Súpur þurfa alls ekki að vera leiðilegur né ósparilegur matur. Það er alveg hægt að bjóða upp á bragðgóðar og hollar súpur við hátíðleg tilefni og er það í rauninni mjög sniðugt. Ég elska sjálf saðsamar og góðar grænmetissúpur og er það ein besta leiðin til að fá góðan skammt af grænmeti í kroppinn. Þessi ungverska grænmetissúpa er í miklu uppáhaldi hjá mér og ætla ég að deila með þér uppskriftinni af henni sem er mjög einföld og þægileg. Ungversk…
Nýtt líf hafði samband við mig í fyrrasumar um að birta nokkrar uppskriftir í blaðinu þeirra. Þau birtu m.a. þessa uppskrift hér eftir mig og er hún of góð til að birta hana ekki líka hér á blogginu. Ég er reyndar búin að breyta henni aðeins og þróa síðan þá. En þetta súkkulaði granóla geri ég mjög oft í tvöföldu magni og geymi í stórri krukku ofan í skúffu. Ég nota það mikið ofan á þeytinga þegar ég borða þá…
Ef ég mætti ráða þá væru allir dagar nammidagar en það er búið að vera svolítið svoleiðis fílingur á heimilinu í fæðingarorlofinu, það eru allir dagar laugardagar hjá okkur. Þar sem að ég sniðgeng unninn sykur (eins og t.d. hvítan sykur og hrásykur), glúten og mjólkurvörur – þá bý ég til mitt eigið nammi til að eiga þegar að mig langar í nammi. Auðvitað er það nammi ekki hollt sem slíkt og á að borða í hófi líkt og annað nammi.…
Þennan ís gerði ég á dögunum og kom hann ótrúlega vel út. Hann er svo ferskur og góður og fullkomið jafnvægi ríkir á milli súra og sæta bragðsins. Ég nota ísvél til að búa hann til og finnst mér hún algjörlega nauðsynleg til þess að geta gert þennan ís. Ég hef reynt margoft að gera mjólkurlausa ísa án ísvélar og það hefur ekki heppnast vel hjá mér. Ísvélin mín kostaði ekki mikið á sínum tíma og þarf maður enga svaka…
Hvort sem að þú kýst að sniðganga dýraafurðir eða ekki, þá hafa allir gott af því að þreifa fyrir sér í grænmetismatargerð og að prufa eitthvað nýtt. Nú eru jólin framundan og er ég ákveðin í að hafa hnetusteik á boðstólnum en hún er orðin ómissandi partur af jólunum hjá mér. Ég veit að það eru margir sem gretta sig við tilhugsunina að fá sér hnetusteik en hún er svo 1000x betri en maður heldur. Það er ekki svo langt…
Bloggið, delicouslyella.com, hjá bloggaranum Ellu Woodward er einstaklega fallegt og ekki eru bækurnar hennar síðri. En það er nýbúið að þýða eina af þeim yfir á íslensku sem ber nafnið Ómótstæðileg Ella. Vinsælasta uppskriftin hennar á blogginu eru sætkartöflu brúnkur sem ég hef alltaf verið á leiðinni að prufa. Nú á dögunum birti hún endurbætta útgáfu af þessari uppskrift sem ég ákvað að prufa og er ég ennþá gáttuð hvað þessar dásamlegu sætkartöflu brúnkur eru dásamlega góðar. Það hljómar kannski…
Þegar kólna fer í veðri er svo huggulegt að hita sig upp fyrir daginn með því að fá sér hafragraut í morgunmat. Hafragrautur er nefnilega ekki bara hafragrautur. Það er hægt að leika sér endalaust í grautargerðinni og þarf enginn grautur að vera eins. Með því að gera fjölbreyttar útgáfur af hafragrautnum fær maður síður leið á honum og hlakkar manni til að prufa eitthvað nýtt á hverjum degi. Þessi uppskrift sem ég ætla að deila með þér núna er…
Þessi súkkulaðiís er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ekki einungis vegna þess hversu bragðgóður hann er heldur líka vegna þess hversu ótrúlega einfalt er að gera hann. Það þarf ekki að nota ísvél til að búa þennan ís til sem er stór kostur fyrir gleymna manneskju eins og mig sem gleymir alltaf að setja ísskálina í frysti svo hægt sé að búa til ís. Súkkulaðiís 600 ml kókosmjólk 1 dl kakó 1 tsk vanilla 1/8 tsk salt 60 ml hlynsíróp…
Þegar ég og kærasti minn, Snorri vorum á flakki um heiminn síðastliðið vor þá fengum við æðislegan hrísgrjónarétt eftir að hafa gengið um í hitanum á phiphi eyjum í leit að gistingunni okkar. Ég var ekki sérstaklega hrifin af tælenska matnum svona almennt en þessi réttur á alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Mig langaði svo ótrúlega mikið í þennan rétt um daginn að ég ákvað að reyna að búa hann til og kom það bara mjög vel út. Ég ætla…
Þetta súkkulaði geri ég oft og á í frystinum. Það klárast hrikalega hratt enda er það svo rosalega gott. Það er enginn vandi að gera sitt eigið súkkulaði og er gaman að bjóða gestum og gangandi upp á heimagert súkkulaði. Það er oft allskonar aukaefni í súkkulaði sem maður kaupir út í búð í dag og hrikalega erfitt að finna eitthvað sem er laust við unninn sykur og mjólkurvörur. Ég skora því á þig að prufa að gera þitt eigið…