Flokkur

Njóttu Millimála

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis Millimála

Melónuíspinnar

Það að gera holla íspinna er svo ótrúlega einfalt, fljótlegt og þægilegt. Ég mæli svo mikið með að eiga til heilnæma íspinna í frystinum allan ársins hring, það kemur sér allavega alltaf vel fyrir bæði mig og son minn. Við fáum okkur oft íspinna eftir skóla hjá honum og svo finnst okkur mjög skemmtilegt að fá okkur þá í forrétt í morgunmat um helgar. Einnig smellpassa þeir auðvitað í afmæli, veislur eða í kósýkvöldið. Það er mjög einfalt að útbúa…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Bleikur októberlatte

Þegar kólna fer í veðri og allt kallar á meiri huggulega stemmingu innandyra er virkilega mikil sjálfsást fólgin í því að útbúa fyrir sjálfa/n sig heita, fallega og bragðgóða drykki. Sjálfri finnst mér mjög notalegt að útbúa svona drykki á kvöldin eða seinnipartinn, setjast svo niður við kertaljós og lesa góða bók. Geyma símann einhverstaðar lengst í burtu og gefa mér þessa ótrufluðu athygli & sjálfsnæringu. Haustið er nefnilega svo góður tími til að fara inn á við og hægja…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Ofurhetjuís

Það er svo gott að gera sína eigin ísa úr frosnum ávöxtum og er þetta að mínu mati langbesta orkuskotið um miðjan daginn. Krakkar elska ísa og það er mjög sniðugt að fá þau með í eldhúsið að útbúa svona gúmmelaði. Leyfa þeim að gera allt sjálf, stoppa – smakka og segja til um hvort eitthvað megi bæta. Það er mjög sniðugt að nota svona ísgerð sem kjörið tækifæri til að lauma allskonar heilsufarsbætandi fæðu ofan í maga hjá bæði…

Lesa meira

Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Spirulinadrykkur

Þessi drykkur er eitthvað sem að við mæðginin gerum mjög reglulega heima enda er hann svo fagurblár og virkilega bragðgóður. Það er mjög sniðugt að nota ofurfæðuduft í þeytinga til að gera þá meira girnilegri og skemmtilegri fyrir börn. Algjör snilldar leið til að koma meira af ávöxtum ofan í þau og þetta er hressing sem tilvalið er að útbúa eftir leikskóla. Í drykkinn notum við bláa spirulinu, en hana má nálgast hjá versluninni tropic.is sem er bæði netverslun og…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Sumarlegur sólarþeytingur

Með auknum hita og meiri sól þá verð ég að deila með ykkur uppskrift af sumarlegum sólarþeytingi sem að ég er farin að gera reglulega oft heima. Bæði á gráum dögum sem og sólardögum; þá færir þessi sumarlegi þeytingur mér aukna sól í hjarta. Það er svo nærandi fyrir bæði líkama og sál að útbúa sér næringarríka og fallega fæðu sem að lætur mann bókstaflega dansa um af gleði. Heilnæm fæða hefur nefnilega þann töfrandi mátt að láta okkur líða…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Kætandi mangóís

Þá er loksins komið að því að gefa þessum mangóís þann heiður sem hann á skilið; sérfærslu hér á blogginu. En uppskriftina birti ég upphaflega á instagram og hefur hún fengið mjög mikla athygli. Allir virðast elska þennan ís sem að prufa að útbúa hann, enda er þetta mjög góður og hollur ís sem ég sjálf fæ mér nánast daglega. Ég elska hvað hann kætir mig og bætir; ég verð svo full af bæði orku og lífsgleði. Það er mjög…

Lesa meira

Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Væni græni

Eitt af því kröftugasta sem við getum innleitt í fæðuna okkar er fullt af grænu laufgrænmeti eins og t.d. grænkáli, spínati, brokkolí og blaðkáli (bok choy). Grænt laufgrænmeti er stútfullt af heilsueflandi virkum efnum og mikilvægt að huga að því að borða vel af því. En það inniheldur lítið af kaloríum og fitu en er stútfullt af andoxunarefnum, trefjum og vítamínum. Það er best ef maður gefur sér tíma í að tyggja grænt laufgrænmeti og hefur það alltaf með mat.…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Sítrónuboltar

Nú þegar að haustið skellur á er gott að vera skipulagður í mataræðinu og eiga ágætis birgðir af millimálum í frystinum. Eitt sem að ég elska að eiga í frystinum eru einhverjar góðar orkukúlur. Það er ómetanlegt að grípa í þær þegar að maður er á hraðferð eða bara til að njóta í rólegheitum. En hugmyndin af þessum orkukúlum kom þegar að ég var að gera botn á hráköku og vá hvað þær heppnuðust vel. Mig langar að eiga fullan…

Lesa meira

Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Súkkulaðiprótínþeytingur

Það er algengur misskilningur að þeir sem að séu á grænkerafæði séu að glíma við prótínskort. Sjálf er ég ekki að reikna út prótíninntöku mína yfir daginn og er ég við mjög góða heilsu. En mataræði mitt er aðallega uppbyggt á grænmeti, ávöxtum, baunum og hnetum. Ef eitthvað er, hefur fæða mín sennilega aldrei innihaldið jafn mikið magn af prótíni og öðrum lífsnauðsynlegum næringarefnum. Það sem mér finnst gott að einblína á er að borða fjölbreytta fæðu, þ.e.a.s. að borða…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Grænkálssnakk

Nú er íslenskt grænkál mikið í búðum og er meira að segja lítið mál að rækta það sjálfur ef maður hefur landsvæði til þess. En það er t.d. gott í þeytinginn, í salatið, á pönnu með grænmeti eða sem snakk. Þegar að grænkálið er orðið hálfslappt í ísskápnum er kjörið að dekra aðeins við það og breyta því í gómsætt snakk sem slær alltaf í gegn. Það er hægt að leika sér endalaust með grænkálssnakk og setja saman skemmtileg brögð.…

Lesa meira