Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar Jólanna

Rauðrófusúpa

Það er fátt betra en að ylja sér á heitri súpu þegar kólna fer í veðri og ætla ég því að deila með þér uppskrift af fallegri og bragðgóðri rauðrófusúpu. Ég veit að mörgum hryllir við rauðrófum en mér finnst þær algjört lostæti. Þegar að þær eru eldaðar verða þær bæði sætar og safaríkar ásamt því að moldarbragðið hverfur. Rauðrófur búa yfir frábærum eiginleikum fyrir heilsuna en ég hef einmitt fjallað um það áður og getur þú lesið þér til um það hér.

Ég get ekki mælt nógu mikið með því að gera stóra skammta af súpum og frysta afganginn í krukkum. Passaðu þó að fylla krukkurnar ekki alveg af súpu – þá springa þær í frystinum.

Rauðrófusúpa

  • 1,9 L vatn
  • 200 g laukur
  • 600g rauðrófur
  • 10 g engifer
  • 1,5 anís stjarna
  • 2-3 msk gróft salt
  1. Byrjaðu á því að svita laukinn vel.
  2. Bættu síðan restina af innihaldsefnunum saman við og láttu malla í 1 klst.
  3. Settu síðan súpuna í blandara og láttu blanda þar til silkimjúkt. Láttu lofta aðeins út um blandaralokið svo að súpan gjósi ekki um alla veggi hjá þér. Sniðugt er að tylla viskustykki yfir opið á blandaralokinu.
  4. Þegar að þú heldur að súpan sé orðin nógu vel blönduð láttu blandaran þá vinna aðeins lengur.
  5. Ég mæli síðan með að hita súpuna aðeins aftur í pottinum og smakka hana til með grófu salti.

Við bárum súpuna fram með kínóa, yddaðri rauðrófu og ferskri basil. En ég elska að hafa eitthvað smá ”krönsí” í súpunni þegar að hún er maukuð.

Verði þér að góðu!

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply