Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Ungversk grænmetissúpa

Súpur þurfa alls ekki að vera leiðilegur né ósparilegur matur. Það er alveg hægt að bjóða upp á bragðgóðar og hollar súpur við hátíðleg tilefni og er það í rauninni mjög sniðugt. Ég elska sjálf saðsamar og góðar grænmetissúpur og er það ein besta leiðin til að fá góðan skammt af grænmeti í kroppinn. Þessi ungverska grænmetissúpa er í miklu uppáhaldi hjá mér og ætla ég að deila með þér uppskriftinni af henni sem er mjög einföld og þægileg.

Ungversk grænmetissúpa                                                                     fyrir 3-4

  • 1 laukur
  • 1 rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika
  • 160g sæt kartafla
  • 1/2 kúrbítur
  • 1,5 L vatn
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 4 msk tómatpúrra
  • 2 tsk paprikuduft
  • 3 tsk reykt paprika
  • 2 msk kúmen fræ
  • 2,5 msk gróft salt
  • 1 msk grænmetiskraftur
  • 2 tsk tamarisósa
  • 1 tsk chilli mauk (má sleppa)
  • smá pipar
  1. Byrjaðu á því að skera allt grænmetið fallega niður.
  2. Byrjaðu síðan á að steikja laukinn upp úr kókosolíu eða hitaþolinni ólífuolíu.
  3. Bættu síðan öllu grænmetinu saman við og láttu það eldast aðeins.
  4. Næst bætir þú vatninu saman ásamt öllum hinum innihaldsefnunum.
  5. Láttu síðan súpuna malla í 30-40 mínútur.

Súpan er upplögð með mjólkurlausum sýrðum rjóma en þú finnur uppskriftina af honum hér.

Verði þér að góðu!

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply