningnum. Pönnukökubakstur er alltaf mikið gleðiefni á okkar bæ. Þessar pönnukökur eru eitthvað sem við gerum mjög oft bæði til að njóta hér heima en líka til að taka með í nesti ef við erum að fara í eitthvað ævintýri úti í náttúrunni yfir daginn. Þær…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Einfaldur berjagrautur í krukku

Að mínu mati er mikilvægt að setja góðan tón í daginn með heilsusamlegum og girnilegum morgunmat. Það er mun líklegra að maður borði hollara yfir daginn þegar að maður byrjar morguninn á heilsusamlegan máta. En það fer þó alveg eftir einstaklingnum hvenær dagsins maður kýs að fá sér fyrst að borða. Sjálfri finnst mér best að byrja daginn rólega með vatni og fá mér ekki að borða fyrr en kannski 2-3 klst eftir að ég vakna. En hvernig getur maður…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Morgunsins

Acaí-ís

Hvernig hljómar það fyrir þér að geta fengið þér ís í morgunmat? Í mínum huga er það draumi líkast þar sem að ég ELSKA ís! Ég tala nú ekki um þegar að sólin skín og heitt er í veðri; þá vill maður kunna að útbúa girnilegan ís. Það er nefnilega enginn vandi að útbúa sinn eigin ís í eldhúsinu heima á mjög einfaldan og skjótan máta. Að þessu sinni ætla ég að deila með þér uppskrift af ís með acaídufti.…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála Morgunsins

Kakóís

Ég ELSKA hvað það er hægt að útbúa mikið af gúmmelaði úr hráefnum sem að náttúran færir okkur. En það hefur verið mikið bananaæði í nokkur ár á meðal margra og það er ekki af ástæðulausu. Bananar gera allt gott en það sem er mesta snilldin við þá er að þegar að maður frystir þá og skellir þeim síðan í matvinnsluvél/blandara – þá verður til ís. Mjög loftkenndur og silkimjúkur ís. Ég og sonur minn (2 ára) erum að leika…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Unaðslegt krukkugúmmelaði

Ég elska að útbúa mat í stórum skömmtum og nýta afganganna á skemmtilegan hátt. Oftar en ekki koma afgangarnir sér mjög vel þegar að maður á annríkt eða þarf að vera á ferðinni, þá er maður kominn með auðvelt nesti án fyrirhafnar. Afgangar þurfa nefnilega alls ekki að vera eitthvað óspennandi, mér finnst þeir oftast miklu betri en upphaflega máltíðin. Það er svo auðvelt að dekra við þá og setja þá á allt annað stig. Eitt sem að ég geri…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Hindberja&fíkju chiagrautur

Ég gleymi því ekki þegar að ég smakkaði chiagraut fyrst, mér fannst hann alls ekki góður og gretti mig yfir honum. En ég myndi sennilega gretta mig yfir þessum sama chiagraut í dag, því að chiagrautur er alls ekki það sama og chiagrautur. Þessi chiagrautur sem ég ætla að deila með þér núna er algjörlega fullkominn að mínu mati. En lykilatriðið er að nota góða plöntumjólk í grautinn og sú besta sem ég veit er heimatilbúin. Heimatilbúin möndlumjólk 2 dl…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Minn uppáhalds hafragrautur

Ég elska að vakna á morgnanna og útbúa mér heitan hafragraut þegar að kalt er í veðri. Hafragrauturinn er aldrei eins hjá mér og það er sennilega það sem ég elska við hafragraut, hann þarf aldrei að vera eins. Hér áður fyrr píndi ég alltaf í mig hafragraut með mjólk út á áður en ég fór í skólann – bara ef ég hefði kunnað að gera svona bragðgóðan og næringarríkan hafragraut þá líkt og í dag. En maður er stöðugt…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Kókos&kasjújógúrt

Ég elska að tilraunast í eldhúsinu og finna leiðir til að borða allt það sem mig langar í. Í þetta sinn langaði mig ofboðslega í gott jógúrt til að geta átt í morgunmat. Við tók mikil rannsóknarvinna á internetinu til að finna uppskrift af góðu jógúrti sem væri laust við unna sætu, og að sjálfsögðu mjólkurvörur. En jógúrtheimurinn tók ekki vel á móti mér í fyrstu þar sem að það er margt sem spilar inn í hið fullkomna jógúrt. Það…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Haustlegt granóla

Það er svo ótrúlega lítið mál að gera sitt eigið granóla og finnst mér það alltaf miklu betra en það sem maður kaupir út í búð. Ég vakna alltaf hoppandi kát þegar ég á heimagert granóla. Mér finnst gott að gera vel við mig og byrja daginn á því að skella því í skál með heimagerðu kókosjógúrti eða góðum berjaþeytingi. Ég reyni að nota granólað sem algjört spari um helgar en það vill þó stundum fara þannig að það sé borðað…

Lesa meira

Featured Njóttu Morgunsins

Súkkulaði granóla

Nýtt líf hafði samband við mig í fyrrasumar um að birta nokkrar uppskriftir í blaðinu þeirra. Þau birtu m.a. þessa uppskrift hér eftir mig og er hún of góð til að birta hana ekki líka hér á blogginu. Ég er reyndar búin að breyta henni aðeins og þróa síðan þá. En þetta súkkulaði granóla geri ég mjög oft í tvöföldu magni og geymi í stórri krukku ofan í skúffu. Ég nota það mikið ofan á þeytinga þegar ég borða þá…

Lesa meira