Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Sumarlegar vefjur

Það er sama hvort maður er á flakki um landið eða að útbúa girnilega máltíð í eldhúsinu heima; að þá slá vefjur alltaf í gegn. En því miður þá eru langflestar vefjur frekar tilbúin vara sem að innihalda aukaefni, unna kornvöru (sem inniheldur gjarnan glúten) og fl. sem að er kannski ekki það besta fyrir líkamann. Sjálf reyni ég að forðast glúten að mestu í mínu mataræði og finn ég mikinn mun á mér þegar að ég geri það. En ég verð m.a. þreytt, orkulaus og fæ verki í liðina þegar að ég borða eitthvað sem að inniheldur glúten.

Sem betur fer er til búð eins og veganbúðin sem að er með fjölbreytt úrval af vörum fyrir alla. En þau selja m.a. hráar & lífrænar kókosvefjur sem að eru góðar fyrir líkama og sál. Þær eru ekkert smá bragðgóðar og það er sama hvað maður setur inn í þær, útkoman verður alltaf góð.

Mig langaði því að deila með ykkur uppskrift eða hálfgerðri hugmynd hvað maður getur skellt í svona vefjur. Ég ákvað að hafa vefjurnar mjög ferskar en það að hafa þær svona ferskar fannst mér algjörlega magnað og fann ég vel fyrir því hvað líkaminn minn var þakklátur fyrir að fá svona hreina og ósnerta fæðu. En ég leita klárlega meira í óeldaða fæðu að sumri til og væri ég vel til í að leyfa því að spila stærri þátt í mínu mataræði vegna þess hversu vel mér líður af því. Maður bókstaflega víbrar af lífskrafti og gleði.

Það sem ég setti í vefjurnar

 • Niðurskornar gulrætur
 • Niðurskornar gúrkur
 • Lambhagasalat
 • Avocado
 • Rifnar rauðrófur
 • Spírur
 • Rjómaostur með chive bragði frá Kite Hill (svo góður að ég endaði á að borða hann eintómann)
 • Kasjúsósa
 1. Skerðu niður gulræturnar, gúrkuna, avocadoið og rífðu niður rauðrófuna.
 2. Smyrðu rjómaosti á vefjurnar og settu svo allt hráefnið á.
 3. Rúllaðu vefjunni upp og njóttu.

Þetta eru vefjur sem þú vilt borða samstundis, mæli ekki með að geyma þær með hráefninu innan í.

Kasjúsósa

 • 200 g kasjúhnetur
 • 2,5 dl vatn
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 tsk garlic ‘n herb kryddblandan frá simply organic
 • 2 döðlur
 • 1/4 tsk gróft salt
 • Pipar

Settu öll innihaldsefnin í blandara og blandaðu þar til silkimjúkt. Ef þetta er of stór skammtur af sósu fyrir þig sem þú sérð ekki fram á að klára á næstu 3-4 dögum þá má setja helminginn í krukku og frysta.

Þessi færsla er gerð í samstarfi við veganbúðina en þeirri búð mæli ég með af öllu mínu hjarta. En nú er hægt að versla þar umbúðalaust grænmeti og ávexti. Algjör snilld fyrir þá sem vilja gera öll kaupin á einum stað, sniðganga plastið og fá gæðamikið hráefni.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply