Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Íslensk grænmetismáltíð

Ég elska haustið svo mikið því að þá er svo gott úrval af íslensku grænmeti í búðunum og vildi ég óska þess að þetta væri svona allan ársins hring. Það er alls ekki á hverjum degi sem að allt grænmetið á disknum er íslenskt en það skiptir okkur miklu máli að kaupa íslenskt gæðahráefni. Ég keyri stundum langar leiðir til að þefa uppi íslenskt hráefni og dreymir mig um að geta ræktað mitt eigið grænmeti einn daginn.

Kúrbítsnúðlur

 • 1/2 kúrbítur
 • 1 msk hvítvínsedik frá Biona
 • 2 msk næringarger frá KAL
 • 1 msk lífræn kaldpressuð ólífuolía frá Biona
 • 1/2 msk oreganó frá Sonnentor
 • 1/2 tsk gróft salt
 1. Yddaðu kúrbítinn með grænmetisyddara.
 2. Hrærðu innihaldsefnunum saman við núðlurnar.
 3. Við settum smá birkifræ saman við upp á ”lúkkið” en það má alveg sleppa þeim.

Hirsi

 • 2 bollar soðið hirsi frá Sólgæti
 • 2-3 stilkar sellerí
 • 3 þurrkaðar fíkjur frá Sólgæti
 • gróft salt
 1. Skerðu selleríið og fíkjurnar smátt niður.
 2. Hrærðu svo saman við hirsið og smakkaðu til með salti.

Gulrætur

 • 10 gulrætur
 1. Fljótlegast er að gufusjóða gulræturnar þar til þær eru eldaðar í gegn og steikja þær síðan á pönnu upp úr ólífuolíu og salti. En það má líka baka þær í ofni og velta þeim upp úr olíu og salti áður.

Rauða sósan

 • 2 lúkur af kasjúhnetum frá Sólgæti
 • 1 paprika
 • 1,5 plómutómatur
 • 2 hvítlauksrif
 • 5 msk lífræn kaldpressuð ólífuolía frá Biona
 • 1 msk hvítvínsedik frá Biona
 • 100 ml vatn
 • 1 msk tómatpúrra frá Biona
 • 1 tsk óreganó frá Sonnentor
 • 1/2 tsk chilliduft frá Sonnentor
 • 1,5 tsk salt
 • svartur pipar
 1. Bakaðu kasjúhneturnar í ofni við 150°C í 10-15 mín.
 2. Skerðu paprikuna niður í grófar sneiðar og penslaðu hana með kaldpressaðari ólífuolíu.
 3. Hafðu tómatana í heilu lagi og makaðu þá líka í olíu.
 4. Settu paprikuna, tómatana, hvítlaukin á grillið eða í ofninn.
 5. Þegar að grænmetið er orðið vel grillað og  algjörlega mjúkt í gegn skellir þú öllum innihaldsefnunum saman í blandara eða matvinnsluvél. Láttu blandast þar til silkimjúkt.

Þessi sósa er algjör unaður, hún er góð með bókstaflegu öllu. Hún passar sérstaklega vel með kúrbítsnúðlunum eins og á þessum diski hér. En ég elska líka að baka helling af grænmeti, blanda henni saman við, setja svo jafnvel ferskt salat, avacado og soðið kínó saman við.  

Njóttu vel <3

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply