Njóttu Góðgætis Jólanna

Jarðaberjasæla

Mig dreymir um að eiga mitt eigið gróðurhús þar sem ég gæti m.a. ræktað jarðaber. En íslensk jarðaber eru bara eitthvað annað á bragðið. Þau eru svo góð og algjör lúxusvara. Við megum vera endalaust þakklát fyrir að þau séu framleidd hér á landi. Það skemmir svo að sjálfsögðu ekki fyrir að vita að það er notað íslenskt vatn til að rækta þau, það er ekki úðað eiturefnum á þau til þess að þau endist sem lengst og eru ekki flutt landanna á milli. Fyrir mér er það mikið atriði og því algjörlega eðlilegt að þau skemmist eftir nokkra daga í ísskápnum. Ég fer alltaf strax yfir þau þegar ég kem heim og frysti þau ber strax sem að eru kannski orðin aðeins lúin.

En þar sem að sonur minn varð þriggja ára um daginn þá langaði mig mikið að gera þessa dásamlegu köku sem ég hafði verið með í kollinum svo lengi. Mig langaði að gera hráköku sem að líkir eftir hefðbundinni ostaköku með haframulningi og jarðaberjasósu. Hún hitti beint í mark hjá mínum manni og er ég sjálf virkilega ánægð með hana.

Jarðaberjasæla

Botn

 • 6 dl haframjöl
 • 3 kúgaðar msk möndlusmjör
 • 3 msk kókospálmasykur
 • 3 msk bráðin kókosolía
 • gróft salt
 1. Skelltu þurrefnunum saman í matvinnsluvél og láttu vinna vel.
 2. Bættu svo blautefnunum saman við og láttu vinna áfram.
 3. Taktu smelluform og pennslaðu það aðeins með bráðinni kókosolíu.
 4. Þjappaðu svo botninum ofan í formið með. Gott er að nota bolla í verkið.
 5. Geymdu botninn í frystinum á meðan þú gerir vanillulagið.

Vanillulag

 • 250g kasjúhnetur (betra ef lagðar í bleyti)
 • 320 g þykki parturinn af kókosmjólk (2 dósir)
 • 1/2 dl hlynsíróp
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1-2 tsk vanilluduft
 • 1/2 tsk gróft salt
 1. Settu öll hráefnin saman í blandara þar til að þetta er orðið silkimjúkt og laust við öll korn.
 2. Helltu vanillulagið á botninn í smelluforminu og settu aftur í frysti.

Jarðaberjasósa

 • 400 g fersk jarðaber
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 1 tsk hlynsíróp
 • örlítið gróft salt
 1. Taktu grasið af jarðaberjunum og settu þau í blandarann.
 2. Ef að blandarinn er lélegur er sniðugt að skera þau smátt niður og jafnvel kremja þau smá áður en þau fara í blandarann.
 3. Ég mæli með að hafa sósuna til hliðar í skál eða sósukönnu og bera hana þannig fram með kökunni. En það er þó auðvitað algjört smekksatriði.

Best finnst mér að kippa kökunni inn í ísskáp og leyfa henni að mýkjast þar áður en ég ber hana fram. Fallegt er að bera kökuna fram með íslenskum jarðaberjum.

Þessi færsla var unnin í samstarfi við heilsu

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply