Njóttu Millimála

Heitt súkkulaði

Það er svo huggulegt að fá sér heitt súkkulaði í vetrarkuldanum og ég tala nú ekki um ef maður á gómsætar smákökur með því. Toppurinn hjá mér er að koma mér undir teppi og vera með góða bók við hönd á meðan ég gæði mér á þessum unaði. En þetta heita súkkulaði er mjög einfalt að útbúa og tekur enga stund að verða klárt. Það er bæði saðsamt og bragðgott, alveg eins og heitt súkkulaði á að vera.

Heitt súkkulaði

 • 300 ml milkadamia mjólk, ósæt
 • 100 ml vatn
 • 5 msk hrákakó
 • 3 msk döðlusíróp
 • 2 msk kakósmjör
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • hnífsoddur gróft salt
 1. Hitaðu öll innihaldsefnin saman í potti á meðallágum hita þar til að þetta er vel blandað saman og orðið nógu heitt fyrir þig. Ég mæli með að smakka kakóið til því að það er misjafnt hversu mikið kakó og sætu við viljum hafa.
 2. Svo má auðvitað krydda kakóið eftir smekk með t.d. cayenne pipar, karimommu og kanil.

Ef að þú notar venjulegt kakó í staðin fyrir hrákakó þá þarftu minna af því og þá er mikilvægt að smakka kakóið til.

              Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply