Flokkur

Elskaðu

Elskaðu Húðina

Íslenska snyrtivörumerkið rå oils

15. nóvember, 2017

Ég er mjög kröfuhörð á snyrtivörur og ber ekkert á mig nema mjög hreinar & gæðamiklar snyrtivörur. Líkt og á matvörum les ég á innihaldslýsinguna á snyrtivörum og vil ég sjá þar fá innihaldsefni sem að ég þekki. En allt sem að við látum á húðina, okkar stærsta líffæri, fer beint inn í blóðrásina sem að hefur að sjálfsögðu áhrif á líkamsstarfsemina okkar. Þegar að ég frétti af íslenska snyrtivörumerkinu rå oils varð ég því eðlilega mjög spennt og er ég…

Lesa meira

Elskaðu Húðina Umhverfið

Er lífrænn klæðnaður málið fyrir börnin?

25. apríl, 2017

Eins og það er mér mikilvægt að kaupa inn lífrænt í matinn þá hafði ekki hvarflað að mér að það væri eitthvað sem ég þyrfti að huga að í fatainnkaupum. Þegar ég var ólétt af Hinriki Berg rakst ég oft á lífræn barnaföt sem fékk mig til að leiða hugann að því hvað væri það besta fyrir litla kroppa. Eftir að hafa lesið mér síðan til um hvað það þýði að versla lífræn föt, og hvort það sé sölubrella eða ekki,…

Lesa meira

Elskaðu Húðina Umhverfið

Búðu til þínar eigin blautþurrkur

28. mars, 2017

Þegar að maður undirbýr komu fyrsta barnsins síns vill maður gera allt 100% rétt og er mikið sem maður les sér til um. Eitt af því sem ég ákvað á meðgöngunni var að ég syldi hafa barnið mitt á taubleyjum og að ég myndi gera heimatilbúnar blautþurrkur. Af hverju? Ég hef orðið fyrir mikilli vakningu sjálf hvað varðar snyrtivörur og læt því ekki neitt á mig nema að ég sé örugg um að varan innihaldi engin skaðleg efni. Húðin er…

Lesa meira

Elskaðu Umhverfið

Af hverju taubleyjur?

19. mars, 2017

Ef einhver hefði nefnt taubleyjur við mig fyrir nokkrum árum hefði ég grett mig og sagt ,,ojj, en ógeðslegt“. Ég var með þá ranghugmynd í hausnum að foreldrar sem notuðu taubleyjur á börnin sín væru með hendurnar í kúk allan daginn. Ég veit ekki af hverju, en þegar ég var ólétt af Hinriki Berg var ég alveg harðákveðin í að nota taubleyjur. Ég þekkti engan sem hafði notað þær og var þetta því algjörlega nýtt fyrir mér. En þrátt fyrir það…

Lesa meira

Elskaðu Umhverfið

20 leiðir til að minnka plastnotkun

7. mars, 2017

Ég hef fjallað um skaðsemi plasts og mikilvægi þess að flokka það til endurvinnslu. En þegar að maður byrjar að flokka plast til endurvinnslu sér maður hversu mikið af plasti maður er að kaupa í raun og veru. Þegar að ég byrjaði að flokka plastið heima hjá mér varð mér brugðið hvað plastdallurinn fylltist skelfilega fljótt og hvatti það mig til að minnka plastnotkunina á heimilinu. Í dag hef ég tekið mörg skref til að minnka plastnotkun og er draumurinn…

Lesa meira

Elskaðu

Brjóstagjöf er ekki sjálfsögð

28. febrúar, 2017

Ég velti því fyrir mér á meðgöngunni hvort við Snorri ættum að fara á einhver námskeið áður en krílið okkar kæmi í heiminn. Það varð aldrei neitt úr því en ég man að ég rakst á brjóstagjafanámskeið og hugsaði með mér að brjóstagjöf gæti varla verið það flókin að maður þyrfti að fara á sérstakt námskeið fyrir hana. Þegar að dásamlegi molinn okkar kom síðan í heiminn fékk ég að sjá að brjóstagjöfin er ekki alveg eins einföld og ég…

Lesa meira

Elskaðu Umhverfið

Flokkar þú plast til endurvinnslu?

18. janúar, 2017

Það hefur orðið mikil vitundarvakning hvað varðar umhverfisvernd og hvað við mennirnir getum haft slæm áhrif á náttúruna. Við jarðarbúar ættum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að jörðin verði í góðu standi fyrir komandi kynslóðir. Við viljum ekki að afkomendur okkar þurfi að taka við afleiðingunum af sóðaskapnum í okkur og verðum því að taka ábyrgð á neysluvenjum okkar. Plastnotkun hefur farið upp úr öllu valdi í heiminum og hafa myndast heilu plastfjöllinn…

Lesa meira

Elskaðu Lærðu Umhverfið

Heimildarmyndin Before the Flood

3. nóvember, 2016

Heimildarmyndin ,,Before the Flood“ er á allra vörum um þessar mundir enda ekki að ástæðulausu. Í heimildarmyndinni fær maður að fylgja Leonardo DiCaprio á ferð sinni um heiminn þar sem hann kynnir sér loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jörðina okkar. En Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, tilnefndi Leonardo DiCaprio sendiboða friðar fyrir Sameinuðu þjóðirnar með sérstakri áhersu á loftslagsbreytingar árið 2014. Í heimildarmyndinni er ekki einungis einblínt á þennan stóra vanda sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga heldur er…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Snyrtibuddan mín

20. mars, 2016

Ég veit það af eigin reynslu að það er erfitt að finna lífrænar og hreinar snyrtivörur sem henta manni vel. Þegar ég vel mér snyrtivörur finnst mér mjög mikilvægt að þær innihaldi fá innihaldsefni og helst vil ég þekkja þau öll. Eins vil ég helst hafa þessi fáu innihaldsefni lífræn. Ég vil bókstaflega hafa snyrtivörurnar mínar það hreinar að ég gæti borðað þær. Húðin er stærsta líffæri mannsins og það sem þú setur á hana fer beint inn í blóðrásina…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Skin2skin burstinn frá RMS Beauty

19. desember, 2015

Ég er algjörlega heilluð af vörunum frá RMS beauty og nota þær á hverjum degi. Þessar vörur eru hreinar og lausar við öll þau eiturefni sem leynast gjarnan í snyrtivörum. Það sem ég elska mest við þær eru að þær innihalda svo fá innihaldsefni og þekkir maður þau öll. Ég er hægt og rólega að bæta í safnið og hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum hingað til. Mér finnst andlitsfarðin “Un“ cover-up algjör snilld og notaði ég hann fyrst með…

Lesa meira