Njóttu Morgunsins

Hollráð um chiagraut

18. október, 2014

Ég hef áður bloggað um chiagraut og hversu gott mér finnst að fá mér hann á morgnanna eða fyrir ræktina. Um helgar finnst mér einkar gott að hafa hann í algjörri lúxusútgáfu og set ég þá karmellu á hann. Ég set ekki karmellu á hann á virkum dögum nema ég sé alveg sérstaklega góð við sjálfa mig.

Það er mjög mikilvægt að vera duglegur að fá sér chiagrautinn í ýmsum útgáfum svo maður fái ekki leið á honum. Þið getið haft eftirfarandi í huga:

 • Setja t.d. ekki alltaf sömu ávextina í hann á hverjum degi. Epli, perur, ananas, mango og/eða ber til dæmis. Bara hvað sem ykkur dettur í hug.
 • Eins er hægt að leika sér með kanill, vanillu og kakó, setja mismikið af hverju eða bara eitt af þessum þremur.
 • Einnig eru þurrkuð ber alltaf góð með þessu og set ég alltaf gojiber í grautinn minn enda eru þau einstaklega holl og góð fyrir okkur. Mórber eru einnig mjög góð í grautinn.
 • Ef þið þolið haframjöl getiði bætt því í grautinn til að hann verði meiri fylling í magann, ég mæli þó með því að hafa það glútenlaust (merki sem heitir urtekram í nettó og krónunni)
 • Skella á hann karmellu þegar maður vill gera vel við sig.
 • Svo er hægt að setja kókosflögur, kakónibbur og fræ.

Grauturinn í dag er bara örlítið frábrugðin þeim sem ég bloggaði um síðast.

Chiagrautur

 • 250 ml möndlumjólk (helst heimagerð)
 • 2 msk chia fræ
 • 1 msk hampfræ (má sleppa)
 • 1 msk fínt kókosmjöl
 • 3/4 tsk kakó
 • 1/2 tsk kanill
 • hnífsoddur sjávarsalt

Ég setti jarðaber og bláber í annan grautinn og epli og bláber í hinn. Ég setti svo kókosflögur, gojiber og karmellu ofan á. Mér finnst einnig mjög gott að setja kakónibbur í grautinn en átti þær ekki til núna.
Eins ef ég á ekki möndlumjólk þá set ég 50 ml af kókosmjólk í fernu á móti 100 ml af vatni.

Karmella:

 • 2 msk gróft hnetusmjör
 • 2 msk kókosolía
 • 1/2 msk hunang
 • hnífsoddur af salti
 • smá vanilla

Njótið vel og verði ykkur að góðu <3

You Might Also Like

1 Comment

 • Reply Betty Gretarsdottir 15. október, 2015 at 08:27

  Hæ Anna,
  Flottar uppskriftir!Kær kv.Betty

 • Leave a Reply

  Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

  Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

  Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

  Verslaðu bókina hér