Upp á síðkastið hef ég verið að fá hálfgerð ofnæmisviðbrögð við snyrtivörum. Ég varð þurr og glansandi í augunum, rauð og mig hálfverkjaði í augun. Það var sama hvaða snyrtivörur ég setti á mig, Benecos, Dr. Hauschka, Kanebo, Mac og fl. þau ollu öll sömu viðbrögðunum hjá mér. Ef ég var að fara eitthvað fínt var það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim að þrífa af mér málninguna. Ég var ennþá þurr, verkjuð og glansandi í augunum næsta dag. Mér fannst þetta ekkert smá leiðilegt. Var ég nú komin með snyrtivöruóþol?
Ég vissi innst inni afhverju ég sýndi þessi viðbrögð, það er jú ástæða fyrir öllu sem gerist í lífi manns. Það er nefnilega ótrúlega mikið af skaðlegum efnum í snyrtivörum sem við eigum að forðast. Þetta vissi ég en mér fannst þessi listi alltaf svo óhemju langur að ég mundi aldrei hvaða efni ég átti að forðast þegar ég keypti mér snyrtivörur. Ég hafði ekki kynnt mér þetta neitt að viti. Þarna var því komið að því að kanna málið nánar sem ég hef gert og segi frá í bloggi mínu hér.
Fyrir stuttu sá ég umfjöllun um fræga förðunarfræðingin, Rose-Marie Swift og lífrænu snyrtivörurnar hennar – RMS beauty. Rose-Marie upplifði heilsufarsvandamál af völdum snyrtivara fyrir nokkrum árum. Afleiðingarnar voru að hún þurfti að hætta að farða, blóðið hennar innihélt eitraða þungmálma, varnarefni og önnur efni. Eftir margra ára uppbyggingarferli heilsu hennar, ákvað Rose-Marie sig á að hún vildi hjálpa öðrum konum að krefjast réttar þeirra til náttúrulegrar fegurðar. Hún kom því RMS Beauty línunni á laggirnar.
Vá, þessar vörur varð ég sko að prófa! Ég fann íslenska netverslun, Freyja Boutiqe, sem selur vörurnar ásamt fullt af öðrum vörum sem ég er bálskotin í. Ég á klárlega eftir að prufa fleiri vörumerki þegar ég kem heim úr heimsreisunni. María Erlendsdóttir, eigandi Freyja Boutiqe, var sjálf í basli með að finna góðar lífrænar snyrtivörur sem voru einnig án skaðlegra efna. Eftir að hún hafði grúskað mikið ákvað hún að stofna netverslun þar sem lítið framboð er hér á landi fyrir góðum lífrænum snyrtivörum sem eru án skaðlegra efna. Hún hefur valið vörumerki sem hafa sannað sig og sem hægt er að treysta. Það sem heillar mig mest við netverslunina er að maður er alveg öruggur að maður sé ekki að fara að kaupa neitt sem getur skaðað mann. Á síðunni hjá Freyja Boutique þá eru tekin fram þau skaðlegu efni sem vörurnar eru án.
Nú er ég búin að prufa nokkrar vörur frá RMS og ég get með sanni sagt að ég er í skýjunum. Ég get verið með þessar snyrtivörur allan daginn án þess að verða pirruð eða rauð í augunum. Ég var ekki að trúa þessu fyrst svo ég ákvað að prufa vörurnar á hverjum degi, allan daginn, í heila viku. Viti menn, þær hafa alls ekkert angrað mig. Ég hef notað þær áfram síðan og get ég ekki beðið eftir að fylla snyrtibudduna af þessum snilldarvörum þegar ég kem heim. Venjulega fæ ég bólur og húðin mín verður óhrein eftir að hafa verið með snyrtivörur en það hefur ekki borið á neinu svoleiðis eftir að ég byrjaði að nota þessar vörur.
RMS snyrtivörurnar draga fram þína náttúrulegu fegurð og ljóma. Það eru fá innihaldsefni í hverri vöru og flest af þessu er eitthvað sem ég kannast við. Það er sko stór plús! Vörurnar virkilega næra húðina svo maður getur verið með þær á sér allan daginn án þess að fá neitt samviskubit. Ég bjóst ekki við því að ég yrði svona rosalega hrifin af þeim, mig langar í gjörsamlega allt. Litirnir eru mjög fallegir sem er mjög óvenjulegt í lífrænum snyrtivörum að mínu mati. Línan dekkar allt sem maður þarf fyrir flotta förðun, hún inniheldur maskara, augnskugga, kinnalit, varagloss, farða púður og fl.
Þar sem ég get ómögulega valið 2-3 vörur til að fjalla um ætla ég í næsta bloggi að deila með þér reynslu minni á vörunum.
Þangað til næst,
Anna Guðný
No Comments