Njóttu Góðgætis

Himneskur ís

Þennan ís gerði ég á dögunum og kom hann ótrúlega vel út. Hann er svo ferskur og góður og fullkomið jafnvægi ríkir á milli súra og sæta bragðsins. Ég nota ísvél til að búa hann til og finnst mér hún algjörlega nauðsynleg til þess að geta gert þennan ís. Ég hef reynt margoft að gera mjólkurlausa ísa án ísvélar og það hefur ekki heppnast vel hjá mér. Ísvélin mín kostaði ekki mikið á sínum tíma og þarf maður enga svaka græju til að gera góðan mjólkurlausan ís. Ísvélin sem ég á er bara ísskál sem ég set í frysti og svo smellir maður á hana dóti til að hræra ísinn. Ég hef notað hana mjög mikið í gegnum tíðina og er ég henni alltaf jafnþakklát fyrir að gera mér það kleift að fá mér ís stöku sinnum.

Himneskur ís

  • 400 ml kókosmjólk í fernu
  • 200 ml heimagerð möndlumjólk
  • 1 lífræn pera
  • 1 tsk möluð vanilla
  • 1/2 lífræn sítróna (börkur + safi)
  • 1 dl hunang/hlynsíróp
  • 1/2 tsk salt

Það passar mjög vel að útbúa súkkulaði”ísing” með ísnum en er þó alls ekki nauðsynlegt.

Ísing

  • 2 msk kókosolía
  • 2 msk kakó
  • 1 msk hunang
  • örlítið gróft salt
  1. Bræddu kókosolíuna og hrærðu síðan öllu saman í skál.

Verði þér að góðu!

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply