Flokkur

Njóttu Góðgætis

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis

Bláberjabaka

Að þessu sinni ætla ég að deila með þér uppskrift af ljúffengri bláberjaböku sem að bæði bætir og kætir. Þessi baka er ótrúlega auðveld í framkvæmd og bragðast stórfenglega þó ég segi sjálf frá. Hún er glútenlaus, laus við unninn sykur og er að sjálfsögðu einnig vegan <3 Ef það eru börn á heimilinu, þá er upplagt að gera þessa köku með hjálp þeirra því að það eina sem þarf að gera er að skella nokkrum hráefnum í matvinnsluvélina. Flestir…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Jólanna

Snickershrákaka

Jæja, hvar á ég að byrja? Ég gæti í alvörunni skrifað heila bók um þessa mögnuðu og unaðslega köku. En þessi Snickershrákaka er algjörlega málið um jólin eða við hvaða sparitilefni sem er. Ég get alveg lofað þér því að hún mun slá í gegn og það gæti líka alveg farið þannig að þú munt ekki tíma að deila henni með neinum. Ég er ótrúlega stollt af þessari uppskrift og er kakan nákvæmlega eins og ég hafði hugsað mér. En…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Sítrónuboltar

Nú þegar að haustið skellur á er gott að vera skipulagður í mataræðinu og eiga ágætis birgðir af millimálum í frystinum. Eitt sem að ég elska að eiga í frystinum eru einhverjar góðar orkukúlur. Það er ómetanlegt að grípa í þær þegar að maður er á hraðferð eða bara til að njóta í rólegheitum. En hugmyndin af þessum orkukúlum kom þegar að ég var að gera botn á hráköku og vá hvað þær heppnuðust vel. Mig langar að eiga fullan…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Grænkálssnakk

Nú er íslenskt grænkál mikið í búðum og er meira að segja lítið mál að rækta það sjálfur ef maður hefur landsvæði til þess. En það er t.d. gott í þeytinginn, í salatið, á pönnu með grænmeti eða sem snakk. Þegar að grænkálið er orðið hálfslappt í ísskápnum er kjörið að dekra aðeins við það og breyta því í gómsætt snakk sem slær alltaf í gegn. Það er hægt að leika sér endalaust með grænkálssnakk og setja saman skemmtileg brögð.…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Jólanna

Jarðaberjasæla

Mig dreymir um að eiga mitt eigið gróðurhús þar sem ég gæti m.a. ræktað jarðaber. En íslensk jarðaber eru bara eitthvað annað á bragðið. Þau eru svo góð og algjör lúxusvara. Við megum vera endalaust þakklát fyrir að þau séu framleidd hér á landi. Það skemmir svo að sjálfsögðu ekki fyrir að vita að það er notað íslenskt vatn til að rækta þau, það er ekki úðað eiturefnum á þau til þess að þau endist sem lengst og eru ekki…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Lúxus íspinnar

Það er ennþá að koma mér á óvart hvað það er hægt að útbúa mikið af gúmmelaði á eigin máta úr flottu hráefni. En eftir að vegan magnum kom til landsins þá varð ég að finna út hvernig ég gæti gert mína eigin lúxus-íspinna. Þó að vegan magnum ísinn sé ekkert eðlilega góður (og ég tek komu hans til landsins fagnandi) að þá vil ég helst ekki vera að borða mikið af honum þar sem að hann inniheldur mikið af…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Ávaxtaeldflaugar

Sama hvort það sé heitt í veðri eða ekki, þá slá frostpinnar alltaf í gegn hjá litlum gullmolum. En þeir frostpinnar sem að maður kaupir út í búð innihalda mikið magn af sykri, aukaefnum og litla sem enga næringu. Því mæli ég eindregið með því að útbúa frostpinna á eigin máta í eldhúsinu heima og þá má barnið þitt þess vegna fá sér frostpinna í morgunmat – þvílíkur draumur! Ég hef alltaf verið skýr með það við fólkið í kringum…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Morgunsins

Acaí-ís

Hvernig hljómar það fyrir þér að geta fengið þér ís í morgunmat? Í mínum huga er það draumi líkast þar sem að ég ELSKA ís! Ég tala nú ekki um þegar að sólin skín og heitt er í veðri; þá vill maður kunna að útbúa girnilegan ís. Það er nefnilega enginn vandi að útbúa sinn eigin ís í eldhúsinu heima á mjög einfaldan og skjótan máta. Að þessu sinni ætla ég að deila með þér uppskrift af ís með acaídufti.…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Páskabomban í ár!

Þessi ómótstæðilega kaka er algjör bomba! Ég er ótrúlega ánægð með hana en bæði áferð og bragð eru upp á 10 þó ég segi sjálf frá. Það passar því vel að birta uppskrift af svona bombu þegar að páskarnir eru handan við hornið og mun hún una sér vel í hvaða páskasamkomu sem er. En þetta er frekar stór uppskrift en hún geymist vel í frysti svo ég er ekkert endilega viss um að ég myndi ráðleggja þér að minnka…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála Morgunsins

Kakóís

Ég ELSKA hvað það er hægt að útbúa mikið af gúmmelaði úr hráefnum sem að náttúran færir okkur. En það hefur verið mikið bananaæði í nokkur ár á meðal margra og það er ekki af ástæðulausu. Bananar gera allt gott en það sem er mesta snilldin við þá er að þegar að maður frystir þá og skellir þeim síðan í matvinnsluvél/blandara – þá verður til ís. Mjög loftkenndur og silkimjúkur ís. Ég og sonur minn (2 ára) erum að leika…

Lesa meira