Flokkur

Njóttu

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis

Heimagerðir íspinnar

Heima í flensuveikindum janúarmánaðar uppgötvuðum við mægðingin eðal íspinna sem slógu svo mikið í gegn að ég smellti myndum af þeim til að deila með ykkur hér. En það er einmitt oftast þegar að við erum mikið heima að ég fæ hugmyndir að nýjum uppskriftum sem ég verð að prufa og oftar en ekki eru þær algjör snilld! Þetta er ein af þeim og ég hvet þig til að prufa að útbúa þessa íspinna ekki seinna en strax 😉 Uppskrift:…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Jólanna

Bláberja & vanillu hrákaka

Árlega í sumarlok fer ég og týni eins mikið af bláberjum og ég get. En það er svo nærandi fyrir bæði líkama og sál að vera úti marga klukkutíma í senn að týna ber úti í fallegri náttúru. Maður er einhvernveginn að kveðja sumarið í berjamó og velta fyrir sér hvað maður vill einblína á í næsta kafla/árstíð. Þetta hefur orðið að skemmtilegri hefð hjá mér og 6 ára syni mínum og er afrakstur týnslunnar alltaf þyngd sinnar virði í…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar Jólanna

Mjólkurlaust kartöflu“gratín“ sem þú verður að prófa!

Það væri svo innilega ekkert mál fyrir mig að lifa bara á kartöflum. Draumurinn er að eiga heima á stóru landi út fyrir borgina þar sem ég get ræktað endalaust af kartöflum, þá væri ég vel sett út lífið af mat og fullkomlega sjálfbær. Ok nei, kannski ekki alveg… EN Ég ELSKA kartöflur og stundum þegar ég nenni ekki að elda þá geri ég þetta kartöflugratín og borða það eintómt því það er svo sturlað gott! Það kemst bara ekkert…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar Jólanna

Sveppasósan sem fullkomnar allt!

Ég man þegar að ég var að alast upp að þá notaði maður oft duft í til að útbúa sósur, hrærði það saman við það rjóma og jafnvel rjómaosti. Sem kom nú alltaf mjög vel út og var bæði þægilegt og einfalt að gera. En það að útbúa sínar eigin sósur frá grunni er svo 10x betra fyrir bæði líkamann og 1000x betra fyrir bragðlaukana þína. Það er svo mikil ást fólgin í því að útbúa góða sósu. Leyfa henni…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Glútenlaust gnocchi með himneskri sósu

Það er svo ótrúlega gaman að ferðast til annara landa og máta sig við aðra matarmenningu en hér heima. Bæði til að læra eitthvað nýtt en líka til að leyfa sér að njóta ástríðu annara. Sjálf lifi ég mig svo mikið í gegnum mat að ég held ég gleymi í alvörunni aldrei neinum mat sem ég hef borðað. Ég á það til að hugsa aftur & aftur um einhvern mat sem ég borðaði fyrir mörgum árum síðan. En ég fór…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Bleikur októberlatte

Þegar kólna fer í veðri og allt kallar á meiri huggulega stemmingu innandyra er virkilega mikil sjálfsást fólgin í því að útbúa fyrir sjálfa/n sig heita, fallega og bragðgóða drykki. Sjálfri finnst mér mjög notalegt að útbúa svona drykki á kvöldin eða seinnipartinn, setjast svo niður við kertaljós og lesa góða bók. Geyma símann einhverstaðar lengst í burtu og gefa mér þessa ótrufluðu athygli & sjálfsnæringu. Haustið er nefnilega svo góður tími til að fara inn á við og hægja…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Ofurhetjuís

Það er svo gott að gera sína eigin ísa úr frosnum ávöxtum og er þetta að mínu mati langbesta orkuskotið um miðjan daginn. Krakkar elska ísa og það er mjög sniðugt að fá þau með í eldhúsið að útbúa svona gúmmelaði. Leyfa þeim að gera allt sjálf, stoppa – smakka og segja til um hvort eitthvað megi bæta. Það er mjög sniðugt að nota svona ísgerð sem kjörið tækifæri til að lauma allskonar heilsufarsbætandi fæðu ofan í maga hjá bæði…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Falafelskál

Ég elska svo mikið hvað það er auðvelt að nálgast allskyns holl hráefni í matvörubúðum landsins nú til dags, en það eru alls ekki mörg ár síðan að maður var í marga klukkutíma að búa til sína eigin grænmetisborgara, falafel og grænmetisbollur alveg frá grunni. Núna er auðvelt að fá þetta bara tilbúið sem frystivöru út í búð sem gerir það svo margfalt fljótlegra að setja saman hollar og girnilegar máltíðir. Það að útbúa holla & girnilega fæðu í eldhúsinu…

Lesa meira

Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Spirulinadrykkur

Þessi drykkur er eitthvað sem að við mæðginin gerum mjög reglulega heima enda er hann svo fagurblár og virkilega bragðgóður. Það er mjög sniðugt að nota ofurfæðuduft í þeytinga til að gera þá meira girnilegri og skemmtilegri fyrir börn. Algjör snilldar leið til að koma meira af ávöxtum ofan í þau og þetta er hressing sem tilvalið er að útbúa eftir leikskóla. Í drykkinn notum við bláa spirulinu, en hana má nálgast hjá versluninni tropic.is sem er bæði netverslun og…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Morgunsins

Glútenlausar bananapönnukökur

Það er fátt jafn heimilislegt en að baka pönnukökur á náttsloppnum árla morguns með upplífgandi tónlist í bakgrunninum. Taka nokkur dansspor, leyfa syninum að hjálpa mér að snúa pönnukökunum og spennan magnast með hverjum snúningnum. Pönnukökubakstur er alltaf mikið gleðiefni á okkar bæ. Þessar pönnukökur eru eitthvað sem við gerum mjög oft bæði til að njóta hér heima en líka til að taka með í nesti ef við erum að fara í eitthvað ævintýri úti í náttúrunni yfir daginn. Þær…

Lesa meira