Það er alltaf að koma mér meira og meira á óvart hversu auðvelt það er að baka smákökur án þess að nota hvítt hveiti, hvítan sykur og smjör. Um leið og maður kemst upp á lagið með að baka á þennan máta þá er þetta ekkert mál. Það mætti segja að það opnist fyrir manni nýjar dyr og möguleikarnir verða endalausir. Ég fékk þá hugmynd um daginn að útbúa engifersmákökur sem að eru vegan, glútenlausar og innihalda ekki hvítan sykur.…
Nú styttist óðum í jólin og eru því margir farnir að leita eftir girnilegum og spennandi smákökuuppskriftum. Ég er ekki mikið fyrir að baka brjálæðislega margar sortir í desember enda vil ég frekar einblína á það að njóta í staðin fyrir að eyða öllum tímanum í eldhúsinu. Einnig er allt í lagi þó að smákökurnar klárist löngu fyrir jól, það verður nóg af öðru til að gæða sér á yfir jólin og enginn hætta á að maður svelti. En ef…
Þessar unaðslegu súkkulaðikaramellur gerði ég alveg óvart þegar að ég var að stúdera eitthvað allt annað fyrr á árinu. Það er svo oft þannig að þegar maður uppgötvar eitthvað himneskt í eldhúsinu að þá gerðist það óvart og maður var alls ekki að skrifa niður neina uppskrift. Ég þurfti því að gera nokkrar tilraunir til að ná sömu súkkulaðikaramellum og ég gerði óvart fyrst. Það gleður mig að segja að það tókst og er ég ótrúlega ánægð með þær. Þær…
Þessa köku er ég búin að vera með í huganum lengi og ákvað ég loksins að láta verkin tala og útbúa þessa dásemd. Ég skil ekki afhverju ég gerði það ekki fyrr því að hún var svo ótrúlega auðveld í framkvæmd og bragðast stórfenglega. Það sem að ég er ánægðust með í þessari uppskrift minni er að hún er aðallega sætt með döðlum. Það gerir stórkostlegt karamellubragð og áferðin á kökunni er svo fullkomin, hún er alveg silkimjúk. Kexbotninn passar…
Þegar ég var yngri píndi ég í mig möndugrautinn ef að mandlan skyldi vera í skálinni minni. Ég lagði mig meira að segja alla fram að leita að möndlunni í skálinni og ef að einhver var komin með möndluna þá leyfði ég restinni af grautnum. En eftir að ég fékk mjólkuróþol þá stalst ég til að smakka möndlugraut og fannst hann fáranlega góður, sem er mjög fyndið. Þess vegna ákvað ég að gera mjólkurlausa útgáfu til að njóta í ár.…
Ég á engin orð yfir því hversu góðar þessar súkkulaðitrufflur eru. Þær hafa bókstaflega horfið í hvert skipti sem ég bý þær til þó ég sé alltaf að reyna að búa til stóran skammt með von um að hann verði til í einhvern tíma. En uppskriftinni af þessum trufflum var bókstaflega plantað inn í hausinn á mér og þurfti ég að fara strax í eldhúsið og prufa. Trufflurnar komu fullkomlega út í fyrstu tilraun – það er sko langt frá…
Það er nú ekki hægt að bjóða desember velkomin án þess að eiga góðar súkkulaðibitakökur. Ég elska að fá mér þessar súkkulaðibitakökur með ískaldri möndlumjólk yfir góðri jólamynd. En ég verð alltaf að horfa á The Holiday og Jólaósk Önnu Bellu fyrir hver jól, það eru klárlega mínar uppáhalds jólamyndir. Þessar smákökur eru vegan, glútenlausar og án unnar sætu. En það þýðir þó samt ekki að maður eigi að missa sig og borða þær í öll mál alla daga vikunnar.…
Ég gæti skrifað heila bók um það hversu mikið ég elska sörur og hversu stóran part þær spila í jólastemminguna hjá mér. En ég er hæstánægð með útkomuna á sörunum í ár og eru þær dásamlegar á bragðið. Þessi uppskrift er laus við unninn sykur ásamt því að vera glútenlaus og vegan. Það skiptir mig mjög miklu máli að geta notið alls konar góðgætis þrátt fyrir að ég sniðgangi margt í fæðunni. Ég legg mikið á mig að útbúa uppskriftir…
Hvort sem að þú kýst að sniðganga dýraafurðir eða ekki, þá hafa allir gott af því að þreifa fyrir sér í grænmetismatargerð og að prufa eitthvað nýtt. Nú eru jólin framundan og er ég ákveðin í að hafa hnetusteik á boðstólnum en hún er orðin ómissandi partur af jólunum hjá mér. Ég veit að það eru margir sem gretta sig við tilhugsunina að fá sér hnetusteik en hún er svo 1000x betri en maður heldur. Það er ekki svo langt…