Árlega í sumarlok fer ég og týni eins mikið af bláberjum og ég get. En það er svo nærandi fyrir bæði líkama og sál að vera úti marga klukkutíma í senn að týna ber úti í fallegri náttúru. Maður er einhvernveginn að kveðja sumarið í berjamó og velta fyrir sér hvað maður vill einblína á í næsta kafla/árstíð. Þetta hefur orðið að skemmtilegri hefð hjá mér og 6 ára syni mínum og er afrakstur týnslunnar alltaf þyngd sinnar virði í…
Það væri svo innilega ekkert mál fyrir mig að lifa bara á kartöflum. Draumurinn er að eiga heima á stóru landi út fyrir borgina þar sem ég get ræktað endalaust af kartöflum, þá væri ég vel sett út lífið af mat og fullkomlega sjálfbær. Ok nei, kannski ekki alveg… EN Ég ELSKA kartöflur og stundum þegar ég nenni ekki að elda þá geri ég þetta kartöflugratín og borða það eintómt því það er svo sturlað gott! Það kemst bara ekkert…
Ég man þegar að ég var að alast upp að þá notaði maður oft duft í til að útbúa sósur, hrærði það saman við það rjóma og jafnvel rjómaosti. Sem kom nú alltaf mjög vel út og var bæði þægilegt og einfalt að gera. En það að útbúa sínar eigin sósur frá grunni er svo 10x betra fyrir bæði líkamann og 1000x betra fyrir bragðlaukana þína. Það er svo mikil ást fólgin í því að útbúa góða sósu. Leyfa henni…
Það er alltaf að koma mér meira og meira á óvart hversu auðvelt það er að baka smákökur án þess að nota hvítt hveiti, hvítan sykur og smjör. Um leið og maður kemst upp á lagið með að baka á þennan máta þá er þetta ekkert mál. Það mætti segja að það opnist fyrir manni nýjar dyr og möguleikarnir verða endalausir. Ég fékk þá hugmynd um daginn að útbúa engifersmákökur sem að eru vegan, glútenlausar og innihalda ekki hvítan sykur.…
Jæja, hvar á ég að byrja? Ég gæti í alvörunni skrifað heila bók um þessa mögnuðu og unaðslega köku. En þessi Snickershrákaka er algjörlega málið um jólin eða við hvaða sparitilefni sem er. Ég get alveg lofað þér því að hún mun slá í gegn og það gæti líka alveg farið þannig að þú munt ekki tíma að deila henni með neinum. Ég er ótrúlega stollt af þessari uppskrift og er kakan nákvæmlega eins og ég hafði hugsað mér. En…
Mig dreymir um að eiga mitt eigið gróðurhús þar sem ég gæti m.a. ræktað jarðaber. En íslensk jarðaber eru bara eitthvað annað á bragðið. Þau eru svo góð og algjör lúxusvara. Við megum vera endalaust þakklát fyrir að þau séu framleidd hér á landi. Það skemmir svo að sjálfsögðu ekki fyrir að vita að það er notað íslenskt vatn til að rækta þau, það er ekki úðað eiturefnum á þau til þess að þau endist sem lengst og eru ekki…
Þessi uppskrift sýnir það og sannar að einfaldleikinn er alltaf bestur. En í þetta sinn þá gerði ég ótrúlega bragðgóða polentu sem ég bar fram með bökuðu eggaldin, klettasalati, rósmarín, granatepli og sýrðum kasjúrjóma. Ég er búin að vera á leiðinni að blogga um þessa uppskrift í nokkra mánuði en þetta er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa daganna og þá sérstaklega þessi samsetning. Það tekur enga stund að útbúa þessa máltíð og þarf maður ekki mörg innihaldsefni í verkið.…
Meðlætið spilar ótrúlega stóran þátt í góðri jólamáltíð og er því mikilvægt að það passi með því sem maður ætlar að hafa í jólamatinn. Í ár verður innbökuð sveppasteik í aðalhlutverki í jólamatnum á mínu heimili og verður dásamlegt rauðrófu & perusalat eitt af meðlætunum sem verður á boðstólnum með henni. Þetta fallega salat er ekki bara stórkostlega nærandi fyrir augað heldur er það algjör veisla fyrir braðglaukana. Rauðrófur og perur passa svo vel saman og er þessi samsetning af…
Jólin snúast aðallega um að borða góðan mat hjá mér og hefur það verið þannig síðan ég man eftir mér. Ég hef alltaf verið gríðarlega matsár og ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar að ég var u.þ.b. 12 ára með ælupest um jólin og gat ekkert borðað. Síðan þá hefur matseðill og innihaldsefni jólamáltíðarinnar gjörbreyst á mjög jákvæðan hátt. Þó að ég borði plöntumiðaða og hreina fæðu í dag er jólamaturinn og öll jólin umvafin…
Nú styttist óðum í jólin og eru því margir farnir að leita eftir girnilegum og spennandi smákökuuppskriftum. Ég er ekki mikið fyrir að baka brjálæðislega margar sortir í desember enda vil ég frekar einblína á það að njóta í staðin fyrir að eyða öllum tímanum í eldhúsinu. Einnig er allt í lagi þó að smákökurnar klárist löngu fyrir jól, það verður nóg af öðru til að gæða sér á yfir jólin og enginn hætta á að maður svelti. En ef…