Heilsumarkþjálfun

•Langar þér að líða vel í eigin líkama?

•Viltu að andleg og líkamleg heilsa þín sé í betra jafnvægi?

•Hversu oft ertu búin/n að gera óraunhæfar lífsstílsbreytingar sem enda með því að þú gefst upp á endanum?

•Vantar þig aðstoð, hvatningu og stuðning til að ná markmiðum þínum er varða heilsu og vellíðan?

•Ertu komin/n með nóg af skyndilausnum og langar þig í langvarandi heilbrigðan lífsstíl?

Ég var aðeins 17 ára gömul þegar ég þurfti að taka u-beygju á mataræði mínu og lífsstíl vegna mikillar vanlíðunar. Á þessu ferðalagi hef ég lært að ég þarf að huga að mörgum þáttum til þess að vera í jafnvægi. Þetta eru þættir er snúa að bæði andlegu og líkamlegu heilsu minni eins og t.d. sjálfsást, svefn, hreyfing, tímastjórnun, núvitund, mataræði og svo margt fleira. Ég hef því gríðarlega reynslu á þessu sviði og elska að hjálpa fólki að finna út hvað það þarf að gera til þess að bæta heilsu sína og vellíðan. Um áramótin mun ég ljúka heilsumarkþjálfanámi frá Institute for Integrative Nutrition sem er búið að vera draumanámið mitt í mörg ár.

Ef þú ert tilbúin/n að fara í það stórkostlega ferðalag að taka ábyrgð á eigin heilsu, þá er ég hér til að hvetja þig, leiðbeina og styðja við þig alla leið á áfangastað.

Ljósmyndari:Ingibjörg Torfadóttir

Hvað er heilsumarkþjálfun?

Heilsumarkþjálfi aðstoðar fólk að ná markmiðum sínum er varða heilsu og vellíðan. Þessi markmið snúa að lífsstílnum þínum og geta t.d. tengst mataræði, hreyfingu, tímastjórnun, svefn, núvitund og minnkun streitu í daglegu lífi. Mikil áhersla er lögð á að taka lítil geranleg skref í einu og að finna einstaklingsmiðaða lausn fyrir hvern og einn. Enda hentar ekki endilega sama mataræðið né hreyfingin öllum.

Fyrir hvern?

Heilsumarkþjálfun er fyrir alla þá sem eru tilbúnir að gera jákvæðar breytingar á lífsstíl sínum. Flestir vita hvað þeir eiga að gera til að bæta líf sitt en vantar bæði hvatningu og leiðsögn. Ég mun því aðstoða þig við að innleiða þær betrumbætingar sem þú þarft er varða mataræði þitt og/eða lífsstíl.

Hvernig er fyrirkomulagið?

Við hittumst á tveggja vikna fresti í 6 mánuði á zoom. Hver tími er 60 mínútur og kostar 17.000 kr. Í hverjum tíma tökum við stöðuna á þér og ég aðstoða þig við að ná þeim markmiðum sem þú hefur sett þér og framfylgja þeim. Einnig mun ég koma með þann fróðleik sem við á hverju sinni.

Í fyrsta tímanum förum við yfir lífsstílinn þinn & tímastjórnun ásamt þeim markmiðum sem þú hefur og sjáum hvort að við getum unnið saman að því að hjálpa þér að blómstra meira og láta drauma þína rætast.

Hafðu samband á anna@heilsaogvellidan.com ef þú vilt skrá þig eða hefur einhverjar spurningar.
Aðeins takmarkað pláss er í boði í þessa þjálfun.

Ljósmyndari:Ingibjörg Torfadóttir