Jólanna Njóttu Góðgætis

Hinn fullkomni kókosrjómi

16. desember, 2017

Þegar að maður sniðgengur mjólkurvörur í mataræðinu þá er margt sem að maður saknar eins og t.d. að geta fengið sér þeyttan rjóma. Ég hef lengi verið að reyna finna út úr því hvernig ég geri góðan kókosrjóma því að hér áður fyrr var ég algjör rjómaunnandi. Það er svo kærkomið fyrir þá sem eru t.d. með mjólkuróþol að geta útbúið sér góðan kókosrjóma en það opnar heilmargar dyr fyrir manni í mataræðinu. Kókosrjóminn er dásamlegur út á heitt súkkulaði, með franskri súkkulaðiköku, með ferskum berjum á sumrin eða bara hvað sem manni dettur í hug.

En í rauninni er mjög einfalt að búa til kókosrjóma en ég hef komist að því að það er alls ekki sama hvaða kókosmjólk maður notar. Ég hef prufað allnokkrar tegundir og sú sem að virkar allra best er frá anglamark coop og fæst t.d. nettó. Þessi kókosmjólk er ólík þeim kókosmjólkum sem ég hef prufað vegna þess að hún skilur sig ekki og er frekar þykk. Sem er eflaust einhverjum aukaefnum að ”þakka” en stundum lít ég framhjá því þegar mig langar að gera vel við mig. Enda er kókosrjómi eitthvað sem ég borða mjög sjaldan. Þessa kókosmjólk nota ég bara til að gera kókosrjóma en venjulega nota ég kókosmjólkina frá biona í allt en

Kókosrjómi

 • 1 dós kókosmjólk (sett í frysti í 1-2 klst)
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • 3/4 tsk hlynsíróp
 • 1/2 tsk sítrónusafi
 • hnífsoddur gróft salt
 1. Settu kókosmjólkina í kæli yfir nóttu eða inn í frysti í 1-2 klst.
 2. Ég mæli með að setja hrærivélaskálina inn í frysti í 20 mín.
 3. Ef að það er einhver vökvi í dósinni sem hefur skilið sig frá þykka hlutanum hellir þú honum af, annars notaru alla kókosmjólkina.
 4. Settu öll innihaldsefnin í hrærivélaskálina og þeyttu rjómann í ca.4 mínútur, eða þar til að hann hefur þykknað vel upp.
 5. Settu rjómann inn í kæli í 30 mín áður en þú hyggst ætla að fá þér hann.
 6. Rjóminn geymist vel í loftþéttu íláti inni í ísskáp, eða í ca.5 daga.

Þessi færsla er ekki kostuð né unninn í samstarfi.

Njóttu vel

-Anna Guðný

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply Ingibjörg Helgadóttir 23. febrúar, 2020 at 15:12

  Sæl Anna Guðný

  Takk fyrir þessa góðu uppskrift af Kókosrjóma. Ég nota hana mjög mikið. Ég nota Yagon síróp í staðin fyrir hlynsíróp.

  • Reply heilsaogvellidan 25. mars, 2020 at 15:37

   Sæl Ingibjörg,

   Mín er ánægjan og yndislegt að heyra að uppskriftin komi að góðum notum. Takk fyrir að deila þessu með mér <3

  Leave a Reply