Endurnærandi Vellíðunarstund

Heilög & persónuleg stund fyrir þig eina þar sem að ég er búin að undirbúa rýmið bara fyrir þig til að heiðra þig og þína töfra. Fyrst og fremst er tilgangurinn að skapa fyrir þig fallega stund burt frá öllu áreiti þar sem að þú getur virkilega upplifað að þú sért séð, heyrð og að þú virkilega skiptir máli. Að hjálpa þér að sjá hversu mögnuð þú ert og hvernig þú getir nýtt þér betur fjársjóðinn sem að býr nú þegar innra með þér.

Svona stund er t.d. fullkomin fyrir þá sem upplifa einhverskonar stöðnun og þurfa að fá hvatningu & tól til þess að blómstra meira í lífinu. Einnig er hún tilvalin fyrir þá sem vilja einstaka upplifun á tímamótum eins og t.d. afmælinu sínu. Ég hanna stundina persónulega fyrir þig útfrá spurningaskjali sem þú svarar áður en þú kemur í tímann en þar gefst þér tækifæri til að deila með mér þínum ásetningi og á hvaða stað þú ert stödd núna.

Í tímanum býð ég þér heitt kakó/te, leiði þig í gegnum áhrifamikla hugleiðslu og gef þér einstaklingsmiðuð ráð til að hjálpa þér að sækja kraftinn sem að býr innra með þér. Einnig kíkjum við saman á tarotspil til að fá ennþá dýpri innsýn inn í það sem að er í gangi hjá þér núna og það sem að er framundan.

Þessi stund er fyrir þær konur sem að:
– Vilja fá meiri skýrleika í líf sitt.
– Vantar skýr en einföld skref til að minnka álag í daglegu amstri.
– Vilja gera eitthvað fallegt fyrir sjálfa sig.
– Vilja hjálp við að setja sjálfa sig meira í 1. sætið.
– Eru kannski á krossgötum og vantar að fá hjálp til að fara inn á við og sækja svörin.
– Vilja upplifa meira jafnvægi og hugarró.
– Vilja prufa eitthvað nýtt og nærandi.

Tíminn er 2-2,5 klst og kostar 33.000 kr ✨

Ef að þetta togar í þig, endilega sendu á mig línu á anna@heilsaogvellidan.com og ég finn tíma fyrir þig elsku gull.
Ég býð einnig upp á gjafabréf ef þig langar að gefa/þiggja svona upplifun í gjöf ✨