Flokkur

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Frískandi sumarsalat

Salöt geta vel verið girnileg, djúsí og bragðgóð. OG! Það er vel hægt að verða saddur/södd af salati. Það eina sem þú þarft að hafa í huga er að gera salatið spennandi fyrir bragðlaukana þína og augun þín. Mér finnst mikilvægt að salatið mitt sé litríkt og ég fái vatn í munninn við að horfa á það. Það besta er svo að það er leikur einn að gera þetta á þann hátt sem nærir líkama og sál. Það er mjög…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Næring í skál, fyrir líkama & sál

Líf mitt varð svo miklu einfaldara þegar ég hætti að spyrja sjálfa mig að því hvað ég ætti að hafa í matinn. Þetta var spurning sem ég spurði sjálf móður mína mjög snemma dags mögulega alla daga í æsku því ég var alltaf svo spennt hvað yrði fyrir valinu, enda elskaði ég (og geri enn) að borða góðan mat. Núna þegar ég er sjálf með heimili að þá áttaði ég mig á því með tímanum að það sem að er…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Unaðslegt kínóasalat

Hvað er betra en salat sem er djúsí, bragðgott og færir manni þægilega seddutilfinningu? Það er allavega fátt betra að mínu mati. Það skiptir svo miklu máli fyrir almennt heilbrigði og vellíðan að hlúa vel að því að borða holla og næringarríka fæðu. Lykilatriði til þess að það verði að auðveldri rútínu og lífsstíl er að hafa mataræðið fjölbreytt, girnilegt og mjög mjög mjööög bragðgott! Að vera opin/n fyrir því að prufa nýjar uppskriftir, festast ekki í því sama og…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar Jólanna

Mjólkurlaust kartöflu”gratín” sem þú verður að prófa!

Það væri svo innilega ekkert mál fyrir mig að lifa bara á kartöflum. Draumurinn er að eiga heima á stóru landi út fyrir borgina þar sem ég get ræktað endalaust af kartöflum, þá væri ég vel sett út lífið af mat og fullkomlega sjálfbær. Ok nei, kannski ekki alveg… EN Ég ELSKA kartöflur og stundum þegar ég nenni ekki að elda þá geri ég þetta kartöflugratín og borða það eintómt því það er svo sturlað gott! Það kemst bara ekkert…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar Jólanna

Sveppasósan sem fullkomnar allt!

Ég man þegar að ég var að alast upp að þá notaði maður oft duft í til að útbúa sósur, hrærði það saman við það rjóma og jafnvel rjómaosti. Sem kom nú alltaf mjög vel út og var bæði þægilegt og einfalt að gera. En það að útbúa sínar eigin sósur frá grunni er svo 10x betra fyrir bæði líkamann og 1000x betra fyrir bragðlaukana þína. Það er svo mikil ást fólgin í því að útbúa góða sósu. Leyfa henni…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Glútenlaust gnocchi með himneskri sósu

Það er svo ótrúlega gaman að ferðast til annara landa og máta sig við aðra matarmenningu en hér heima. Bæði til að læra eitthvað nýtt en líka til að leyfa sér að njóta ástríðu annara. Sjálf lifi ég mig svo mikið í gegnum mat að ég held ég gleymi í alvörunni aldrei neinum mat sem ég hef borðað. Ég á það til að hugsa aftur & aftur um einhvern mat sem ég borðaði fyrir mörgum árum síðan. En ég fór…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Falafelskál

Ég elska svo mikið hvað það er auðvelt að nálgast allskyns holl hráefni í matvörubúðum landsins nú til dags, en það eru alls ekki mörg ár síðan að maður var í marga klukkutíma að búa til sína eigin grænmetisborgara, falafel og grænmetisbollur alveg frá grunni. Núna er auðvelt að fá þetta bara tilbúið sem frystivöru út í búð sem gerir það svo margfalt fljótlegra að setja saman hollar og girnilegar máltíðir. Það að útbúa holla & girnilega fæðu í eldhúsinu…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Regnbogaskál

Matur er svo miklu meira en bara næring fyrir mér. Matur þarf að vera djúsí, vel samsettur og algjört ævintýri fyrir bragðlaukana. Það er þessi regnbogaskál svo sannarlega og ég mæli mikið með að þú útbúir hana sem allra, allra fyrst! Það tekur enga stund að græja máltíð eins og þessa, það er vel hægt að gera hana á innan við klukkutíma og því ekkert sem ætti að stoppa þig í að upplifa töfra þessarar regnbogaskálar 😉 Þú þarft eftirfarandi…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Einfalt & ferskt karrý

Yfir vetrartímann leita ég mikið í heita pottrétti & súpur sem að ylja bæði líkama og sál. Það er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér með næringarríkum mat á þessum dimma árstíma sem fer nú sem betur fer alltaf að verða bjartari og bjartari. En það að setja það í forgang að hlúa að sér með hollri fæðu er eitt það mikilvægasta sem þú getur gert fyrir þig og þína heilsu. Að virkilega taka ábyrgð á því sem að…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Vegan rjómasveppapasta

Eitt af því sem mig langar að vera duglegri við á þessu ári er að vera duglegri að elda fyrir mig eina þegar að sonur minn er hjá pabba sínum. Það er nefnilega svo mikil sjálfsást sem felst í því að gefa sér tíma og orku í að elda handa sjálfum sér ljúffenga máltíð. Þannig varð þetta pasta einmitt til, á einum af fyrstu dögum ársins þar sem ég hafði nægan tíma til þess að gera eitthvað mega gott og…

Lesa meira