Áður fyrr keypti ég möndlumjólkina út í búð því ég hélt að þetta væri eintómt vesen að búa til mína eigin mjólk. Fljótt fór ég að átta mig á því að það var búið að troða allskonar gervisætuefnum í möndlumjólkina út í búð og ýmsu fleiru sem ég kærði mig ekkert um að hafa í möndlumjólkinni minni. Ég setti því letina á hilluna og bjó til mína eigin mjólk og hef gert síðan, það tekur enga stund og er rosalega einfalt.
Uppskrift
- 1 bolli möndlur (lagðar í bleyti yfir nótt með 1/2 tsk salti)
- 4 bollar vatn
- 4 döðlur
- 1 tsk vanilla (Ég nota frá Rapunzel eða Naturata til í krónunni, nettó og heilsubúðum)
Ég set þetta allt saman í einu í gegnum safavélína mína núna, en áður setti ég þetta alltaf í blandarann;
- Leggðu möndlur í bleyti í allavega 12 klst í hreinu vatni með 1/2 tsk salti.
- Settu möndlurnar í sigti og skolaðu þær vel undir köldu kranavatni.
- Skelltu síðan öllu í blandarann og blandaðu í nokkrar mín.
- Settu í síupoka frá Ljósinu (Langholtsvegi 43) í stóra skál (hrærivélaskál) og helltu mjólkinni í gegnum síupokann og kreistu vökvan í gegn.
-
Helltu mjólkinni í glerflöskur eða krukkur. Geymist í ísskáp í allt að viku.
Frystu möndluhratið eða notaðu það strax í bakstur.
No Comments