Ég er svo spennt að deila því með þér að helgina 29. september – 2. október býð ég upp á nærandi vellíðunarhelgi á Borgarfirði Eystra. Þessi helgi er sérstaklega hugsuð til þess að hjálpa konum að næra bæði líkama og sál burt frá daglegu amstri. Að virkilega fylla á orkutankinn sinn og það á mínum uppáhaldsstað þar sem náttúran skartar sínu fegursta. En sjálf fer ég reglulega á Borgarfjörð Eystra til að hlaða mig upp af þeirri mögnuðu orku sem…
Í hraða nútímasamfélags, þar sem að auðvelt er að gleyma sér í hamsturshjóli lífsins og hoppa stöðugt frá einu atriði í annað, hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hægja á og skoða hvað er það sem skiptir virkilega máli. Margir eru að glíma við einkenni kulnunar, kvíða, streitu og svefnleysis sem má að einhverju leyti, ef ekki öllu, rekja til þess að flestir eru með of marga bolta á lofti í einu og hversu ótengd við erum sjálfum okkur og…
Það er algengt að ætla að sigra heiminn strax í ársbyrjun og sumir fara alveg á fullt í að breyta lífsstílnum strax í byrjun janúar. Jafnvel er keypt kort í ræktina, farið á fullt í að mæta, ýktar breytingar gerðar í mataræði en samt er jafnvel ennþá sami hraðinn í bæði vinnu, félags- og fjölskyldulífi. Þegar að maður gerir breytingar í miklum öfgum og á miklum hraða þá er því miður mjög líklegt að það mun ekki líða svo langur…
Elsku gull, Ef það er eitthvað eitt sem að ég veit að mun hafa risastór áhrif á líf þitt þá er það ekki hvað þú ert að borða eða hversu oft þú hreyfir þig (þó það sé súper mikilvægt). Heldur er það að þú ræktir samband þitt við þig. Mín stærsta ástríða er að hvetja alla, konur og karla, til að eiga í næringarríku sambandi við sjálfa/n sig – algjörlega óháð sambandsstöðu. En allur sá tími, orka og athygli sem…
Líf okkar allra síðastliðin 2 ár hefur sennilega orðið aðeins meira krefjandi og því fullkomlega eðlilegt ef fólk er að glíma við meiri kvíða, áhyggjur og ótta eftir að hafa lifað í þessu óvissuástandi. Mig langar að gefa þér mín tól við kvíða en sjálf hef ég mjög mikla reynslu af kvíða og glímdi við hann í mörg ár á mjög hamlandi hátt. Það er auðvelt að týnast í kvíðanum, leyfa honum að ná yfirhöndinni, missa tengingu við sjálfa sig…
Öll höfum við orðið vör við það að nýtt ár sé gengið í garð og margir gætu fundið fyrir pressu um að nú eigi maður að skrifa niður markmiðin sín og byrja strax að vinna að þeim á fullu. Það er gott og blessað fyrir þá sem að tengja við það og finnst það virka fyrir sig. En mig langar að koma inn á eitt áður en þú ferð og skrifar niður markmiðin þín. Mig langar að minna þig aðeins…
Haustin er sá tími sem að ég á alveg pínu erfitt með að taka á móti vegna þess að þá er sumarið búið. Ég held að margir tengi þarna og upplifi ákveðin aðskilnaðarkvíða yfir því að sumarið sé á enda. Maður veit að það er kaldari, dimmari og meira krefjandi tími framundan. En um leið og ég tek þessi kaflaskil í sátt þá elska ég þau svo mikið að ég skil ekkert í mér að hafa ekki bara tekið strax…
Það eru miklar breytingar sem hafa orðið á lífi okkar allra og þessar breytingar geta ýtt undir tilfinningar eins og ótta, sorg, reiði & hræðslu. Það er fullkomlega eðlilegt að finna fyrir öllum tilfinningaskalanum á hverjum einasta degi. Breytingarnar gerðust mjög hratt og við erum kannski enn að klóra okkur í hausnum að þetta sé bara í alvörunni staðan. Eins getur verið erfitt að vita ekki hvenær við komumst í gegnum þetta og hvenær lífið verður aftur eins og áður.…
Við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því, en stundum eyðum við dýrmætum tíma lífsins á biðstofunni. Við bíðum eftir deginum þar sem að við munum verða tilbúin. Við bíðum eftir deginum þar sem að við verðum örugg með okkur. Við bíðum eftir deginum þar sem að við verðum laus við ótta. Og við höldum að þegar að þessi dagur mun renna upp, ÞÁ munum við sko fara og gera allt það sem okkur hefur alltaf langað til þess að…
Þerapían Lærðu að elska þig er einstaklingsmiðuð viðtalsmeðferð sem samin er af þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur sem hefur hjálpað fjölda manns að gjörbreyta lífi sínu. Þerapían eru 12 tímar sem eru 90 mínútur hver og fer maður alltaf heim með verkefni eftir hvern tíma sem maður á að gera í 3 vikur. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að vera leiðbeinandi í þerapíunni og að fá að leiða fólk í gegnum þetta magnaða ferðalag. Það er gaman að vinna í…