Nú þegar að hlýrra er í veðri og flestir eru meira utandyra langar mig að deila með ykkur gómsætri máltíð sem að tilvalið er að grípa með sér á vit ævintýranna. Í samstarfi við veganbúðina ætla ég því að deila með þér uppskrift að pasta sem að er mjög fljótlegt að útbúa og tilvalið að taka með sér á flakk um landið okkar fagra. Pastað er mjög gott kalt og því má græja það alveg heima áður en maður leggur af stað. En það er líka að sjálfsögðu mjög einfalt að útbúa það í útilegunni líka, eina sem þú þarft að huga að er að sjóða pastað, skera niður örfá hráefni og hræra öllu saman við unaðslegt pestó.
Þetta pasta er mjög ferskt og létt í magann en samt er það svo ótrúlega djúsí og leikur við bragðlaukana. En það er lykilatriði að sjá til þess að hafa minna af pasta og meira af pestói, þú vilt hafa þetta alveg baðað í pestói til þess að djúsí eiginleikinn nái í gegn. Pestóið sem ég nota er frá merkinu zest og það fæst í veganbúðinni. Það er virkilega bragðgott og mæli ég með að nota heila krukku á móti hálfum pakka af pasta.

Þau hráefni sem þú þarft:
- Glútenlaust pasta
- Kóríander & basil pestó
- Klettasalat
- Litlir tómatar
- Avacado
- Döðlur
- Kasjúhnetur
Það er mjög sniðugt að setja nóg af grænmeti og salat í pasta eins og þetta. Bæði því að þá verður meira úr pastanu, það verður næringarríkara og einnig því að þá kemur maður mjög auðveldlega hollum hráefnum ofan í litla kroppa. Ég hef einnig bakað heilar sætar kartöflur, tekið svo hýðið af og skorið sætu kartöflurnar í bita og bætt út í. Svona eru sætu kartöflurnar svo safaríkar og gómsætar og gefa pastanu skemmtilegt ”tvist”.
Ég átti svo hemp ”parmesan” úr veganbúðinni sem ég stráði yfir og það kom ótrúlega vel út. Það er samt ekki nauðsynlegt að strá honum yfir en það setti algjörlega punktinn yfir i-ið.



Pastað sem ég nota er glútenlaust og er úr fava baunum, það fæst í veganbúðinni en þar er líka önnur pastategund sem ég mæli líka mikið með. Það er frá merkinu clearspring og er gert úr linsubaunum. Mér finnst þessar báðar tegundir virkilega góðar og fara vel í maga.

Þessi færsla er í samstarfi við veganbúðina en þeirri búð mæli ég með af öllu mínu hjarta. En ég mæli með að allir geri sér ferð þangað því að búðin er orðin svo stór og stútfull af skemmtilegum vörum. Einnig er núna hægt að fá ferskt umbúðalaust grænmeti og ávexti í búðinni sem að gleður umhverfishjartað mitt mjög mikið.

No Comments