Flokkur

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Einföld og fljótleg máltíð

19. júní, 2017

Það þarf ekki að vera neitt merkilegt og flókið í kvöldmatinn. Það má alveg útbúa eitthvað fljótlegt og þægilegt sem er gott. Maður heldur svo oft að maður þurfi að hafa svaka hugsun á bakvið kvöldmatinn og mikil vinna. En fyrir mér er eina markmiðið með kvöldamatnum að fá inn holla og góða næringu. Þar sem að ég hef ekki alltaf mikinn tíma til að útbúa kvöldmat þá finnst mér voða gott að henda í fljótlega og holla máltíð sem…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Ungversk grænmetissúpa

23. mars, 2017

Súpur þurfa alls ekki að vera leiðilegur né ósparilegur matur. Það er alveg hægt að bjóða upp á bragðgóðar og hollar súpur við hátíðleg tilefni og er það í rauninni mjög sniðugt. Ég elska sjálf saðsamar og góðar grænmetissúpur og er það ein besta leiðin til að fá góðan skammt af grænmeti í kroppinn. Þessi ungverska grænmetissúpa er í miklu uppáhaldi hjá mér og ætla ég að deila með þér uppskriftinni af henni sem er mjög einföld og þægileg. Ungversk…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Einföld og bragðgóð blómkálssúpa

15. febrúar, 2017

Ein af bestu leiðunum til að koma grænmeti inn í mataræðið er að útbúa reglulega hollar og góðar grænmetissúpur. Það þarf alls ekki að vera flókið að gera bragðgóða og saðsama súpu. Ég hef komist að því að stundum er gott að krydda sem minnst og láta frekar saltið um að draga bragðið af grænmetinu sem er í súpunni betur fram og leyfa því að njóta sín. Ég er aðeins farin að læra að maður þarf kannski ekki alltaf að…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Sýrður kasjúrjómi

30. janúar, 2017

Það er hægt að gera allt sem manni dettur í hug mjólkurlaust ef maður vill það og er opinn fyrir því. Hér er mjög einföld uppskrift að sýrðum kasjúrjóma sem kemur ótrúlega vel út. Hann er ekki góður einn og sér frekar en hefðbundin sýrður rjómi en er fullkominn út á súpur eða í mexíkóveisluna. Sýrður kasjúrjómi 100g kasjúhnetur lagðar í bleyti yfir nótt 80 ml vatn 1 tsk eplaedik 1,5 msk sítrónusafi 1/3 tsk salt Hreinsaðu kasjúhneturnar með vatni.…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Jólamáltíðin mín

10. desember, 2016

Hvort sem að þú kýst að sniðganga dýraafurðir eða ekki, þá hafa allir gott af því að þreifa fyrir sér í grænmetismatargerð og að prufa eitthvað nýtt. Nú eru jólin framundan og er ég ákveðin í að hafa hnetusteik á boðstólnum en hún er orðin ómissandi partur af jólunum hjá mér. Ég veit að það eru margir sem gretta sig við tilhugsunina að fá sér hnetusteik en hún er svo 1000x betri en maður heldur. Það er ekki svo langt…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Bakað eggaldin með unaðslegu pestói

24. júlí, 2016

Það þarf ekki að vera flókið að elda góða grænmetisrétti og er mjög auðvelt að útbúa eitthvað fljótlegt og bragðgott. Það er mikið af skemmtilegu hráefni í ísskápnum hjá mér núna eftir að hafa kíkt á rúntinn um daginn og verslað úrvalsgrænmeti beint af býli. Ég keypti t.d. þetta fallega lífræna eggaldin á lífræna markaðinum Engi og er það algjört sælgæti. Þessi máltíð var gríðarlega einföld ásamt því að vera afar bragðgóð. Eggaldinið var bakað í ofni en það hefði líka…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Kínóarækjuréttur í ananasskál

27. maí, 2016

Þegar ég og kærasti minn, Snorri vorum á flakki um heiminn síðastliðið vor þá fengum við æðislegan hrísgrjónarétt eftir að hafa gengið um í hitanum á phiphi eyjum í leit að gistingunni okkar. Ég var ekki sérstaklega hrifin af tælenska matnum svona almennt en þessi réttur á alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Mig langaði svo ótrúlega mikið í þennan rétt um daginn að ég ákvað að reyna að búa hann til og kom það bara mjög vel út. Ég ætla…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Glútenlaus hamborgarabrauð

21. maí, 2016

Það er eitthvað svo sumarlegt að grilla hamborgara og er vel hægt að gera það ljúffengan máta þó maður kjósi að sniðganga ákveðanr fæðutegundir. Ég hef oft notað portobellosvepp í staðin fyrir hamborgarabrauð en ég rakst um daginn á þessa uppskrift af hamborgarabrauði og ákvað því að prufa. Uppskriftin kom mjög á óvart og verð ég því hreinlega að deila henni með þér. Þessi magnaða uppskrift kemur frá blogginu Against all grain þar sem finna má fleiri góðar uppskriftir. Það…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Graskers- og sætkartöflusúpa

5. nóvember, 2015

Þegar kólna fer í veðri er alltaf gott að gera sér góða súpu til fá hita í kroppinn. Það er búið að kólna ansi hratt hjá okkur hérna í Århus og erum við strax búin að taka fram ullarsokka, vettlinga og húfur. Það er fyndið hvað maður heldur alltaf að allt sé betra annars staðar en á Íslandi en veturinn í Danmörku ekkert svo ósvipaður þeim íslenska og er jafnvel kaldari. Vetrartímabilið getur samt sem áður verið ansi huggulegt með…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Hamborgari í portobello“brauði“

6. september, 2015

Grillmatur er stór partur sumarfílingsins og myndast skemmtileg stemming í kringum hann. Nú á dögunum varð hamborgari fyrir valinu og er þessi hamborgari heldur frábrugðin því sem flestir eru vanir. Kærasti minn á mestan ef ekki bara allan heiðurin af uppskriftinni enda er hann algjör snillingur í eldhúsinu. Við notuðum portobellosvepp í stað brauðs og setti hann algjörlega punktin yfir i-ið. Ég veit ekki hversu miklum tíma ég hef eytt í að reyna gera glútenlaus hamborgabrauð sem verða aldrei neitt í…

Lesa meira