Elskaðu Umhverfið

Umhverfisvænu gæðaleikföngin frá Plan toys

Þegar að ég eignaðist yndislega strákinn minn, hann Hinrik Berg, fór ég mikið að hugsa út í barnaleikföng og efnivið þeirra. Þegar að börn eru sem minnst þá enda leikföngin oftar en ekki í munninum á þeim og ég vildi alls ekki að hann væri að naga eitthvað plastdrasl sem innihéldi einhver óæskileg efni. En það er nógu erfitt að sporna við plasti í daglegu lífi og því algjör óþarfi að fylla barnaherbergið af því líka. Þessi sérviska mín á barnaleikföngum hefur þróast út í það að fólk þorir varla að gefa syni mínum gjafir án þess að spyrja okkur hvað sé á óskalistanum sem mér finnst ekkert annað en jákvætt. Þannig komum við í veg fyrir óþarfa sóun og sonur minn er ekki ringlaður með alltof mikið af dóti í kringum sig. Ég einblíni mikið á fá en gæðamikil leikföng sem unninn eru úr viði og innihalda engin eiturefni. Svona leikföng eru fjárfesting að mínu mati og er ég alveg til í að borga meira fyrir þessi gæði. Viðurinn er svo miklu endingameiri og betri fyrir bæði barnið mitt og móður jörð. Við sem neytendur höfum svo gríðarlega mikinn mátt þegar kemur að neysluvenjum okkar.

Út frá þessum pælingum mínum rakst ég á fallegu leikföngin frá Plan toys en þau eru nú loksins komin til íslands. Þessi leikföng eru gríðarlega vinsæl núna, enda eru þau bæði falleg og vönduð. En leikföngin frá Plan toys eru alls ekki ný af nálinni og hafa verið framleidd síðan árið 1981. En fyrirækið endurnýtir gúmmítré í framleiðslunni á viðar leikföngunum og er í raun fyrsta fyrirtækið í heiminum sem gerir það. Plan toys framleiðir hágæða viðar leikföng og einblínir á bæði umhverfisvernd og sjálfbærni. Þau eru framleidd í Thailandi og fer meira en 70% af framleiðslunni fram innan 30 km radíus frá verksmiðjunni.Öll leikföngin eru alveg eiturefnalaus en það er einnig notast við eiturefnalaust lím í leikföngin og lífræn litarefni sem eru bæði góð fyrir bönin og umhverfið. Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að rækta skapandi huga barna og koma þeim nær náttúrunni. Fyrirtækið notar aðeins náttúrulegustu hráefnin sem völ er á og mikil áhersla er á að endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu. Einnig er séð til þess að viðurinn sé eiturefnalaus og er enginn áburður settur í jarðveginn þremur árum fyrir uppskeru til að tryggja það. Plan toys er kolefnishlutlaust fyrirtæki en fyrirtækið plantar árlega trjám til þess að binda kolefni framleiðslunnar, sem dæmi var 3.900 trjám plantað í fyrra. Hér má sjá mjög fróðlegt myndband um framleiðslu plantoys og hveru stórt samféalgslegt gildi fyrirtækið spilar.

Þar sem að ég er mjög mikið fyrir leikföng sem ýta undir skapandi hugsun barna þá langar mig að sýna ykkur tvö leikföng frá plantoys sem að sonur minn á. Bæði þessi leikföng munu nýtast honum í mörg ár og mun hann leika allt öðruvísi með þau eftir t.d. 2 ár en hann gerir í dag. Ég elska að fylgjast með honum leika sér með svona opinn efnivið og leyfa honum að nota sitt eigið ýmindunarafl við leik sinn á þeim.

Pastel kubbar

Þessir fallegu kubbar eru dásamlegir, mig langar sjálfri helst að setjast niður og leika mér með þá. Þeir bjóða upp á svo marga möguleika og er hægt að skapa endalaust með þeim. Það er mjög mikið í uppáhaldi hjá mínum manni núna að búa til hús úr þeim og háa turna. Svo þegar hann verður eldri þá mun hann skapa eitthvað ennþá flóknara og meira með þeim. Þessir kubbar munu því fylgja honum í nokkur ár sem er frábært.

Vatnskubbar

Þessir vatnskubbbar eru algjört æði. Syni mínum finnst mjög gaman að horfa í gegnum þá og sjá allt umhverfið í öðrum lit. Einnig er hægt að horfa í gegnum marga kubba í einu og blanda þannig litunum saman. Þessir kubbar eru einmitt mjög vinsælir í RIE samfélaginu og var ég alvarlega að íhuga að panta þá að utan fyrir ekki svo löngu. Ég er ekkert smá glöð að þeir fást nú hér á landi og það á sanngjörnu verði. Það er ekki ódýrara að panta þá sjálf/ur að utan sem er frábært. Yndislegar vinkonur eru á bakvið Plan toys á íslandi og leggja þær einmitt mikinn metnað í það að vörurnar séu á eins lágu verði og hægt er.

 

Þú finnur vörurnar frá Plan toys í eftirfarandi verslunum:

 

Þessi færsla er í samstarfi við Plan toys á Íslandi, en vörurnar sem hér koma fram fengum við að gjöf. Ég tek það fram að ég myndi aldrei skrifa um neitt hér sem ég mæli ekki með frá mínum dýpstu hjartarótum.

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply