Eitt af því kröftugasta sem við getum innleitt í fæðuna okkar er fullt af grænu laufgrænmeti eins og t.d. grænkáli, spínati, brokkolí og blaðkáli (bok choy). Grænt laufgrænmeti er stútfullt af heilsueflandi virkum efnum og mikilvægt að huga að því að borða vel af því. En það inniheldur lítið af kaloríum og fitu en er stútfullt af andoxunarefnum, trefjum og vítamínum. Það er best ef maður gefur sér tíma í að tyggja grænt laufgrænmeti og hefur það alltaf með mat. En þar sem ég er ekki alveg nógu dugleg við það ennþá þá finnst mér snilld að reyna að koma sem mest af grænu í græna þeytinginn á morgnanna.
Intense Greens blandan frá Terranova
Þessi hágæða blanda er stútfull af flottum innihaldsefnum sem bæta bæði líkama og sál. Hún er bæði vegan og er einnig frostþurrkuð. Ég skelli einni skeið í græna þeytinginn minn og set vel af ávöxtum og engiferi á móti. Mér finnst blandan ekkert sú bragðbesta í heimi en ég er farin að venjast henni og finnst mér hún ómissandi í græna þeytingin. Sérstaklega útaf því ég veit hvað hún er með mögnuð og falleg innihaldsefni. Á vef Heilsuhússins kemur fram að:
Intense greens inniheldur:
- 8 tegundir frosturrkaðra jurta – innihalda fjölmörg kröftug jurtaefni
- Hveitigras og bygggras – hver skammtur jafngildir 28 ml af hveitigrassafa
- Spirulinu og klórellu þörunga – breitt litróf vítamína, steinefna og amínósýra, hreinsandi
- 5 tegundir góðgerla fyrir meltinguna – sérstaklega unnir og mjög virkir
- 7 tegundir meltingarensíma – fyrir eðlilegt niðurbrot og nýtingu fæðu
- Virkt hrísgrjónaklíð – hámarkar virkni og næringu
- Er algjörlega laust við glúten, sykur, litarefni, fylliefni, bindiefni og önnur aukaefni
- Hentar grænmetis- og jurtaætum (Vegan)
Græni Væni
- 1 epli
- 1/2 pera
- 1/2 gúrka
- 1/2 avocado
- 1-2 cm engifer, smekksatriði
- 2 msk sítrónusafi
- 1 skammtur af Intense Greens frá Terranova
- 3 dl vatn
Þú einfaldlega skellir öllum hráefnunum í blandarann og lætur hann svo vinna þar til að blandan er silkimjúk og falleg. Ég set stundum ferska íslenska myntu, lífrænan sítrónubörk/límónubörk þegar ég á það til. Það gerir þennan drykk að algjöru sælgæti. En því oftar sem maður fær sér grænan drykk og sérstaklega ef maður gerir það reglulega; því meira fer maður að þrá hann. Þá er líkaminn búinn að tengja hversu mikilvægur þessi drykkur er fyrir heilsu manns og vellíðan, að hann öskrar á meira.
No Comments