Flokkur

Featured

Featured Lifðu

Endurnærandi vellíðunarhelgi í Kjós helgina 24. – 27. október

Það gerast magnaðir hlutir þegar að þú gefur sjálfri þér leyfi til að komast aðeins burt frá þínu daglega umhverfi og verkefnum til þess að virkilega hlaða batteríin þín. Að gefa þér þrjá heila daga þar sem þú leggur allt til hliðar og ert einungis að hlúa að þér getur endurstillt taugakerfið þitt, hreinsað & kyrrað hugann þinn og það besta af öllu; gefið þér innsýn, hvatningu og tól til þess að halda áfram að hlúa að þér á einfaldan…

Lesa meira

Featured Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Frískandi sumarsalat

Salöt geta vel verið girnileg, djúsí og bragðgóð. OG! Það er vel hægt að verða saddur/södd af salati. Það eina sem þú þarft að hafa í huga er að gera salatið spennandi fyrir bragðlaukana þína og augun þín. Mér finnst mikilvægt að salatið mitt sé litríkt og ég fái vatn í munninn við að horfa á það. Það besta er svo að það er leikur einn að gera þetta á þann hátt sem nærir líkama og sál. Það er mjög…

Lesa meira

Featured Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Mitt uppáhalds pasta

Pasta er eitt af því fyrsta sem ég lærði að matreiða í eldhúsinu heima og gerði ég mikið af því, kannski aðeins of mikið. Það var oftast gert með skinku, rjómaosti, smurostum og örlitlu grænmeti. Í dag er staðan aðeins önnur þar sem að ég hef alveg hætt að neyta dýraafurða og hvítt pasta fer alls ekki vel í mig. Það var því smá skellur þegar að ég þurfti að læra að gera pasta á mjólkurlausan & glútenlausan máta á…

Lesa meira

Featured Njóttu Góðgætis

Hindberjasæla

Það er fátt skemmtilegra en að skella í góða hráköku sem að er bæði næringarrík og bragðgóð. En uppskriftin af þessari fallegu hráköku sem ég ætla að deila með þér núna er afskaplega einföld og þægileg í framkvæmd. Þessi dásamlega hindberjasæla er skemmtilega fersk á bragðið og mun bókstaflega leika við bragðlaukana þína. Það er ekki eftir neinu að bíða en að við vindum okkur í verkið! Eins og alltaf þá mæli ég með að þú lesir aðferðarlýsinguna svo allt fari…

Lesa meira

Featured Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Túrmeriklatte

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er langt frá því að vera að finna upp hjólið með því að birta uppskrift af túrmeriklatte. En það er mikið í uppáhaldi hjá mér og finnst mér það gera mér gott. Mér finnst það t.d. virka vel þegar að ég er með einhver kvefeinkenni og svo finnst mér það bara svo ofboðslega gott að ég fæ mér þetta oft þó að það sé ekkert einhvað sérstakt að angra mig. Í…

Lesa meira

Featured Njóttu Góðgætis Jólanna

Möndlugrautur með karamellusósu og hindberjum

Þegar ég var yngri píndi ég í mig möndugrautinn ef að mandlan skyldi vera í skálinni minni. Ég lagði mig meira að segja alla fram að leita að möndlunni í skálinni og ef að einhver var komin með möndluna þá leyfði ég restinni af grautnum. En eftir að ég fékk mjólkuróþol þá stalst ég til að smakka möndlugraut og fannst hann fáranlega góður, sem er mjög fyndið. Þess vegna ákvað ég að gera mjólkurlausa útgáfu til að njóta í ár.…

Lesa meira

Featured Njóttu Morgunsins

Súkkulaði granóla

Nýtt líf hafði samband við mig í fyrrasumar um að birta nokkrar uppskriftir í blaðinu þeirra. Þau birtu m.a. þessa uppskrift hér eftir mig og er hún of góð til að birta hana ekki líka hér á blogginu. Ég er reyndar búin að breyta henni aðeins og þróa síðan þá. En þetta súkkulaði granóla geri ég mjög oft í tvöföldu magni og geymi í stórri krukku ofan í skúffu. Ég nota það mikið ofan á þeytinga þegar ég borða þá…

Lesa meira

Featured Njóttu Morgunsins

Sælkeragrautur

Þegar kólna fer í veðri er svo huggulegt að hita sig upp fyrir daginn með því að fá sér hafragraut í morgunmat. Hafragrautur er nefnilega ekki bara hafragrautur. Það er hægt að leika sér endalaust í grautargerðinni og þarf enginn grautur að vera eins. Með því að gera fjölbreyttar útgáfur af hafragrautnum fær maður síður leið á honum og hlakkar manni til að prufa eitthvað nýtt á hverjum degi. Þessi uppskrift sem ég ætla að deila með þér núna er…

Lesa meira