Njóttu Morgunsins

Chiahafragrautur með berjaþeytingi

Það er endalaust hægt að leika sér með chiagraut og hafragraut. Ég reyni að hafa morgunmatinn ávallt fjölbreyttan og helst aldrei eins til að ég fái ekki leið á neinu. Nú á dögunum gerði ég chiahafragraut með berjaþeytingi og var þetta eins og hinn besti eftirréttur. Ég er mikill sælkeri og er þessi morgunmatur algjör snilld um helgar þegar manni langar að gera vel við sig.

Chiahafragrautur  fyrir 2

Öllu hrært vel saman í krukku, best ef geymt í krukkunni í ísskáp yfir nótt því að þá verður þetta betra í mallakút.

Berjaþeytingsblanda fyrir 2

  • 2 dl heimatilbúin möndlumjólk
  • 2 dl ber (ég notaði hindber og bláber)
  • 1/2 lífrænt epli
  • 1/4 avacado
  • 1/4 tsk vanilluduft (fæst í heilsuhúsinu, nettó og stundum í krónunni)

Öllu skellt saman í blandara þangað til allt er vel blandað saman.

Síðan er gaman að setja lag af graut og berjaþeytingi til skiptis í há glös eða fallega krukku.

Möndusmjörssúkkulaði

  • 1 msk fljótandi kókosolía
  • 1 msk möndlusmjör
  • 1 msk hrákakó

Hrærðu þessu saman í litlum bolla og skelltu þessu efst ofan á berjaþeytingin. Best er að sejtja nokkur frosin ber undir súkkulaðið svo að það harðni ofan á.

Verði þér að góðu <3

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply