Þessar dásemdar blondínur eru eitthvað sem að þú verður að prufa að útbúa. Þær eru ótrúlega auðveldar í framkvæmd og eru þær ekkert smá góðar. Ég er búin að vera með þessa uppskrift í huganum lengi og heppnaðist hún ótrúlega vel, ég elska svo mikið þegar að það gerist. Blondínurnar eru bæði glútenlausar, vegan og innihalda ekki mikið unninn sykur. Þær fara því vel í maga og getur maður notið þeirra með góðri samvisku. Það er sniðugt að útbúa blondínurnar fyrir barnaafmælið, sunnudagskaffið, ferðalagið eða bara til að eiga í frystinum og taka eina út þegar að þig langar að njóta svona dýrindis góðgætis.
Blondínur með súkkulaðibitum
- 2 msk möluð chia fræ + 4 msk vatn
- 2 dl kjúklingabaunir
- 2 dl haframjöl
- 2 dl kasjúhnetusmjör
- 4 msk kakósmjör
- 3 msk hlynsíróp
- 1 dl kókospálmasykur
- 1 dl sykurlaus milkadamia mjólk
- 1 tsk eplaedik
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk vanilluduft
- gróft salt
- 70 g 70% súkkulaði
- Byrjaðu á því að mala chiafræ í kaffikvörn og hrærðu þau svo saman við vatnið.
- Næst setur þú haframjöl í matvinnsluvélina þar til að það verður að hveiti. Þá er þér óhætt að bæta kjúklingabaununum og kókospálmasykrinum saman við og láta vélina vinna aðeins.
- Næst Skellir þú öllum hinum innihaldsefnunum saman við fyrir utan súkkulaðið. Þú bætir því rétt saman við í lokinn með sleif. Ef deigið er heitt þá myndi ég kæla það aðeins í ísskáp áður en þú blandar súkkulaðibitunum saman við.
- Settu deigið svo í lítið form og klæddu það með bökunarpappír. Bakaðu í 35-40 mín við 180°C.
Ég mæli með að njóta með ískaldri heimatilbúnni möndlumjólk eða þá sykurlausu milkadamia mjólkinni. En milkadamia mjólkin er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og er frábær þegar að ég á ekki heimatilbúna möndlumjólk.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.
No Comments