Flokkur

Njóttu Safa og Þeytinga

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Væni græni

Eitt af því kröftugasta sem við getum innleitt í fæðuna okkar er fullt af grænu laufgrænmeti eins og t.d. grænkáli, spínati, brokkolí og blaðkáli (bok choy). Grænt laufgrænmeti er stútfullt af heilsueflandi virkum efnum og mikilvægt að huga að því að borða vel af því. En það inniheldur lítið af kaloríum og fitu en er stútfullt af andoxunarefnum, trefjum og vítamínum. Það er best ef maður gefur sér tíma í að tyggja grænt laufgrænmeti og hefur það alltaf með mat.…

Lesa meira

Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Súkkulaðiprótínþeytingur

Það er algengur misskilningur að þeir sem að séu á grænkerafæði séu að glíma við prótínskort. Sjálf er ég ekki að reikna út prótíninntöku mína yfir daginn og er ég við mjög góða heilsu. En mataræði mitt er aðallega uppbyggt á grænmeti, ávöxtum, baunum og hnetum. Ef eitthvað er, hefur fæða mín sennilega aldrei innihaldið jafn mikið magn af prótíni og öðrum lífsnauðsynlegum næringarefnum. Það sem mér finnst gott að einblína á er að borða fjölbreytta fæðu, þ.e.a.s. að borða…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Limeþeytingur

Mér líður alltaf jafn vel þegar að ég fæ mér grænan þeyting og fæ ég oft mjög sterka löngun í hann þegar að ég er búin að vera í einhverju sukki. Þessi græni þeytingur er í sætari kantinum og er tilvalin til að grípa í þegar maður er komin með leið á hinum hefðbundna. Hann er einnig tilvalin fyrir þá sem langar að byrja að borða meira hollt og eru ekki tilbúnir í mikið grænt bragð. Þetta er minn uppáhaldsþeytingur í augnablikinu…

Lesa meira

Featured Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Túrmeriklatte

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er langt frá því að vera að finna upp hjólið með því að birta uppskrift af túrmeriklatte. En það er mikið í uppáhaldi hjá mér og finnst mér það gera mér gott. Mér finnst það t.d. virka vel þegar að ég er með einhver kvefeinkenni og svo finnst mér það bara svo ofboðslega gott að ég fæ mér þetta oft þó að það sé ekkert einhvað sérstakt að angra mig. Í…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Grænn sæluþeytingur

Ég get ekki lýst því hversu vel mér líður þegar ég byrja daginn á jóga og geri mér síðan grænan þeyting strax í kjölfarið. Það er svo magnað að sjá hvað líkaminn er stöðugt að gefa manni vísbendingar um hvaða fæðu maður á að láta ofan í sig. Ég fæ mjög oft sterka löngun í grænan þeyting því að mér líður svo vel af honum. Það er mér mikilvægt að breyta til í mataræðinu og að vera ekki alltaf að…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Skærbleikur þeytingur

Þessi gullfallegi þeytingur er ekki bara með útlitið sér í hag heldur er hann mjög bragðgóður líka. Ég elska að drekka þeytinga sem eru fallegir á litinn og er rauðrófa upplögð til þess að gefa fallegan bleikan lit. En rauðrófa er einmitt súperholl fyrir okkur en ég fer nánar út í það hér. Skærbleikur þeytingur                                                  …

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Hinn fullkomni flensubani

Við erum öll sammála um að það er fátt leiðilegra en að vera með flensu og kvef. Þá eru góð ráð dýr og er ég alltaf til í að gera hvað sem er til að losa mig við slík leiðindi. Ég er sjálf ekki hrifin af því að kaupa tilbúnar mixtúrur, hálsbrjóstsykur eða annað sem að inniheldur mikið magn af unnum sykri. Það er mikið frelsi að geta búið til sína eigin blöndu í eldhúsinu heima og miklu skemmtilegra að…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála Safa og Þeytinga

Melónukrap með myntu

Þegar heitt er í veðri er svo gott að kæla sig niður með svalandi drykk. Þegar ég var á ferðalagi um Asíu fékk ég mér oft melónukrap í hitanum og það var alltaf jafn kærkomið. Melóna býr yfir ýmsum eiginleikum fyrir heilsuna okkar en hún er m.a. talin vera andoxandi, bólgueyðandi og blóðþrýstingslækkandi. Ásamt því að innihalda kalíum, magnesíum, C-, B6- og A- vítamín. Melónukrapið er bragðgóð leið til að ”vökva sig” í hitanum og til að forðast ofþornun. Það…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Safa og Þeytinga

Jarðaberjaþeytingur

Þegar sólin fer að skína og hitna fer í veðri er ómetanlegt að kæla sig niður með ísköldum jarðaberjasjeik. Reyndar finnst mér gott að kæla mig niður allt árið með öllu sem líkist og bragðast eins og ís, en það er nú annað mál. Þar sem ég þoli illa mjólkurvörur var ég ekki lengi að finna leið fyrir mig að njóta jarðaberjaþeytings til að svala ísþörf minni af og til. Þennan þeyting tekur enga stund að græja og eru örfá…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Rauðrófusafi

Ég geri mér reglulega rauðrófusafa úr fallegu safavélinni minni. Ég nota nú aldrei neina sérstaka uppskrift, týni bara eitthvað í hann sem ég á í ísskápnum og mig lystir í hverju sinni. En ég ákvað að skrifa niður uppskrift til að deila með þér, kæri lesandi, og vona ég að þér líki vel. Rauðrófusafi                                                    …

Lesa meira