Njóttu Góðgætis Jólanna

Vegan súkkulaðikaramellur

Þessar unaðslegu súkkulaðikaramellur gerði ég alveg óvart þegar að ég var að stúdera eitthvað allt annað fyrr á árinu. Það er svo oft þannig að þegar maður uppgötvar eitthvað himneskt í eldhúsinu að þá gerðist það óvart og maður var alls ekki að skrifa niður neina uppskrift. Ég þurfti því að gera nokkrar tilraunir til að ná sömu súkkulaðikaramellum og ég gerði óvart fyrst. Það gleður mig að segja að það tókst og er ég ótrúlega ánægð með þær. Þær eru svo silkimjúkar og rugl góðar. Ég hef þessa uppskrift viljandi litla því að ef hún væri mikið stærri þá myndi maður samt klára hana á augabragði. En auðvitað er ekkert mál að stækka hana. Þetta á að vera spari og maður á að njóta hverrar karamellu í botn á meðan maður borðar hana.

Vegan súkkulaðikaramellur

 • 2 msk möndlusmjör
 • 3 msk hrákakó
 • 2 msk kókosolía
 • 3 msk hlynsíróp
 • 1 msk kakósmjör
 • 1/4 tsk vanilluduft
 • gróft salt
 1. Byrjaðu á því að bræða kókosolíuna og kakósmjörið.
 2. Settu síðan öll hráefnin saman í matvinnsluvél og láttu hana blanda þessu vel saman þar til að þetta er orðið silkimjúkt deig.
 3. Ég setti bökunarpappír í lítið brauðform og mótaði deigið síðan þar ofan í en þú getur að sjálfsögðu sett þetta á hvað sem er. Mótaðu þetta og settu þetta síðan beint inn í frysti.
 4. Þegar að karamellurnar hafa harðnað í frystinum er þér óhætt að taka þær út, skera niður í teninga og setja þær síðan í lokaða krukku.
 5. Karamellurnar verða að geymast í frystinum.

  Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply