Njóttu Góðgætis Millimála

Sítrónuboltar

Nú þegar að haustið skellur á er gott að vera skipulagður í mataræðinu og eiga ágætis birgðir af millimálum í frystinum. Eitt sem að ég elska að eiga í frystinum eru einhverjar góðar orkukúlur. Það er ómetanlegt að grípa í þær þegar að maður er á hraðferð eða bara til að njóta í rólegheitum. En hugmyndin af þessum orkukúlum kom þegar að ég var að gera botn á hráköku og vá hvað þær heppnuðust vel. Mig langar að eiga fullan frysti af þessum unaðslegum kúlum til þess að gæða mér á og mögulega til að geta deilt smá með mér líka. Þær eru ótrúlega ferskar og bragðgóðar en ekki of sætar.

Sítrónukókoskúlur

  • 4 dl haframjöl
  • 100 g kókosflögur
  • 130 g kasjúhnetur
  • 180 g döðlur
  • 7 msk möndlusmjör
  • 7 msk kókosolía
  • 1 tsk vanilluduft
  • Börkur af 1 lífrænni sítrónu
  • gróft salt
  1. Byrjaðu á því að setja kókosflögur og kasjúhnetur á bökunarplötu og inn í ofn við 150°C á undir&yfir hita með blæstri. Bakaðu í 8-10 mín. Fylgstu samt vel með þessu og taktu þetta út þegar að kókosflögurnar eru aðeins orðnar gylltar.
  2. Ef að döðlurnar eru glerharðar er gott að sjóða vatn og hella því yfir þær í skál í 10 mín.
  3. Settu þurrefnin saman í matvinnsluvélina.
  4. Bættu svo blautefnunum saman við.
  5. Rífðu börkinn af sítrónuberkinum og settu í lítið ílát. Ég myndi ekki setja allan börkinn í einu heldur setja hann jafnt og þétt. Mæli með að smakka hann til.
  6. Gott er að kæla deigið aðeins inn í ísskáp í 2 klst eða svo.
  7. Búðu svo til kúlur með höndunum. Kreistu í litlar kúlur með lófunum.

Geymdu kúlurnar svo í loftþéttri glerkrukku eða glerboxi í frystinum. Það tekur ekki langan tíma fyrir þær að mýkjast þegar að þær eru teknar úr frystinum. Ef að þú hafðir hugsað þér að taka þær með þér í nesti, þá mæli ég einmitt með að taka þær beint úr frystinum í nestisboxið. Þá eru þær orðnar fullkomnar þegar þú ætlar að njóta þeirra. En það má auðvitað geyma þær í ísskápnum líka, þú mátt þá búast við því að þær klárist á einu augabragði.

Þessi færsla var gerð í samstarfi við heildverslunina heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply