Elskaðu Húðina

Umhverfisvænu bambusplástrarnir frá PATCH

Þegar að ég varð móðir þá varð ég strax mjög meðvituð um að allt sem færi á húð barnsins míns yrði að vera sem náttúrulegast og án allra eiturefna. Ég notaði t.d. taubleyjur, heimagerða blautklúta og lífræna kókosolíu í stað hefðbundna krema. Þetta skipti mig þá, og enn þann dag í dag, hjartans máli enda er húðin okkar stærsta líffæri og allt sem við setjum á hana fer beint út í blóðrásina okkar og hefur áhrif á líkamsstarfsemina. Maður vill því ekkert heitar en að vernda barnið sitt frá óþarfa eiturefnum og styðja í leiðinni við umhverfisvænar lausnir fyrir elskulegu móður jörð. Það gladdi mig því mjög mikið þegar að bambusplástrarnir frá vörumerkinu PATCH komu til landsins og eru þetta einu plástrarnir sem ég hef keypt fyrir son minn. Ég get heilshugar mælt með þeim og í samstarfi við mistur.is langar mig að fræða ykkur um þá, umhverfisins og barnanna vegna.

Hver er snilldin við PATCH?

Talið er að um 25% þeirra sem nota hefðbundna plástra fái einhverskonar ofnæmisviðbrögð vegna ertandi og ónáttúrulegra efna sem þeir innihalda. Einnig eru hefðbundnir plástrar yfirleitt gerðir úr plasti sem að mínu mati á alls ekki heima á dýrmætu húðinni okkar né í umhverfinu.

Stofnandi PATCH heitir James Dutton en sonur hans, Charlie, fékk ofnæmisviðbrögð við hefðbundnum plástrum og vildi James koma með heilsusamlegri og umhverfisvænni lausn á markaðinn. Það tókst honum svo sannarlega og maður sér hversu vel hann hefur hugsað út í alla þætti ferlisins. Plástrarnir eru gerðir úr bambustrefjum, þeir brotna niður í náttúrunni og innihalda ekki plast, sílikon, latex né önnur óæskileg efni. Einnig eru umbúðirnar utan um plástrana endurvinnanlegar.

Hér má sjá mjög flott myndband um það hve fljótt og örugglega PATCH plástrarnir eyðast upp í náttúrunni.

PATCH plástrarnir eru ekki bara framleiddir í sátt við umhverfið heldur hafa þeir heldur ekki verið prófaðir á dýrum sem gleður vegan hjartað mitt mjög mikið. Einnig eru plástrarnir mjög teygjanlegir og anda vel. Best finnst mér þó að maður þarf ekki að vera að klína á sig neinum kremum ef maður er t.d. með sár því að plástrarnir koma í fjórum týpum með t.d. kókosolíu, aloe vera og virkjuðum kolum.

Nánar um þessar fjóru týpur sem að eru í vörulínunni.

  • Með kókosolíu – þessi er uppáhalds hjá stráknum mínum enda svo fallega skreyttur með litlum sætum pöndum. Í grisjunni er kókosolía svo maður þarf ekki að setja hana aukalega. Það er mjög hentugt ef maður er úti að leika eða á ferðalagi og er ekki með kókosolíu á sér. En kókosolía hjálpar til við að róa húðina og flýtir fyrir að sárið grói.
  • Með virkjuðum kolum – Þessi er mjög sniðugur ef maður fær skordýrabit eða flís og vill hreinsa út öll óhreinindi úr sárinu. En kolin eru mjög hreinsandi og hjálpa einnig líkamanum að verjast frekari sýkingum.
  • Náttúrulegur – þessi plástur er bara alveg eins og hefðbundinn plástur og tilvalin fyrir minniháttar skrámur. Hann er ljósbrúnn að lit og er alveg hreinn, þ.e.a.s. hann hefur enga sérstaka virkni.
  • Með aloe vera – þessi er einstaklega sniðugur fyrir brunasár eða blöðrur. Það er einmitt aloe vera þykkni í grisjunni sem að er mjög græðandi.

Plástrarnir hafa því einstakan tilgang og munu nýtast fyrir alla í fjölskyldunni, unga jafnt sem aldna.

Strákurinn minn hefur alltaf verið smeikur við plástra því einhverntímann fékk hann plástur sem að var vont að taka af. Það vandamál er alveg úr sögunni með PATCH plástrunum því að þeir eru ekki svona fast límdir við húðina. Samt tolla þeir mjög vel á og meira að segja á ungum kroppum sem eru hoppandi og skoppandi allan daginn.

Ég mæli af öllu hjarta með þessum plástrum og tek það fram að ég vil aðeins fjalla um það á mínum miðlum það sem ég hef trú á og er í samræmi við það sem ég stend fyrir. Plástrarnir fást m.a. í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Frú Laugu, Menu, Urðarapóteki, Apótekinu, Garðsapóteki, Apótekinu í Hafnarfirði, Garðabæ og Rimaapóteki.

Ég þakka mistur.is kærlega fyrir samstarfið og traustið. En á mistur.is finnur þú fullt af fallegum vörum sem að eru bæði umhverfisvænar og heilsusamlegar.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply