Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Sýrður kasjúrjómi

30. janúar, 2017

Það er hægt að gera allt sem manni dettur í hug mjólkurlaust ef maður vill það og er opinn fyrir því. Hér er mjög einföld uppskrift að sýrðum kasjúrjóma sem kemur ótrúlega vel út. Hann er ekki góður einn og sér frekar en hefðbundin sýrður rjómi en er fullkominn út á súpur eða í mexíkóveisluna.

Sýrður kasjúrjómi

  • 100g kasjúhnetur lagðar í bleyti yfir nótt
  • 80 ml vatn
  • 1 tsk eplaedik
  • 1,5 msk sítrónusafi
  • 1/3 tsk salt
  1. Hreinsaðu kasjúhneturnar með vatni. Settu síðan kasjúhneturnar, vatn og salt í matvinnsluvél og láttu vinna lengi eða þar til þetta er orðið silkimjúkt.
  2. Smakkaðu eplaedikið og sítrónusafan til, svo að þetta sé aðlagað að þínum bragðlaukum.
  3. Geymist í ísskáp í 5-7 daga.

Njóttu vel!

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply