Hugsaðu

Algeng mistök við safagerðina

12. nóvember, 2015

Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við safagerðina til þess að maður nýti þau mögnuðu næringarefni úr safanum á sem bestan hátt. Ég ætla að fara yfir nokkur algeng mistök sem gagnlegt er að læra af. Meira um kosti þess að djúsa hér.

Að drekka ekki safann á tóman maga

Til að fá sem mest út úr safanum, er best að drekka hann á tóman maga. Þannig mun líkaminn geta tekið upp öll þau mögnuðu næringarefni úr safanum hraðar og minna mun fara til spillis. Ef það eru trefjar eða máltíð í maganum þegar þú færð þér safa, getur það hindrað líkamann í að taka upp næringarefnin jafn fljótt frá safanum. Auk þess, þá þarf líkaminn minni orku frá meltingarkerfinu þegar að hann er drukkinn á tóman maga. Mér finnst langbest að gera mér safa strax í morgunsárið og fá mér svo chiagraut eða hafragraut hálftíma á eftir. Annars er góð þumalputtaregla að bíða í 2 klst frá fyrri máltíð áður en þú færð þér safa og bíða í síðan í hálftíma með að borða eftir að þú hefur fengið þér safa.

Að bíða of lengi með að drekka safann

Reyndu ávallt að drekka safann þinn strax. Því að eftir 15 mínútur mun bæði birta og loft eyðileggja helling af næringarefnum og einnig munu öll þau mögnuðu andoxunarefni í safanum missa mátt sinn. Um leið og safinn kemst í snertingu við loft, byrjar niðurbrot lifandi ensíma og þ.a.l. minnkar næringarinnihaldið. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú gerir safann þinn í eitthverju öðru en safavél eins og t.d. blandara.

Það borgar sig ekki að reyna að spara sér tíma með því að gera stóran skammt af safa í einu fyrir vikuna og geyma í ísskápnum í marga daga. Þannig missir líkaminn af hellings magni næringarefna sem hann annars gæti fengið. Það er alls ekki erfitt að gera sér safa og tekur enga stund. Það mun alltaf verða þess virði því að mögnuð áhrifi hans á líkamann eru stórkostleg. Ef þú ert hinsvegar í tímaþröng og getur ekki drukkið safann strax, skelltu honum í dökkt, loftþétt ílát og geymdu hann í ísskápnum alveg þangað til þú drekkur hann. Reyndu að drekka hann innan 24 klst, hann mun ekki verða jafn næringarríkur eins og ferskur safi, en er þó jafnframt betri en enginn safi.

Að nota of mikið af sætum ávöxtum og grænmeti

Þrátt fyrir að ávextir séu stútfullir af vítamínum og steinefnum, bera þeir stóra skammta af sykri í líkamann í formi frúktósa (frúktósi hraðar öldrunarferlum líkamans). Of mikill frúktósi getur ollið sveiflum á blóðsykri, sem getur ollið löngunum í ruslfæði og þ.a.l. ollið aukinni líkamsþyngd. Það er því ekki gott fyrir blóðsykurinn okkar að djúsa mikið af ávöxtum, ávaxtasykurinn í þeim veldur toppi í blóðsykrinum. Því er mjög góð regla að takmarka ávaxtinnihaldið í safanum niður í 1 stk. Ef þú ert að byrja að gera þér safa myndi ég byrja á t.d. 2 ávöxtum og minnka þá hægt og rólega niður í 1 stk. Ég nota mikið af myntu, sítrónu eða lime í safann til að gera hann bragðgóðan. Sítrónur og lime eru náttúrulega lág í sykri og valda ekki sveiflum á blóðsykrinum líkt og aðrir ávextir.

Að líta á safa sem máltíð

Safi er ekki máltíð, það er meira eins og millimál fyrir mér. Safi er vítamínbomba sem gefur líkamanum algjört orkuskot. Með því að fá sér safa 20 mín. fyrir máltíð minnkar það  langanir í kolvetni og sykur. Það breytir bragðlaukunum þínum algjörlega í það að langa í eitthvað grænt og hollt frá því að langa í eitthvað þungt og mikið unnið. Það er erfitt að neyta 6-8 skammta af grænmeti á dag, eins og ráðlagt er, og með því að djúsa grænmetið gerir það þér kleift að taka upp miklu fleiri vítamín og steinefni heldur en þú hefðir gert með því að drekka þeytinga eða borða ávexti og grænmeti með trefjunum. Einu skiptin sem safi er álitin sem máltíð er þegar að fólk fer í safaföstu til að afeitra líkamann.

Safinn er ekki kaldpressaður

Þessi hefur reynst mér afar vel og miklu meira en það!

Með því að fjárfesta í kaldpressaðri safavél þá ertu að fara að græða meiri safa frá ávöxtunum og grænmetinu þínu og þ.a.l. nýta næringarefnin úr þeim betur. Mikilvægt er að kynna sér vel safavélarnar á markaðnum því að ódýrar safavélar bera bæði hita og súrefni í safann og eyðileggja því ensímin og næringarefnin í ávöxtunum og grænmetinu þínu. Ef þú átt ekki kaldpressaða safavél ennþá, er safi gerður í blandara betri en enginn safi þar sem þú hefur nú þegar hafið breytingar á heilsu þinni. Ég mæli hinsvegar með því að fjárfesta í kaldpressaðari safavél. Klárlega besta fjárfesting sem ég hef gert og nota ég hana ekki bara við safagerðina heldur geri ég möndlumjólkina mína alltaf í henni líka.

Safann skortir eitthvað grænt

Lykilatriði hollra grænmetissafa er að hafa grænt grænmeti í meirhluta. Grænir safar eru stútfullir af frábærum næringarefnum. Grænt grænmeti framleiðir blaðgrænu, og þegar að þú borðar það hjálpar það líkamanum þínum við að binda súrefni. Þetta hjálpar við að afeitra og hreinsa líkamann, bæta blóðflæðið og gefur þér stórkostlegt orkuskot. Grænt grænmeti mun ekki valda sveiflum á blóðsykri eins og ávextir og sætt grænmeti (rauðrófur og gulrætur). Fáðu þér sæta grænmetissafa þegar þú vilt gera vel við þig og haltu þig við þá grænu meirihluta vikunnar.

Safinn er ekki hreinn

Aðalkosturinn við að djúsa er sá að með því að djúsa fjarlægir þú trefjanna frá ávöxtunum og grænmetinu, sem hjálpar þér að taka upp næringarefnin á skjótan máta. Gallinn er hinsvegar sá, að líkaminn þinn mun innbyrða varnarefni og önnur eitruð efni ef þú ert ekki að nota lífræna uppsprettu. Ef þig langar að kaupa lífrænt en hefur kannski ekki efni á að kaupa allt lífrænt, skaltu athuga hvað er mikilvægast að kaupa lífrænt hér.

Að tyggja ekki safann í rólegheitum

Maginn okkar og meltingarkerfið er mjög viðvkæmt. Ef þú ert á hraðferð og drekkur safann á hlaupum, þá er líkaminn í sympatískri viðbragðsstöðu (fight or flight response) sem getur hægt á meltingarferlinu og upptöku næringarefna. Sestu því niður, taktu þinn tíma og njóttu safans í rólegheitunum. Veltu safanum vel í munninum og hreyfðu kjálkan upp og niður í nokkrar sekúndur áður en þú kyngir. Meltingin byrjar í munninum og með því að gera þetta byrja meltingarensímin að vinna og hjálpa þér að melta safan hraðar.

Að djúsa ekki!

Ef þú ert ekki að djúsa, er kominn tími til að byrja. Líkami þinn mun þakka þér fyrir í formi vellíðunar þar sem þú munt útvega honum kraft úr vítamínum, steinefnum, lífsnauðsynlegum fitusýrum, kolvetnum, próteinum og miklu fleiru. Láttu safagerð verða hluta af þinni daglegri rútínu og þú munt finna muninn, bæði að utan og innan. Þú munt uppgötva þinn ytri náttúrulega ljóma. Einnig mun ónæmiskerfið þitt verða sterkara og þú munt búa yfir jöfnum krafti yfir daginn.

Ekki sætta þig við búðarkeypta safa þar sem að flestir þeirra eru ekki ferskir og þ.a.l. ekki lifandi, virk fæða. Flestir eru hitaðir sem drepur alla þá mögnuðu eiginleika ávaxtanna og grænmetisins. Einnig eru þeir fullir af viðbættum sykri.

Ef þú hefur verið að gera eitthvað af þessum ofantöldu mistökum þýðir ekki að skammast sín fyrir það, maður er alltaf að læra. Sumt er ég sjálf bara nýbúin að læra og er ég alltaf að bæta við mig meira fróðleik í þessum efnum og mjög opin fyrir því að læra eitthvað nýtt. Allra mikilvægast finnst mér þó að hlusta á líkamann og finna þannig út hvað er best fyrir mig og hvað ekki. Öll erum við mjög ólík og það sem hentar einum hentar endilega ekki þeim næsta. <3

Skál!

Heimildir: 1, 2.

 

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply Lilja 29. nóvember, 2015 at 13:59

  Ég sé að þú hefur beinþýtt upp úr annarri greininni sem þú notar sem heimild, og ekki skilið almennilega hvað átt er við þar. Líkaminn fer ekki í fight or flight response við það að borða hratt. Líkaminn fer í fight or flight response þegar við skynjum hættu. Það sem átt er við í greininni er að fólk sem sturti í sig mat á hlaupum sé stressað, og þar af leiðandi sé þetta viðbragð í gangi hjá þeim. Sem er reyndar alhæfing, fólk getur vel borðað hratt án þess að vera í flight or flight. En það er semsagt það sem verið er að tala um í greininni, ekki það að það að gúffa í sig komi þessu viðbragði af stað.

  • Reply heilsaogvellidan 24. apríl, 2016 at 16:15

   Sæl Lilja,

   Takk kærlega fyrir ábendinguna.

   Kær kveðja,
   Anna Guðný

  Leave a Reply