Jólanna Njóttu Góðgætis

Mjólkurlaus súkkulaðiís

21. júlí, 2016

Þessi súkkulaðiís er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ekki einungis vegna þess hversu bragðgóður hann er heldur líka vegna þess hversu ótrúlega einfalt er að gera hann. Það þarf ekki að nota ísvél til að búa þennan ís til sem er stór kostur fyrir gleymna manneskju eins og mig sem gleymir alltaf að setja ísskálina í frysti svo hægt sé að búa til ís.

Súkkulaðiís

  • 600 ml kókosmjólk
  • 1 dl kakó
  • 1 tsk vanilla
  • 1/8 tsk salt
  • 60 ml hlynsíróp
  • 4 msk kókosolía
  1. Hitaðu kókosmjólk í potti á vægum hita og hrærðu öllum innihaldsefnunum saman við.
  2. Þegar allt er vel blandað saman skalt þú leyfa blöndunni að kólna aðeins áður en þú skellir henni í loftþétt ílát og inn í frysti.

Þessi skemmtilega uppskrift varð til þegar ég og kærasti minn vorum stödd á Cook Islands þar sem var erfitt að fá eitthvað sem svalaði sætuþörfinni minni. Ég tók þá málin í mínar hendur og prufaði að gera þennan súkkulaðiís sem við skelltum gjarnan á bananapönnukökur sem er klárlega hin fullkomna blanda.

2015-06-21 03.34.20

Cook Island bauð upp á mjög fallega náttúru.

Verði þér að góðu og njóttu vel <3

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér