Njóttu Góðgætis

Afmæliskakan mín

21. febrúar, 2018

Þar sem að ég verð 25 ára í vikunni ákvað ég að þá væri nú upplagt að útbúa góða köku í tilefni þess. Mér finnst svo gaman að leika mér að búa til nýjar uppskriftir af kökum og þá sérstaklega hrákökum. Það er hægt að leika sér endalaust með allskonar brögð og svo er svo fljótlegt að græja svona köku. Eina sem maður þarf að gera er að henda hráefnum í blandara/matvinnsluvél og láta svo í form. En þessi kaka er fáranlega góð og minnir áferðin lúmskt á ostaköku. Venjulega geri ég hrákökur í lítið form en ég ákvað að þessu sinni, þar sem að ég á nú afmæli, að hafa hana í venjulegu kökuformi.

Ég legg áherslu á að það er gott að lesa aðferðarlýsinguna með þessari uppskrift.

Botn

 • 150g möndlur, ristaðar
 • 40g kókosmjöl
 • 250g  döðlur
 • 4 msk kókosolía
 • 2 tsk hrákakó
 • gróft salt
 1. Byrjaðu á því að rista möndlurnar við 150 gráður á blæstri í 15 mínútur.
 2. Ef að döðlurnar eru harðar er gott að leyfa þeim að mýkjast í sjóðandi heitu vatni á meðan að möndlurnar eru í ofninum.
 3. Leyfðu möndlunum að kólna, helltu vatninu af döðlunum og skelltu öllu saman í matvinnsluvél.
 4. Þegar að matvinnsluvélin hefur búið til þetta fína ”deig” þjappar þú því niður í bökunarpappírsklætt bökunarform. Settu svo formið í frysti.

Gott er að setja frosin hindber ofan á botninn áður en að þú setur kremið yfir.

Grunnur að kremi

 • 200g kasjúhnetur – lagðar í bleyti yfir nóttu
 • 2 stk biona kókosmjólk, notar bara þykka hlutan
 • 70 ml kókosolía
 • 50 ml hlynsíróp
 • 1/3 tsk vanilluduft
 • 1/3 tsk gróft salt
 1. Settu öll innihaldsefnin saman í blandara og láttu hann vinna þar til að þetta er orðið silkimjúkt.
 2. Taktu 1/3 af grunninum og leggðu til hliðar.
 3. Settu frosin hindber á botninn, helltu svo vanillulaginu yfir frosnu hindberin. Settu kökuna aftur í frystirinn.

Efsta lag

 • Tekur u.þ.b. 1/3 af grunninum og bætir við hann 1-2 msk af hrákakói.
  Ég mæli með að smakka kakóið til, við erum misjafnlega æst í kakóbragðið.  
 • Þegar að vanillulagið hefur náð að frjósa vel í frystinum bætir þú kakólaginu yfir.

Súkkulaðiskraut

 • 5 msk hrákakó
 • 5 msk kókosolía
 • 2 msk hlynsíróp
 • gróft salt
 1. Byrjaðu á því að bræða kókosolíuna með því að láta krukkuna undir sjóðandi heitt vatn.
 2. Hrærðu síðan öllum innihaldsefnunum saman.
 3. Þegar að kakan er orðin frosin er gott að skreyta hana með súkkulaðinu eins og þér sýnist.

                                                   Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply